25.09.2020
Nú hefur verið gengið frá próftöflu haustannar. Töfluna má sjá hér.
Lesa meira
18.09.2020
Í dag er dagur á skóladagatalinu sem kallast ljósker. Hann er einn af þremur slíkum dögum á önninni (ljósker - viti - varða) og þá er ætlunin að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Kennarar hafa skrifað umsagnir á Innu og er þeim ætlað að vera nemendum og forsjáraðilum leiðarljós fyrir framhaldið. Allir eru hvattir til að gefa sér tíma til að lesa yfir umsagnirnar og nýta sér þær leiðbeiningar sem þær veita.
Hér eru leiðbeiningar sem sýna hvernig hægt er að sjá umsagnir á Innu í snjalltækiogí tölvu.
Lesa meira
16.09.2020
Í dag er dagur íslenskrar náttúru sem er ávalt haldinn þann 16. september. Skólinn er grænfánaskóli og innan hans er starfandi umhverfisnefnd. Í tilefni af deginum var tekið saman yfirlit yfir verkefni sem hafa verið unnin á sviði umhverfismála að undanförnu. Þau gefa góða mynd af hinu gróskumikla umhverfisstarfi skólans.
Lesa meira