01.03.2022
Hjördís Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, heimsótti skólann í dag og flutti erindið Saman gegn sóun. Í erindinu fjallaði hún um umhverfismál út frá sjónarhóli nemenda og hvað við gætum gert hvert og eitt til þess að standa okkur betur í umhverfismálum.
Lesa meira
20.02.2022
Lið VA mætti liði MR í 8-liða úrslitum Gettu betur á föstudaginn í beinni útsendingu á RÚV. Fjöldi nemenda fylgdi liðinu suður og studdi afar vel við bakið á liðinu. Eins og fram kom í upphafi keppninnar var þetta í annað sinn í sögunni sem VA kemst í 8-liða úrslit keppninnar og voru Hákon, Helena og Ragnar því heldur betur að skrá sig á spjöld sögubókanna.
Lesa meira
18.02.2022
Í kvöld mætir VA liði Menntaskólans í Reykjavík í 8-liða úrslitum í Gettu betur. Keppnin er í beinni útsendingu á Rúv og hefst keppnin kl. 20:00. Nemendur hafa fjölmennt suður að styðja liðið og það verður án efa mikil stemning í sjónvarpssal í kvöld þegar þau Hákon, Helena og Ragnar takast á við MR-inga.
Við hvetjum alla til þess að fylgjast með keppninni og styðja við krakkana!
Lesa meira
17.02.2022
Jafnréttisteymi og íþróttakennari Verkmenntaskóla Austurlands skora á Fjarðabyggð að gera úrbætur á íþróttamannvirkjum sínum í Neskaupstað svo þau henti öllum kynjum en ekki eru ókyngreind salerni og búningsklefar í íþróttahúsi og sundlaug í Neskaupstað. Áskorunin sem sjá má hér var send 1. febrúar og er málið í athugun hjá bæjaryfirvöldum.
Lesa meira
17.02.2022
Í síðustu viku var mjög vel heppnuð jafnréttisvika. Var þetta í fyrsta sinn sem slík vika er haldin í skólanum.
Lesa meira
10.02.2022
Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á einum vettvangi. Stafrænn háskóladagur verður haldinn 26. febrúar kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni www.haskoladagurinn.is gefst einstakt tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.
Lesa meira
06.02.2022
Vegna slæmrar veðurspár og útlits fyrir ófærð og lokanir á vegum hefur verið tekin ákvörðum um að fella niður skóla á morgun mánudaginn 7. febrúar.
Nemendur eru beðnir um að kíkja á kennsluvefinn hvort þar séu verkefni.
Lesa meira
04.02.2022
Í næstu viku 7.-14. febrúar er jafnréttisvika VA. Á myndinni má sjá dagskrá vikunnar á uppbroti og viðburðum.
Lesa meira