07.03.2013
Árshátíð NIVA verður haldin föstudaginn 8. mars í Egilsbúð, Norðfirði. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 8:30. Dansleikur frá kl. 00:00 til 03:00.
Rútuferð frá Fáskrúðsfirði kl. 19:00, Reyðarfirði kl. 19:20 og Eskifirði kl. 19:40. Jóhannes Haukur er veislustjóri og Matti papi stuðari dansleiksins.
Lesa meira
06.03.2013
Í Verkmenntaskóla Austurlands er mikið lagt upp úr kraftmiklu félagslífi. Því var haldinn sunddagur þriðjudaginn 26. febrúar. Dagurinn var skipulagður af nemendum og kennara í íþróttaakademíunni og fór vel fram.
Lesa meira
05.03.2013
Kristín Tómasdóttir og Snorri Björnsson koma og halda fyrirlestra fyrir nemendur VA á opnum dögum. Fyrirlestrarnir verða miðvikudaginn 6. mars frá kl. 13 til kl. 15 og verður kynjaskipt á þá. Kristín talar við stelpurnar og Snorri strákana.
Kristín er höfundur fræðslubókanna Stelpur!, Stelpur A-Ö og Stelpur geta allt. Snorri er framhaldsskólakennari við VMA og hefur meðal annars kennt kynjafræði og áfanga sem heitir karlmennska og lífsstíll.
Fyrirlestur Snorra kallast Karlmennska og jafnrétti – af hverju ættu karlar að vilja jafnrétti?
Fyrirlestur Kristínar kallast Stelpur geta allt! Fræðsla til stelpna með áherslu á mótun sjálfsmyndar og hvatningu.
Skyldumæting fyrir alla nemendur VA!
Lesa meira
05.03.2013
Dagana 6. – 8. mars eru opnir dagar í Verkmenntaskóla Austurlands. Þá leggja nemendur skólabækurnar til hliðar og vinna í óhefðbundnari verkefnum. Búið er að raða nemendum í hópa og hægt er að sjá hópana á auglýsingatöflum skólans. Allir hópar byrja kl. 8:30 í skólastofum skólans.
Eftir hádegi á miðvikudag verða kynjaskiptir fyrirlestrar þar sem Snorri Björnsson fjallar m.a um karlmennsku og jafnrétti fyrir karlkyns nemendur skólans og Kristín Tómasdóttir verður með fræðslu til stelpnanna með áherslu á mótun sjálfsmyndar og hvatningu. Skyldumæting er á þessa fyrirlestra.
Lesa meira
01.03.2013
Háskóli í Esbjerg, Erhvervs Akademi Sydvest, verður með kynningu fyrir eldri nemendur í VA mánudaginn 4. mars kl. 8:30 í fyrstu stofu.
Skólinn býður upp á fjölbreytt nám bæði diplóma (2 ár) og bachelornám (+1,5ár /+2ár) og allir vita að það er bæði ódýrt og skemmtilegt að stunda nám í Danmörku. Boðið er upp á að námið fari fram á ensku og dönsku. Nánari upplýsingar:www.easv.dk
Lesa meira
28.02.2013
"Að éta börnin sín - hugleiðingar um byltingu"
Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00 - 22.00 í sal Nesskóla
ERINDI FLYTUR
Guðjón H Hauksson, ráðvilltur faðir, kennari og tölvukall
Lesa meira
26.02.2013
Skólasýning á GRÍS verður kl. 15:00 á fimmtudag 28. febrúar (en ekki kl. 16:00 eins og auglýst var). Miðapantanir í síma 4771620. Aðrar sýningar eru: Föstudag 1. mars kl. 20:00 og kl 00:00 (miðnætursýning) og laugardag 2. mars kl. 20:00 (síðasta sýning). Sýningin hefur verið geysivel sótt og góður rómur gerður að frammistöðu leikara og annarra flytjenda.
Lesa meira
25.02.2013
Á hverri önn meta kennarar námslega stöðu og ástundun nemenda í hverjum áfanga, m.a. í þeim tilgangi að veita nemendum aðhald og leiðbeiningar við námið.
Miðannarmat skólans leggur grunn að lokaeinkunn hvers áfanga, en matið gildir allt að 20%. Matið byggir m.a. á prófum, verkefnaskilum, vinnubrögðum og ástundun.
Miðannarmatseinkunnir eru aðgengilegar í Innu og einnig verða þær sendar foreldrum nemenda yngri en 18 ára.
Lesa meira
22.02.2013
ÞRIÐJUDAGINN – 26.FEB.
09:50 – 10:20. Hollur morgunverður í setustofu nemenda. Niðurskornir ávextir o.fl..
10:40 – 11:30. Keppt í Sundbolta, Kafsundi, ormasundi, glasasundi o.fl.. Pottur á eftir. ALLIR AÐ MÆTA
– SKRÁNING Á STAÐNUM -
Lesa meira
14.02.2013
Söngleikurinn GRÍS verður frumsýndur í Egilsbúð föstudaginn 22. febrúar. Leikfélagið Djúpið og Leikfélag Norðfjarðar standa að sýningunni. Leikstjóri er Stefán B. Vilhelmsson og tónlistarstjóri er Þorsteinn Árnason.
Lesa meira