Síðastliðna helgi fóru 32 nemendur, ásamt skólameistara og félagslífsfulltrúa, norður í menningarferð NIVA. Ferðin
hófst á heimsókn í Framhaldsskólann á Húsavík þar sem vel var tekið á móti hópnum. Ferðalangar fengu
kynningu á skólanum og keppt var í ýmsum keppnisgreinum, haldin kvöldvaka og farið á Hvalasafnið. Verkmenntaskólinn hyggst endurgjalda
greiðann og hefur boðið Húsvíkingum í heimsókn í vor. Á laugardeginum var haldið til Akureyrar þar sem ýmislegt skemmtilegt var
á dagskrá svo sem lazer-tag, bíó, skautar, heimsóknir á söfn og svo fór hópurinn út að borða. Ferðin var vel
heppnuð í alla staði og sérstaklega ánægjulegt að allir nemendur blésu í áfengismæli bæði kvöldin og sýndu
þannig að þau væru allsgáð. Allur hópurinn er því kominn í edrúpottinn sem dregið verður úr á
næstu dögum. Fyrirmyndarhópur sem er sér og skólanum sínum til sóma.