Heimavistin að Nesgötu 40 verður opnuð nemendum sunnudaginn 23. ágúst 2020 kl. 16:00.
- 16:00 Undirritun húsaleigusamninga og afhending herbergja/lykla
- 17:00 Fundur í matsal með skólameistara, aðstoðarskólameistara, umsjónarmanni heimavistar, húsverði og matráði
- 18:00 Léttur kvöldverður
* Foreldrar/forráðamenn mæta með nemendum yngri en 18 ára og undirrita með þeim húsaleigusamning.
Hér má sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar um heimavistina!
Gjaldskrá heimavistar og mötuneytis má sjá hér!
Á heimavistinni eru eldhúskrókar til afnota fyrir nemendur. Í þeim eru öll nauðsynleg tæki s.s. ísskápur, örbylgjuofn, brauðrist o.fl. Góð umgengni er forsenda þess að sambýli um eldhúskróka gangi vel.
Nemendur hafi með sér:
- Sæng og kodda
- Lín til einkaafnota, s.s. rúmföt og handklæði
- Leirtau til eigin afnota í eldhúskrókum en þar sér hver um sitt
Nemendur fá salernispappír og handsápu á heimavistinni.
Nemendur á vistinni nú á haustönn eru fleiri en herbergin og því geta ekki allir verið einir í herbergi. Því er mikilvægt að fá fram óskir um herbergisfélaga séu þær til staðar. Vinsamlegast sendið okkur slíkar óskir í tölvupósti á netfangið va@va.isfyrir hádegi föstudaginn 21. ágúst.
Mötuneyti:
- Kostnaður fyrir fimm daga fæði á heimavist á haustönn er kr. 212 .500.- innifalið í því er morgunverður 5 daga vikunnar og hádegis- og kvöldmatur (kvöldmáltíð á föstudagskvöldum er ekki innifalin þar sem mötuneytið er lokað um helgar).
- Gjaldið er innheimt í 4 greiðslum – sjá hér nánari upplýsingar um gjalddaga o.fl.
- Stofnuð verður krafa í heimabanka nemenda eldri en 18 ára og hjá forráðamönnum nemenda yngri en 18 ára.
Matseðil má nálgast á heimasíðu skólans og einnig á Facebook síðu Matfélagsins.
Hér má lesa nánar um kostnað við heimavist og mötuneyti ásamt upplýsingum um jöfnunarstyrk og húsaleigubætur.
Að gefnu tilefni er þess farið á leit við ykkur að þið fylgið þeim reglum sem gilda við búsetu á heimavist VA. Hér má finna heimavistarreglur og eruð þið beðin um að kynna ykkur þær vel áður en dvöl hefst. Við viljum að öllum líði vel á vistinni, þetta er ykkar heimili, þar eiga allir skjól. Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir að sameiginleg þrif fylgja því að búa á heimavistinni ásamt því að þrífa eigið herbergi.