Vottunartertan

Þann 6. apríl sl. var stigið langþráð skref innan skólans þegar vottunaraðilinn iCert staðfesti að skólinn hefði hlotið vottun samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum. Þegar vottunin fékkst voru í gildi hömlur á samkomuhaldi og því var ekki haldið sérstaklega upp á áfangann. Í gær var svo loks boðið í kaffisamsæti þar sem starfsfólk gæddi sér á svokallaðri vottunartertu sem skreytt var með merki vottunarstofunnar eins og siður er í þessum málum.

Á myndunum sjáum við vottunartertuna og Birgi gæðastjóra skera fyrstu sneiðina.