Fréttir

Háskólahermir

Tækifæri fyrir framhaldsskólanema til þess að kynnast námsframboði Háskóla Íslands.
Lesa meira

Út er ævintýri

Keppendur Verkmenntaskóla Austurlands voru að vonum svekktir eftir grátlegt tap á móti Fjölbrautaskóla Garðabæjar í 16-liða úrslitum Gettu betur. Er þetta í þriðja árið í röð þar sem VA dettur út í jafnri viðureign í 16-liða úrslitum. Keppnin í gær (mánudagskvöld) var æsispennandi og fór 21-19 fyrir FG eftir að VA hafði leitt 15-11 eftir hraðaspurningar.
Lesa meira

Önnur umferð Gettu betur

Gettu betur lið Verkmenntaskóla Austurlands keppir í kvöld gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viðureiginin er sú fyrst í 16-liða úrslitum og keppa skólarnir nú um að komast í 8-liða úrslit, en sú umferð er sýnd í sjónvarpi. Kappleikur VA og FG hefst kl. 20.30 og verður í þráðbeinni á Rás 2.
Lesa meira

Gettu betur

Lesa meira

Forskot á sæluna

Nemendur Verkmenntaskóla Austurlands tóku forskot á sæluna og minntust 100 ára fullveldisafmælis Íslands í morgun, tímamótunum verður fagnað víðsvegar á morgun 1. desember en þá verða liðin 100 ár frá fullveldistökunni. Nemendur héldu ræður um tildrög fullveldisbaráttunnar, mikilvægi fullveldisins og atburði ársins 1918. Einnig ákvaðu ræðumenn dagsins að skoða aðrar hliðar málsins eins og stuðning Vestur-Íslendinga við samlanda sína í aðdraganda fullveldis og mikilvægi fánans sem sameiningartákns fullvalda þjóðar. Lögðu þeir nemendur sem tóku til máls áherslu á mikilvægi áfangans og færðu rök fyrir því að þann 1. desember 1918 urðu stærri þáttaskil í sögu þjóðarinnar en 17. júní 1944.
Lesa meira

Námsmatsdagar

Þriðjudaginn 04. desember hefst námsmatstímabil í Verkmenntaskóla Austurlands. Námsmatstímabilið er tvær vikur og er síðasta prófið föstudaginn 14. desember en sjúkrapróf eru mánudaginn 17. desember. Öll próf hefjast kl. 10:00. Af þessum sökum breytist brottfarartíminn á rútunni. Rútan fer frá Reyðarfirði kl. 09:00 og svo aftur til baka frá Verkmenntaskólanum kl. 12:15.
Lesa meira