Fréttir

Áfangamat haustannar 2021

Á hverri önn er framkvæmt áfangamat sem veitir kennurum niðurstöður um stöðu sína og gefur nemendum tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á kennurum og kennslu í einstaka áföngum í skólanum.
Lesa meira

Námskeið í vistakstri fyrir starfsfólk

Að undanförnu hefur staðið yfir innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri. Með verkefninu stefna ríkisstofanir að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Ein af aðgerðunum í Grænu skrefunum er að halda námskeið í vistakstri fyrir starfsfólk skólans.
Lesa meira

Okkar framtíðarsýn í átt að sjálfbærni

Síðastliðinn föstudag heimsótti Guðrún Schmidt, sérfræðingur hjá Landvernd, skólann og hélt hálfsdags námskeið fyrir nemendur á stúdentsbrautum. Námskeiðið bar heitið Okkar framtíðarsýn í átt að sjálfbærni og var þar fjallað um loftslagsmálin, sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin á mannamáli.
Lesa meira

Vel heppnað málþing

Geðræktarmálþingið ,,Ég get, ég ætla, ég skal” var haldið í Nesskóla, Neskaupstað síðastliðna helgi. Málþingið skiptist í tvo hluta, á föstudaginn fyrir ungmenni á aldrinum 15 – 20 ára en öllum opið á laugardeginum.
Lesa meira

Höfum áhrif

Á morgun kemur Guðrún Schmidt, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein, og heldur fyrirlesturinn Höfum áhrif: Sjálfbærnimál í brennidepli. Fyrirlesturinn verður í stofu 1 og hefst kl. 12:25.
Lesa meira

Forvarnamálþing VA

Í vikunni er loksins komið að forvarnamálþinginu okkar hér í VA. Að þessu sinni er fókusinn á andlegt heilbrigði og fáum við til okkar flotta fyrirlesara sem má sjá á auglýsingunni sem fylgir hérna með.
Lesa meira

Upplýsingar vegna rútuferða þriðjudagsins

Vegna lokunar á Norðfjarðargöngum er óvissa með rútuferð á morgun, þriðjudag. Vinsamlegast fylgist með upplýsingum á vefsíðu Fjarðabyggðar í fyrramálið.
Lesa meira

Norðfjarðargöng lokuð

Eins og flestir hafa eflaust frétt af eru Norðfjarðargöng lokuð fyrir umferð vegna grjótshruns. Skólarútan mun því ekki fara á áætluðum tíma. Skólinn verður opinn lengur ef þess þarf og nemendur fá sent sms þegar frekari upplýsingar berast. 
Lesa meira

Valtímabil fyrir vorönn 2022

Í næstu viku verður valtímabil í VA og verður það með tvenns konar hætti.
Lesa meira

Vísindaferð nemenda

Á morgun fer stór hópur nemenda í vísindaferð á höfuðborgarsvæðið. Þar kynnast nemendur stofnunum, samtökum og söfnum sem tengjast námi þeirra
Lesa meira