VA tapaði í 16 liða úrslitum fyrir Kvennaskólanum. Lokatölur urðu 20-12.
Átta lið eru komin í sjónvarpskeppni Gettu betur eftir viðureignir helgarinnar. Dregið var í viðureignirnar strax að lokinni síðustu
útvarpskeppninni í kvöld og kom þá í ljós hvaða lið mætast fyrir augum allra landsmanna.
Úrslit í viðureignum dagsins fóru á þann veg að lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sigraði lið
Fjölbrautaskóla Suðurlands 16 - 13, MH hafði betur gegn Menntaskóla Borgarfjarðar með 25 stigum gegn 12. Lið Menntaskólans á Akureyri lagði
lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 16 - 4 og viðureign Menntaskólans í Reykjavík gegn Fjölbrautaskóla Snæfellinga lauk með sigri
MR 24 - 7.
Sigurlið dagsins bættust í hóp fjögurra sigurvegara frá því í gær og eru komin áfram í átta liða
úrslit keppninnar sem hefst næsta föstudag. Liðin sem keppa munu í sjónvarpi eru Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í
Garðabæ, Borgarholtsskóli, Kvennaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Menntaskólinn við
Hamrahlíð, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykjavík.
Dregið var í viðureignir í sjónvarpi í lok annarrar umferðar og drógust eftirfarandi lið saman:
31. janúar FVA - MA
7. febrúar Kvennó - MH
14.febrúar FG - Borgarholtsskóli
21. febrúar MR - Versló
Undanúrslit fara fram 28.febrúar og 7.mars og úrslitaþáttur Gettu betur verður föstudaginn 14.mars í Háskólabíó.
Heimild: ruv.is