Viltu verða viðurkenndur bókari?

Verkmenntaskóli Austurlands býður upp á nám til undirbúnings fyrir próf á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til viðurkennds bókara skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald ef næg þátttaka næst. Námið mun fara fram haustið 2013 og haustið 2014.

Á haustönn 2013 verðu kennt  einu sinni í viku frá kl. 15:00 – 17:30 í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands. Námið er hægt að senda út í fjarfundabúnaði á Austurlandi. Mætingaskylda er í námið.

Námið skiptist í þrjá hluta;

1)      Reikningshald  –  haust 2013
2)      Skattskil  –  haust 2014
3)      Upplýsingakerfi og öryggisþættir  –  haust 2014

Kennsluhættir: fyrirlestrar, verklegar æfingar og dæmatímar.

Kennarar og leiðbeinendur: sérfræðingar frá Deloitte, Gagnráðum , Karl Lauritzsyni, KPMG, Mánatölvum,  SKRA og VA.

Inntökuskilyrði: Þátttakendur hafi lokið skrifstofubraut II, hafi stúdentspróf af viðskipta- og hagfræðibraut eða góða þekkingu á Excel og reynslu af bókhaldsstörfum á vinnumarkaði.

Verð: 100.000 kr. Gert er ráð fyrir að nemendur greiði sjálfir fyrir prófin sín á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins en hvert próf kostar 30.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir áfangastjóri skólans  í síma 4771620 eða í tölvupósti á netfangið bobba@va.is.

Síðasti dagur skráninga er 14. júní 2013.