Vistargleði

Skemmtun og átök
Skemmtun og átök

Fimmtudaginn sl. stóð nemendaráð skólans í samvinnu við vistarráð að vistargleði sem fram fór í matsal heimavistarinnar. Komu þá saman íbúar heimavistarinnar ásamt öðrum nemendum skólans og brugðu á leik. Vistarráðið sá um skipulagningu á leikjunum og voru þeir frumlegir og fjörugir. Nemendum var skipt í lið og fengu liðin stig fyrir hinar ýmsu þrautir þ.á.m. óvenjulegt boðhlaup með skeiðum, skálum, eplum og þvottabala ásamt sjómann, armbeygjukeppni, kappáti ofl. Keppnin fór að öllu leyti vel fram, en markmið keppenda var að skemmta sér og öðrum. Herlegheitunum lauk síðan með pizzuveislu. Dagurinn heppnaðist vel og vonandi að vistarráðið standi fyrir fleiri samkomum á heimavistinni og lífgi þannig enn meira upp á tilveruna á vistinni.