Viltu betrumbæta hjólið?

Nám í nýsköpun og frumgerðasmíði vorönn 2014!

Á vorönn mun Verkmenntaskóli Austurlands bjóða upp á nám í samstarfi við Austurbrú í nýsköpun og frumgerðasmíði. Í náminu munu nemendur greina þarfir í umhverfi sínu, leita lausna og umfram allt teikna og hanna frumgerð að vél eða tæki sem auðveldar líf okkar hvort sem það er sjálfvirkur pítsuskeri eða eitthvað allt annað.

Námið er upplagt fyrir nemendur sem geta og vilja hugsa sjálfstætt og hafa frumkvæði, getu og vilja til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Námið verður í umsjón Lilju Guðnýjar Jóhannesdóttur en auk þess munu verkgreinakennarar VA hjálpa nemendum við tæknilegar úrlausnir og útfærslur.

Hvenær?                                                    

        Á mánudögum kl. 16:00 – 20:00 frá 6.janúar – 10 mars *

Námsmat:

Skrifleg skýrsla um hvert verkefni og verkefnaskil. Einnig verður tekið til mats:

-         Frumkvæði og frumleiki í hönnun

-         Vinnusemi

-         Frágangur, umgangur um vélar og verkstæði sem og tillitsemi við kennara og aðra nemendur

-         Vandvirkni og handbragð nemandans.