Fréttir

Milljarður rís upp

Nemendur Verkmenntaskóla Austurlands tóku þátt í átakinu Milljarður rís upp: Upprætum ofbeldi gegn konum og stúlkum! Nemendur og starfsfólk skólans hittust í matsal skólans og dönsuðu í hádeginu. Leikfélagið Djúpið stýrði fyrst dansi en þau eru að setja upp söngleikinn Grís. Við tók svo frjáls dans. Það var mikið stuð í matssalnum og nemendur stungu upp á að gera þetta reglulega. Átaki sem þessu er ætlað að opna augu sem flestra fyrir þeim raunveruleika að þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni vegna kyns síns. Einn milljarður kvenna og stúlkna hefur þegar upplifað kynbundið ofbeldi og þess vegna var markmiðið að fá einn milljarð karla, kvenna, stelpna og stráka til að rísa upp og hrista heiminn með dansi. Þrátt fyrir að Ísland sé ekki stór hluti af einum milljarði þá lagði VA sitt að mörkum við að hrista heiminn með dansi. Á sama tíma dönsuðu höfuðborgarbúar í Hörpu í sama tilgangi.
Lesa meira

Verknámsvika VA og Vinnuskóla Fjarðabyggðar

Verkmenntaskóli Austurlands (VA) og Vinnuskóli Fjarðabyggðar hafa efnt til samvinnuverkefnis sem gefur nemendum Vinnuskólans kost á að kynna sér iðnnám í VA í eina viku á launum í byrjun júní. Verkefnið er ætlað nemendum í Fjarðabyggð sem hefja nám í 10. bekk að hausti. Með því að nemendur vinni verkefni á verkstæðum skólans má ætla að þeir fá betri kynningu á iðnnámi. Þar með verði þeir líklegri til að mennta sig til starfa sem henta t.d. í sjávar-, iðn- og tæknifyrirtækjum.
Lesa meira

Fáðu JÁ

Miðvikudaginn 30. janúar kl. 14:05 verður stuttmyndin Fáðu JÁ sýnd í skólanum. Mynd þessi er liður í því að efla varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. Markmið myndarinnar er einkum að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.
Lesa meira

Ófærð

Oddskarð er ófært sem stendur og beðið með mokstur. Nemendur eru beðnir um að fylgjast með hér á síðunni eftir nánari fréttum.
Lesa meira

Skólafundur þriðjudaginn 22. janúar.

Þriðjudaginn 22. janúar verður skólafundur í VA. Fundartími: 9:15 – 11:30 Þátttakendur á fundinum: Allir nemendur og allir starfsmenn VA
Lesa meira

Gettu betur

Gettu betur lið VA etur kappi við lið Borgarholtsskóla fimmtudaginn 17. janúar kl. 20:30 á Rás 2 . Í liði VA eru: Guðjón Björn Guðbjartsson, Katrín Hulda Gunnarsdóttir og Smári Björn Gunnarsson. Þjálfari liðsins er Ingibjörg Þórðardóttir, íslenskukennari við VA. Við óskum keppendum velfarnaðar gegn erfiðum andstæðingi.
Lesa meira

Gettu betur

Gettu betur keppni verður í setustofu nemenda í dag kl. 10:30. NIVA býður upp á heitt kakó. VA keppir við Borgarholtsskóla fimmtudaginn 17. janúar og verður keppninni útvarpað á rás 2 kl. 20:30.
Lesa meira

Jólafrí í sjónmáli

Nú lýkur senn strangri próflotu í VA og kennarar taka til við að meta árangur nemenda sinna. Rétt er að minna á mikilvægar dagsetningar. mánudaginn 17. des: sjúkrapróf (kl. 8:30 - 10:30) þriðjudaginn 18. des: Einkunnir birtar á Innu og prófasýning (11:00 - 12:30) þriðjudaginn 8. janúar 2013: skólahald hefst að nýju eftir jólafrí.
Lesa meira

Prófatími

Nemendur VA lesa nú af kappi undir próf. Þessi uppskerutími námsins er nú þegar hálfnaður og endaspretturinn framundan. Að loknum prófunum tekur svo jólafríið við með kærkomnum dögum til skemmtilegra samverustunda með fjölskyldu og vinum og jafnvel til afslöppunar.
Lesa meira