Fréttir

VA í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Í dag, föstudag heimsóttu 30 nemendur, kennarar og skólameistari VA Grunnskóla Reyðarfjarðar. Þar var mikið fjör, leikir, íþróttir, leiklist og margt fleira sér til gamans gert. Móttökurnar voru höfðinglegar að vonum. Nemendur úr íþrótta- og listaakademíu auk nemenda úr uppeldisfræði voru í VA hópnum.
Lesa meira

Edrúpottur

Á velheppnaðri árshátíð skólans 8.mars síðastliðinn blésu 28 nemar í áfengismæli og staðfestu þannig að þeir hefðu ekki neytt áfengis. Nöfn þeirra voru síðan sett í pott, svokallaðan edrúpott, og nöfn þriggja nemanda dregin út í morgun. Þau heppnu að þessu sinni voru Þórunn Egilsdóttir sem vann 10.000 kr. gjafabréf í SÚN, Ragnheiður Ósk Sigmundsdóttir sem vann klippingu í Gallerí Hári og Guðjón Björn Guðbjartsson sem vann tvo miða á næsta dansleik skólans sem verður í apríl
Lesa meira

Skíðadagurinn

Það voru hressir VA nemar sem komu heim að loknum frábærum skíðadegi í Oddsskarði á miðvikudaginn. Troðnar brautir, púðursnjór og gott veður lögðu grunninn. Það var brunað og svigað á brettum og skíðum, baksað og blásið í snjóhvítum hlíðum, rennt sér á rassi á þotum og pokum og spilað í skála í pásum.
Lesa meira

Skíðadagur VA, 20. mars

Á morgun miðvikudaginn 20. mars er stefnt að því að hafa skíða- og útivistardag VA í Oddsskarði eftir hádegi. Þeir nemendur sem ekki fara á skíði, snjóbretti eða gönguskíði eru hvattir til að taka með sér Stiga sleðann, þoturassinn eða fara í gönguferð um svæðið og njóta dagsins. Búið er að semja við Fjarðabyggð um að nemendur borgi barnagjald, kr. 800 í lyfturnar. Manntal verður tekið á skíðasvæðinu við komuna þangað. Dagskrá dagsins verður með þessum hætti • Kennt verður til kl. 12:00 • Rútur fara frá skólanum kl. 13:00 upp á skíðasvæði. • Rútur fara frá skíðasvæðinu kl. 16:40 til Eskifjarðar/Reyðafjarðar og Neskaupstaðar.
Lesa meira

ÍÞA í frjálsum

Síðastliðinn sunnudag fór fram Páskaeggjamót ÚÍA og Fjarðarsports. Um fjálsíþróttamót er að ræða. Nemendur úr Íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands (ÍÞA) tóku þátt í mótinu. Þátttaka nemenda var með tvíþættum hætti. Í fyrsta lagi störfuðu þeir við mótið þ.e við tímatöku, mælingar, skráningar o.fl..Í öðru lagi keppti hluti nemenda á mótinu.
Lesa meira

Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 16. mars frá 13:00 - 17:00. Austurbrú, VA og Háskólinn í Reykjavík skipuleggja daginn. Fjölmargt tæknilegt verður í boði af svæðinu og góðir gestir koma í heimsókn. Dagurinn er skipulagður fyrir alla fjölskylduna. Allir eru velkomnir og gestir fá að "þreifa á tækninni". Þarna má sjá þrívíddarlíkön af höfuðkúpum, smávirkjun á vatnskrana, sjókallinn, krufning á ref, tæknitöfra í fisveiðum, og vinnslu, tæknilegó og margt fleira.
Lesa meira

Annasamir dagar í VA

Nemendur VA hafa verið í önnum síðastliðnar tvær vikur. Söngleikurinn GRÍS, opnir dagar og árshátíð nemendafélagsins eru að baki. Framundan er tveggja vikna námstörn fram að páskafríi. Sitthvað er þó í gangi utan við hefðbundið nám og ber þar hæst Tæknidag fjölskyldunnar 16. mars og í takt við hreyfingarþema Heilsueflandi framhaldsskóla verður haldinn skíðadagur í austfirsku Ölpunum ef veður leyfir í næstu viku.
Lesa meira

Árshátíð NIVA

Árshátíð NIVA verður haldin föstudaginn 8. mars í Egilsbúð, Norðfirði. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 8:30. Dansleikur frá kl. 00:00 til 03:00. Rútuferð frá Fáskrúðsfirði kl. 19:00, Reyðarfirði kl. 19:20 og Eskifirði kl. 19:40. Jóhannes Haukur er veislustjóri og Matti papi stuðari dansleiksins.
Lesa meira

VA í sundi

Í Verkmenntaskóla Austurlands er mikið lagt upp úr kraftmiklu félagslífi. Því var haldinn sunddagur þriðjudaginn 26. febrúar. Dagurinn var skipulagður af nemendum og kennara í íþróttaakademíunni og fór vel fram.
Lesa meira

Gestafyrirlesarar á opnum dögum

Kristín Tómasdóttir og Snorri Björnsson koma og halda fyrirlestra fyrir nemendur VA á opnum dögum. Fyrirlestrarnir verða miðvikudaginn 6. mars frá kl. 13 til kl. 15 og verður kynjaskipt á þá. Kristín talar við stelpurnar og Snorri strákana. Kristín er höfundur fræðslubókanna Stelpur!, Stelpur A-Ö og Stelpur geta allt. Snorri er framhaldsskólakennari við VMA og hefur meðal annars kennt kynjafræði og áfanga sem heitir karlmennska og lífsstíll. Fyrirlestur Snorra kallast Karlmennska og jafnrétti – af hverju ættu karlar að vilja jafnrétti? Fyrirlestur Kristínar kallast Stelpur geta allt! Fræðsla til stelpna með áherslu á mótun sjálfsmyndar og hvatningu. Skyldumæting fyrir alla nemendur VA!
Lesa meira