VA þjálfar nemendur fyrir Leyniþjónustu Íslands

Nám á starfs- og nýbúabrautum skólans var óhefðbundnari kantinum í gær er nemendur lærðu í gegnum leikjakerfið Breakout-edu. Breakout-edu minnir á flóttaleiki þar sem nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að komast í gegnum með því að leysa þrautir í samvinnu og finna lausnir á vísbendingum til að geta opnað kassa áður en tíminn rennur út. Í dag voru nemendur í inntökuprófi fyrir nýja námsbraut í njósnarafræðum þar sem hæfileikar þeirra á ýmsum sviðum voru metnir. Þeir æfðu sig í að leika hlutverk og ná upplýsingum úr almennum borgurum og heimsóttu bæði Náttúrustofu Austurlands og eldri borgara í Breiðabliki. Í Sparisjóði Austurlands fræddust þeir um hvernig væri að hægt að sjá hvort peningar væru falsaðir. Þeir leystu ýmsar þrautir, bæði rafrænar og í pappírsformi og enduðu daginn svo á pizzaveislu í Capitano veitingastaðnum. Stóðu nemendur sig með stakri prýði og sýndu að þeir eru efni í öfluga njósnara framtíðarinnar. 

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri