Fréttir

Uppskerutími hjá VA-nemum.

VA-nemar láta að sér kveða nú á vormánuðum bæði í leik og starfi. Sumir ryðjast fram á ritvöllinn og aðrir vinna nýstárleg verkefni í einstökum áföngum. Hér eru nokkrar slóðir sem gaman er að kíkja á. Áfangarnir KYN 103 og ÁTT 192 eru uppspretturnar. http://www.austurglugginn.is/index.php/Gluggapostar/Adsendar_greinar/Thoggun_er_versti_ovinur_fornarlamba_ http://bleikt.pressan.is/lesa/alvarlegasta-ofbeldi-sem-til-er/?fb_action_ids=10200783736932862&fb_action_types=og.likes&fb_ref=.UX63V7bTcS8.send&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582 https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=87mpuupXJUY
Lesa meira

NIVA með uppistand!

NIVA, Nemendafélag VA stóð fyrir uppistandi í Egilsbúð að kvöldi 30. apríl. Þrír "uppistandarar", þeir Ari Eldjárn, Bergur Benediktsson (Bergur Ebbi) og norðfirðingurinn Daníel Hjörvarsson héldu uppi dúndrandi fjöri í troðfullu húsi. Gott framtak hjá NIVA í lok skólaársins.
Lesa meira

Frídagur 1. maí

Fyrsti maí er almennur frídagur og því ekki skóli. Verkmenntaskóli Austurlands óskar landsmönnum til hamingju með daginn.
Lesa meira

VA nemendur í húsasmíði í vettvangsferð

Nemendur á 2. og 4. önn í húsasmíði við VA lögðu land undir fót og heimsóttu Fáskrúðsfjörð. Þar skoðuðu þeir framkvæmdir við Franska-spítalann undir leiðsögn Þorsteins Bjarnasonar húsasmiðs. Nemarnir fengu að heyra sögu hússins og endurreisnina frá byrjun og hvernig menn hugsa lokaútlit þess og tilgang í samfélaginu. Kennararnir Jón Þorláksson og Jóhann Stephensen stýrðu hópnum. Í framhaldinu var haldið til Héarðs og innréttingaverksmiðja Brúnáss skoðuð.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Verkmenntaskóli Austurlands óskar öllum nemendum sínum, starfsfólki og samstarfsaðilum gleðilegs sumars.
Lesa meira

Pallaball

Föstudaginn síðastliðinn hélt NIVA, nemendafélag VA, dansleik þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson þeytti skífur og skemmti gestum. Góð mæting var en tæplega 200 manns skelltu sér í dansskóna og fór dansleikurinn vel fram. Gæsla var til fyrirmyndar en 12 foreldrar komu að gæslumálum – fimm frá 10.bekk Nesskóla og átta úr foreldrahópi VA. Tveir starfsmenn skólans sáu einnig um gæslu, fjórir starfsmenn Egilsbúðar og lögreglan stóð vaktina líka. 35 nemendur VA blésu í áfengismælinn og fóru í edrúpottinn að þessu sinni.
Lesa meira

Pallaball í Egilsbúð

Brottfarir í rútu á Pallaballið í kvöld, föstudagskvöld verða sem hér segir: Fáskrúðafjörður: Bjarg kl. 22:30. Reyðarfjörður: Olís kl. 22:50. Eskifjörður: Shell kl. 23:05. Brottför til baka frá Egilsbúð að balli loknu.
Lesa meira

Nemendur stjórna framboðsfundi í VA

Nemendur í áfanganum FÉL 313 efndu til framboðsfundar í VA þriðjudaginn 9. apríl. Fundarstjórar og skipuleggjendur voru Guðjón Björn Guðbjartsson og Bergsteinn Pálsson. Fundurinn var fjörugur en agaður og lofuðu frambjóðendur fundarstjórn í hástert. Frambjóðendur á sjö framboðslistum mættu á fundinn. Fyrst fengu frambjóðendur 5 mínútur til að kynna sig og svara spurningunni um viðhorf þeirra til innleggs Íslendinga til þróunaraðstoðar. Svo fengu þeir 3 mínútur til að tjá sig um afstöðu til kynjakvóta.
Lesa meira

Ráðherraheimsókn

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir heimsótti VA í gær, 3. apríl. Hún sat heila kennslustund í UPP 103, kynnti sér námið sem þar fer fram og svaraði spurningum nemenda. Fjörugar umræður og áhugi á skipan skólamála einkenndu þessa stund. Ráðherra kynnti sér síðan ýmsa þætti í starfsemi skólans og skólameistari VA afhenti henni eintak af "Tæknilandi", ritli sem gefinn var út í tengslum við "Tæknidag fjölskyldunnar" sem haldinn var í húsakynnum VA í samvinnu við Austurbrú og Háskólann í Reykjavík þann 16. mars sl.
Lesa meira

Páskafrí

Nemendur VA héldu í páskafrí um helgina. Námið hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 3. apríl. Skólinn óskar nemendum og starfsfólki gleðilegra páska.
Lesa meira