Verðlaun í smásagnasamkeppni

Hér má sjá Þór ássamt Asiu enskukennarar við VA við móttöku verðlaunanna
Hér má sjá Þór ássamt Asiu enskukennarar við VA við móttöku verðlaunanna

Þór Theodórsson hlaut í gær verðlaun í smásagnakeppni félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ). Verðlaunaafhendingin var haldin í Veröld - húsi Vigdísar í Reykjavík en athöfnin var haldin í samstarfi við Breska sendirráðið og Vigdísarstofu. Það var sendiherra Bretlands á Íslandi Dr. Bryony Nathew sem afhenti verðlaunin.  

Þór hlaut þriðju verðlaun í flokki framhaldsskóla en lykilorð smásagnarkeppninnar var FAKE en saga Þórs bar einmitt sama titil. Sagan var í vísindaskáldsagnarstíl þar sem aðalpersónan ólst upp á vísindastofnun en fær að upplifa raunverulega heiminn í fyrsta sinn því allt sem viðkomandi hafði þekkt áður var "fake".

Við óskum Þór innilega til hamingju með 3. sætið.