Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Á fimmtudaginn verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Hátíðin er samstarfsverkefni nemenda í listaakademíunni og nemenda í nútímabókmenntum. Að þessu sinni ætlum við að helga daginn Sigurði Pálssyni sem lést í september. http://www.visir.is/g/2017170929947 Dagskráin hefst kl. 9:25 í stofu 1.
Lesa meira

Menningarferð NIVA 17. – 19. nóvember

Fyrirhuguð er menningarferð NIVA um næstu helgi, 17. – 19. nóvember . Farið verður með rútu á föstudeginum og er brottför frá VA kl: 12:30, frá Eskifirði (Sundlaugin) kl:13:00 og frá Reyðarfirði (Olís) kl: 13:20. Nemendafélagið og skólinn greiðir ferðina að að hluta til niður og kostar hún þá 15.000.kr. Inni í þeirri tölu eru allir viðburðir sem nemendafélagið hefur skipulagt fyrir nemendur ásamt gistingu, rútu og tveimur kvöldmáltíðum. Skráning fer fram hjá ritara til hádegis, fimmtudaginn 16. nóvember. Þá rennur einnig fresturinn úr til að greina ferðina og skila inn leyfisbréfi frá foreldrum nemenda yngri en 18. ára. Samt er mikilvægt er að allir skrái sig sem fyrst til að fá fjöldatölur til að staðfesta pantanir vegna ferðarinnar. Dagskrá ferðarinnar í grófum dráttum er svo hljóðandi: Föstudagurinn 17. nóvember: Stoppað við Dimmuborgir Skólaheimsókn á Húsavík Pizzahlaðborð á Húsavík Komið sér fyrir á Backpackers á Akureyri Laugardagurinn 18. nóvember: Menningardagskrá á Akureyri t.d. verður farið á skauta, í jólahúsið, út að borða o.fl. Sunnudagurinn 19. nóvember: Heimferð og Jarðböð á Mývatni. Nánari dagskrá ferðarinnar má nálgast á fb síðu nemendaráðs.
Lesa meira