Ýmsar upplýsingar fyrir námsmatstímabilið

Föstudaginn 6. desember hefst námsmatstímabil í Verkmenntaskóla Austurlands. Námsmatstímabilið er tvær vikur og er síðasta prófið þriðjudaginn 17. desember en sjúkrapróf eru miðvikudaginn 18. desember. Öll próf hefjast kl. 10:00.

Af þessum sökum breytist brottfarartíminn á rútunni. Rútan fer frá Reyðarfirði kl. 09:00 og svo aftur til baka frá Heimavistinni kl 12:30 (eftir hádegismat ) og frá Verkmenntaskólanum kl. 12:32.

Þeir nemendur sem eru í mataráskrift hafa þá möguleikann á því að fá sér hádegismat áður en haldið er heim á leið.

Nemendur geta séð próftöfluna sína í Innu en einnig er hægt að sjá próftöfluna í heild sinni á heimasíðu VA

Tímatafla fyrir rútuferðir á námsmatstímabili VA

9:00       Reyðarfjörður (Orkuskálinn)

9:02       Reyðarfjörður (Molinn)

9:03       Reyðarfjörður (Austurvegur/Barkur)

 

9:15       Eskifjörður (Sundlaug)

9:17       Eskifjörður (Þjónustumiðstöð/Shell)

9:19       Eskifjörður(Strandgata/Steinholt)

9:20       Eskifjörður(Valhöll)

 

9:42       Neskaupstaður (VA)