31.03.2017
Lokasýningar á uppsetningu LIA á söngleiknum We Will Rock You á morgun (1. apríl) kl. 15:00 og 20:00.
Lesa meira
24.03.2017
Stefán Már Guðmundsson kom til starfa við Verkmenntaskóla Austurlands haustið 2013. Hann kenndi aðallega íþróttir og trésmíði. Stefán setti strax mark sitt á skólabraginn og það langt út fyrir kennsluna enda einstaklega hugmyndaríkur og ósérhlífinn. Stefán einfaldlega gaf endalaust af sér og naut starfsfólk skólans þess en ekki síður nemendur hans þann allt of stutta tíma sem hann var hjá okkur. Stefán gekk í öll þau verk sem hann var beðinn um af einurð og var alltaf viljugur að hjálpa. Hann reyndist nemendum sem áttu erfitt með nám sérstaklega vel og fyrir það átti hann alltaf sérstakan stað í hjarta þeirra. Eitt af því sem hann gaf okkur voru skemmtilegar sögur. Þessar sögur voru oftast um hann sjálfan þar sem hann gerði grín að eigin hvatvísi, athyglisbresti og klaufagangi. Einnig hóf hann upp raust sína á skemmtunum starfsmanna og fékk þá oftar en ekki allt samstarfsfólk sitt með í fjöruga skátasöngva. Oft var glatt á hjalla á kaffistofum skólans þegar Stefán sagði frá lífshaupi sínu sem var mjög spaugilegt á köflum en umfram allt þó fullt af kærleika og vináttu. Takk fyrir allar þessar skemmtilegu sögustundir Stefán og bara allt sem þú gafst okkur. Við starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands sendum Vilborgu og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Lesa meira