VA-nemar í lífsstílsgöngu

Nemendur við
Nemendur við "lífsstílstréð"

Nemar í næringarfræði í VA fóru í lífsstílsgöngu í góða veðrinu í morgun. Kveikjan að göngunni var viðtal við Önnu Sigríði Ólafsdóttur, næringarfræðings í morgunútvarpi RUV. Nemendur greindu viðtalið þar sem rætt var um kúra. Niðurstaðan var þessi í grófum dráttum:

Skpta má kúrum í þrennt: Matarkúra, föstukúra og lífsstílskúra.

  • Matarkúrar og föstukúrar virka illa til framtíðar.
  • Lífsstílskúrar eru líklegri til langtímaárangurs.
  • Mikilvægt að hafa jafnvægi milli næringar og hreyfingar.
  • Meira grænmeti.
  • Meiri fræðslu til neytenda.
  • Burt með óþarfa og ósóma.

Í lífsstílsílsgöngunni var „lífsstílstréð“ reist, eins og sjá má á myndinni, sem tákn um staðfestu nemendanna.