Valtímabil fyrir vorönn 2022

Í næstu viku verður valtímabil í VA og verður það með tvenns konar hætti. Þriðjudaginn 2. nóvember verður valdagur fyrir alla nemendur í dagskóla. Nemendur mæta í heimavinnustofu kl. 12:25, skrá sig á Innu og velja áfanga fyrir næstu önn. Kennarar verða nemendum innan handar ef þá vantar aðstoð. Náms- og starfsráðgjafi og áfangastjóri verða einnig á vappinu til að aðstoða. Nemendur á opinni stúdentsbraut eru sérstaklega hvattir til þess að leita aðstoð þeirra. 

Vikuna 1. – 5. nóvember verða valdagar fyrir alla nemendur í dreif- og fjarnámi. Þeir nemendur einfaldlega skrá sig á Innu og velja áfanga fyrir næstu önn. Námsframboðið má finna hér

Ef nemendur vantar frekari aðstoð er hægt að leita til Guðnýjar náms- og starfsráðgjafa (gudnybjorg@va.is) eða Unnar Ásu áfangastjóra (unnurasa@va.is). Þær munu einnig koma við í dreifnámi í næstu viku – tímasetning verður auglýst síðar.

Munið að skráning í áfanga jafngildir skráningu í skólann á komandi önn!