Vettvangsferð til Reyðarfjarðar

Frá heimsókn á Íslenska stríðsárasafnið
Frá heimsókn á Íslenska stríðsárasafnið

Nemendur og kennarar á starfbrautinni skelltu sér í vettvangsferð til Reyðarfjarðar 4.mars síðastliðinn. Ferðin hófst hjá Slökkvuliði Fjarðabyggðar en þar tók Guðmundur Helgi Sigfússon á móti hópnum og fræddi um starf slökkvuliðsmanna auk þess sem hann sagði sögur úr starfinu og sýndi aðstöðuna. Sérstaklega sló í gegn hjá hópnum að fá að renna sér niður súluna og skoða bílana. Að þessu loknu lá leiðin á Íslenska stríðsárasafnið en þar tók Pétur Sörensson á móti hópnum og sýndi safnið. Hann kunni ótal góðar sögur af stríðsárunum og vöktu margir gripir á safninu áhuga gestanna. Ferðin endaði á Tærgesen í pizzuveislu og þannig lauk skemmtilegum og fræðandi degi.