Fréttir

VA-MR í kvöld

Í kvöld mætir VA liði Menntaskólans í Reykjavík í 8-liða úrslitum í Gettu betur. Keppnin er í beinni útsendingu á Rúv og hefst keppnin kl. 20:00. Nemendur hafa fjölmennt suður að styðja liðið og það verður án efa mikil stemning í sjónvarpssal í kvöld þegar þau Hákon, Helena og Ragnar takast á við MR-inga.  Við hvetjum alla til þess að fylgjast með keppninni og styðja við krakkana!
Lesa meira

Áskorun til Fjarðabyggðar

Jafnréttisteymi og íþróttakennari Verkmenntaskóla Austurlands skora á Fjarðabyggð að gera úrbætur á íþróttamannvirkjum sínum í Neskaupstað svo þau henti öllum kynjum en ekki eru ókyngreind salerni og búningsklefar í íþróttahúsi og sundlaug í Neskaupstað. Áskorunin sem sjá má hér var send 1. febrúar og er málið í athugun hjá bæjaryfirvöldum.
Lesa meira

Jafnréttisvika 2022

Í síðustu viku var mjög vel heppnuð jafnréttisvika. Var þetta í fyrsta sinn sem slík vika er haldin í skólanum.
Lesa meira

Háskóladagurinn stafrænn annað árið í röð

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á einum vettvangi. Stafrænn háskóladagur verður haldinn 26. febrúar kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni www.haskoladagurinn.is gefst einstakt tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.
Lesa meira

Skóli fellur niður mánudaginn 7. febrúar

Vegna slæmrar veðurspár og útlits fyrir ófærð og lokanir á vegum hefur verið tekin ákvörðum um að fella niður skóla á morgun mánudaginn 7. febrúar. Nemendur eru beðnir um að kíkja á kennsluvefinn hvort þar séu verkefni.
Lesa meira

Jafnréttisvika VA 2022

Í næstu viku 7.-14. febrúar er jafnréttisvika VA. Á myndinni má sjá dagskrá vikunnar á uppbroti og viðburðum.
Lesa meira

Erlenda samstarfið að komast af stað aftur

Undanfarin tvö ár hefur verið töluverð ládeyða yfir erlendu samstarfi vegna Covid-19 en nú var fyrsta nemendaferðin loks farin í þó nokkurn tíma. Vélstjórnarnemarnir Þór Elí Sigtryggsson, Bjartur Hólm Hafþórsson og Leifur Páll Guðmundsson héldu af stað í skiptinám í Mercantecskólann í Viborg í Danmörku í janúarbyrjun og dvöldu í 3 vikur.
Lesa meira

VA komið í 8-liða úrslit Gettu betur

Í gærkvöldi bar lið VA sigurorð af liði Borgarholtsskóla í annarri umferð spurningakeppninnar Gettu-betur. Keppnin var geysilega spennandi en lið VA hafði yfirhöndina lengst af.
Lesa meira

Gettu betur í kvöld

Lið VA mætir Borgarholtsskóla í annarri umferð kl. 20:05 í kvöld. Viðureignin verður í beinni útsendingu á Rás 2. Við hvetjum alla til að hlusta og styðja við liðið okkar!
Lesa meira

VA komið í aðra umferð Gettu-betur

Í gærkvöldi bar VA sigurorð af Menntaskólanum að Laugarvatni í fyrstu umferð spurningakeppninnar Gettu-betur.
Lesa meira