28.01.2013
Oddskarð er ófært sem stendur og beðið með mokstur. Nemendur eru beðnir um að fylgjast með hér á síðunni eftir nánari fréttum.
Lesa meira
21.01.2013
Þriðjudaginn 22. janúar verður skólafundur í VA.
Fundartími: 9:15 – 11:30
Þátttakendur á fundinum: Allir nemendur og allir starfsmenn VA
Lesa meira
16.01.2013
Gettu betur lið VA etur kappi við lið Borgarholtsskóla fimmtudaginn 17. janúar kl. 20:30 á Rás 2 . Í liði VA eru: Guðjón Björn Guðbjartsson, Katrín Hulda Gunnarsdóttir og Smári Björn Gunnarsson. Þjálfari liðsins er Ingibjörg Þórðardóttir, íslenskukennari við VA. Við óskum keppendum velfarnaðar gegn erfiðum andstæðingi.
Lesa meira
15.01.2013
Gettu betur keppni verður í setustofu nemenda í dag kl. 10:30. NIVA býður upp á heitt kakó. VA keppir við Borgarholtsskóla fimmtudaginn 17. janúar og verður keppninni útvarpað á rás 2 kl. 20:30.
Lesa meira
13.12.2012
Nú lýkur senn strangri próflotu í VA og kennarar taka til við að meta árangur nemenda sinna. Rétt er að minna á mikilvægar dagsetningar.
mánudaginn 17. des: sjúkrapróf (kl. 8:30 - 10:30)
þriðjudaginn 18. des: Einkunnir birtar á Innu og prófasýning (11:00 - 12:30)
þriðjudaginn 8. janúar 2013: skólahald hefst að nýju eftir jólafrí.
Lesa meira
07.12.2012
Nemendur VA lesa nú af kappi undir próf. Þessi uppskerutími námsins er nú þegar hálfnaður og endaspretturinn framundan. Að loknum prófunum tekur svo jólafríið við með kærkomnum dögum til skemmtilegra samverustunda með fjölskyldu og vinum og jafnvel til afslöppunar.
Lesa meira
03.12.2012
Próf hefjast í VA miðvikudaginn 5. desember og standa til 14. des. Prófatöflu er að finna á heimasíðu skólans. Próf hefjast á morgnana kl. 8:30 og standa til 10:30. Rúta fer frá VA eftir próf kl. 10:40 alla prófdaga. Síðdegispróf hefjast kl.13:00 Kennslu lýkur á þriðjudaginn 4. des kl. 14:00.
Lesa meira
03.12.2012
Síðastliðinn föstudag, 30.nóvember, kom Ívar Ingimarsson í heimsókn í Íþróttaakademíuna (ÍÞA). Ívar er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og spilaði m.a. með Reading í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann á 30 A landsleiki að baki auk mikils fjölda leikja með yngri landsliðum. Ívar sagði nemendum frá ferli sínum með aðaláherslu á lifsstíl atvinnumannsins en yfirskrift fyrirlestursins var þú verður að eiga það skilið. Ívar er, eins og kunngt er, frá Stöðvarfirði en þar hóf hann einmitt ferilinn með Ungmennafélaginu Súlunni. Ívar svaraði einnig spurningum frá nemendum en óhætt er að segja að þeir hafi verið áhugasamir ef marka má þann mikla fjölda spurninga sem atvinnumaðurinn fyrrverandi fékk. Meðfylgjandi mynd tók Elvar Jónsson kennari í ÍÞA.
Lesa meira