08.04.2022
Í gær komu góðir gestir frá Launafli í heimsókn í rafdeild skólans.
Lesa meira
07.04.2022
Í gær var opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra. Fjöldi fólks lét sjá sig og kynnti sér allt það sem skólinn hefur upp á að bjóða.
Lesa meira
06.04.2022
Aníta Sif Sigurbrandsdóttir, nemandi á opinni stúdentsbraut, keppti fyrir hönd VA í Söngkeppni framhaldsskólanna á Húsavík um helgina.
Lesa meira
04.04.2022
Norðfirska hljómsveitin Dusilmenni komst í úrslit Músíktilrauna um síðustu helgi. Einn hljómsveitarmeðlima er Skúli Þór Ingvarsson nemandi í VA.
Lesa meira
30.03.2022
Nemendur og starfsfólk VA fara í fjallaferð í Oddsskarð föstudaginn 1. apríl.
Lesa meira
01.03.2022
Hjördís Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, heimsótti skólann í dag og flutti erindið Saman gegn sóun. Í erindinu fjallaði hún um umhverfismál út frá sjónarhóli nemenda og hvað við gætum gert hvert og eitt til þess að standa okkur betur í umhverfismálum.
Lesa meira
20.02.2022
Lið VA mætti liði MR í 8-liða úrslitum Gettu betur á föstudaginn í beinni útsendingu á RÚV. Fjöldi nemenda fylgdi liðinu suður og studdi afar vel við bakið á liðinu. Eins og fram kom í upphafi keppninnar var þetta í annað sinn í sögunni sem VA kemst í 8-liða úrslit keppninnar og voru Hákon, Helena og Ragnar því heldur betur að skrá sig á spjöld sögubókanna.
Lesa meira
18.02.2022
Í kvöld mætir VA liði Menntaskólans í Reykjavík í 8-liða úrslitum í Gettu betur. Keppnin er í beinni útsendingu á Rúv og hefst keppnin kl. 20:00. Nemendur hafa fjölmennt suður að styðja liðið og það verður án efa mikil stemning í sjónvarpssal í kvöld þegar þau Hákon, Helena og Ragnar takast á við MR-inga.
Við hvetjum alla til þess að fylgjast með keppninni og styðja við krakkana!
Lesa meira