16.01.2018
Ljóst var eftir að dregið var í 16-liða úrslit í Gettu betur að Verkmenntaskóli Austurlands myndi mæta liði Menntaskólans á Egilsstöðum í nágrannaslag hvort liðið kæmist í 8-liða úrslit sem fram fara í sjónvarpi. RÚV tók þá ákvörðun að viðureignin færi fram í Valaskjálf, félagsheimili Egilsstaðarbúa. Umgjörðin hjá RÚV var til fyrirmyndar og ekki skemmdi mæting nemenda skólanna fyrir en fjöldi manns mættu. Hefðu einhverjir viljað sjá fleiri nemendur frá VA nýta sér rútuferðina upp í Egilsstaði, en það verður ekki á allt kosið. Lið VA, sem var skipað þeim Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, Jökli Loga Sigurbjarnarsyni og Heklu Gunnarsdóttur fór betur af stað og leiddu eftir hraðaspurningarnar 20-19. Viðureignin var hnífjöfn í fyrri helmingi bjölluspurninga, en ME-ingar sigu fram úr í síðari hluta þeirra þegar þeir voru á undan á bjölluna í nokkur skipti þar sem bæði liðin virtust vera með rétt svar í handraðanum. Fór því ME með sigur af hólmi 35-28.
Starfsfólk og samnemendur í VA eru mjög stolt af frammistöðu okkar liðs í ár. Um leið óskum við nágrönnum okkar á Egilsstöðum til hamingju með sigurinn og góðs gengis í næstu umferð.
Lesa meira
09.01.2018
Lið Verkmenntaskóla Austurlands sigraði Menntaskólann á Ísafirði í fyrstu viðureign Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið VA skipa þau Marta Guðlaug Svavarsdóttir, Jökull Logi Sigurbjarnarson og Hekla Gunnarsdóttir. Keppnin var jöfn og spennandi allan tímann en liðin nældu sér bæði í 17 stig í hraðaspurningunum. Vestfirðingar byrjuðu betur í bjölluspurningunum en Austfirðingar jöfnuðu metin þegar leið á keppnina. Enn var jafnt eftir bjölluspurningarnar og ljóst að síðasta spurning þáttarins sem er í formi tóndæmis myndi skera úr um hvort liðið færi með sigur af hólmi. Spurt var um Mariah Carey og voru nemendur Verkmenntaskóla Austurlands á undan á bjölluna og svöruðu rétt. Sigur þeirra var því staðreynd 31-29.
Dregið verður í aðra umferð keppninnar í lok vikunnar og spennandi að sjá hvaða skóla VA mætir, en sigurvegari næstu umferðar mun taka þátt í 8 liða úrslitum sem fram fara í sjónvarpinu.
Lesa meira
24.11.2017
Morgunrútan frá Reyðarfirði fer á sínum venjulega tíma en við munum flýta heimferð frá VA í dag þar sem spáin er ekki góð seinnipartinn. Rútan mun því fara kl. 12:00 frá Verkmenntaskólanum í dag.
Lesa meira
17.11.2017
Opið er fyrir umsóknir á vorönn 2018 til 30. nóvember. Þar sem að vefurinn menntagatt.is liggur niðri þurfa nemendur að sækja um á vef innu -
www.inna.is/framhaldsskolaumsokn fyrir næstu önn.
Lesa meira