Verknámsvikan 8.- 12. júní

Verknámsvikan er samstarfsverkefni Verkmenntaskóla Austurlands (VA) og Vinnuskóla Fjarðabyggðar og er því ætlað að gefa ungu fólki kost á að kynna sér iðnnám í VA í eina viku á launum í júní byrjun. Verknámsvikan stendur nemum Vinnuskólans sem eru fædd árið 2000 til boða. Nemendur taka þátt í verkefnum á vel útbúnum verkstæðum skólans og fá með því móti lifandi innsýn í störf sem tengjast t.d. í sjávar-, iðn- eða tæknifyrirtækjum. Nemendum vinnuskólans hefur jafnan gefist kostur að kynna sér tvær námsgreinar við verkmennataskólann. Þá er öll kennsla skipulögð af starfsfólki Verkmenntasólans Austurlands.

 

Verknámsvikan verður dagana 8. – 12. júní, mæting er í Verkmenntaskóla Austurlands klukkan 8:30.  Það verður rúta alla daga Verknámsvikunnar og brottför er sem hér segir:

Stöðvarfjörður, við áhaldahús klukkan 06:50.

Fáskrúðsfjörður, við áhaldahús klukkan 07:10.

Reyðarfjörður, við áhaldahús klukkan 07:30.

Eskifjörður, við áhaldahús klukkan 07:50.

 

Heimferð er áætluð klukkan 12:30.

 

 

Nú í ár verður öll lífsleikni 9. bekkar Vinnuskóla Fjarðabyggðar nýtt í Verknámsvikuna, því verður ekki um aðra lífsleikni í formi leikja og gönguferða að ræða.

 

    Reglur Vinnuskólans gilda líka í Verknámsvikunni sjá nánar á http://www.fjardabyggd.is/thjonusta/menntun-og-born/vinnuskoli-fjardabyggar                                          

Allar nánari upplýsingar um Verknámsvikuna veitir Verkmenntaskóli Austurlands.