Fréttir

28 nemendur brautskráðust í dag

Fyrr í dag fór fram brautskráning frá Verkmenntaskóla Austurlands í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Brautskráningin var lituð af samkomutakmörkunum líkt og í fyrra en þó voru gestir í salnum í þetta sinn. Takmarkaður fjöldi gesta mátti fylgja hverjum útskriftarnema og var því athöfninni streymt í beinni útsendingu í gegnum YouTuberás skólans. Alls brautskráðust 28 nemendur af 10 námsbrautum en það er lýsandi fyrir hið fjölbreytta námsframboð skólans.
Lesa meira

Námsmatssýning 20. maí

Námsmats- og prófasýning verður fimmtudaginn 20. maí kl. 12:00 – 13:00
Lesa meira

Dagsetningin stoppar í frystinum

Nú stendur yfir innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri. Eitt af verkefnunum þar er að í mötuneyti og á kaffistofum séu upplýsingar til starfsmanna og gesta um að draga úr matarsóun.
Lesa meira

Plokkvinnustofa

Síðastliðna viku hefur áhersla verið á að nemendur og starfsfólk hugi sérstaklega vel að umhverfi sínu. Allir voru hvattir til þess að tína upp rusl innanhúss og utan og setja í viðeigandi flokkun.
Lesa meira

Umhverfisvika VA

Í þessari viku er umhverfisvika í skólanum. Allir eru hvattir til að veita umhverfinu sérstaka athygli með því að tína/plokka rusl sem við sjáum á leið okkar.
Lesa meira