Fréttir

Skíðadagurinn

Það voru hressir VA nemar sem komu heim að loknum frábærum skíðadegi í Oddsskarði á miðvikudaginn. Troðnar brautir, púðursnjór og gott veður lögðu grunninn. Það var brunað og svigað á brettum og skíðum, baksað og blásið í snjóhvítum hlíðum, rennt sér á rassi á þotum og pokum og spilað í skála í pásum.
Lesa meira

Skíðadagur VA, 20. mars

Á morgun miðvikudaginn 20. mars er stefnt að því að hafa skíða- og útivistardag VA í Oddsskarði eftir hádegi. Þeir nemendur sem ekki fara á skíði, snjóbretti eða gönguskíði eru hvattir til að taka með sér Stiga sleðann, þoturassinn eða fara í gönguferð um svæðið og njóta dagsins. Búið er að semja við Fjarðabyggð um að nemendur borgi barnagjald, kr. 800 í lyfturnar. Manntal verður tekið á skíðasvæðinu við komuna þangað. Dagskrá dagsins verður með þessum hætti • Kennt verður til kl. 12:00 • Rútur fara frá skólanum kl. 13:00 upp á skíðasvæði. • Rútur fara frá skíðasvæðinu kl. 16:40 til Eskifjarðar/Reyðafjarðar og Neskaupstaðar.
Lesa meira

ÍÞA í frjálsum

Síðastliðinn sunnudag fór fram Páskaeggjamót ÚÍA og Fjarðarsports. Um fjálsíþróttamót er að ræða. Nemendur úr Íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands (ÍÞA) tóku þátt í mótinu. Þátttaka nemenda var með tvíþættum hætti. Í fyrsta lagi störfuðu þeir við mótið þ.e við tímatöku, mælingar, skráningar o.fl..Í öðru lagi keppti hluti nemenda á mótinu.
Lesa meira

Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 16. mars frá 13:00 - 17:00. Austurbrú, VA og Háskólinn í Reykjavík skipuleggja daginn. Fjölmargt tæknilegt verður í boði af svæðinu og góðir gestir koma í heimsókn. Dagurinn er skipulagður fyrir alla fjölskylduna. Allir eru velkomnir og gestir fá að "þreifa á tækninni". Þarna má sjá þrívíddarlíkön af höfuðkúpum, smávirkjun á vatnskrana, sjókallinn, krufning á ref, tæknitöfra í fisveiðum, og vinnslu, tæknilegó og margt fleira.
Lesa meira

Annasamir dagar í VA

Nemendur VA hafa verið í önnum síðastliðnar tvær vikur. Söngleikurinn GRÍS, opnir dagar og árshátíð nemendafélagsins eru að baki. Framundan er tveggja vikna námstörn fram að páskafríi. Sitthvað er þó í gangi utan við hefðbundið nám og ber þar hæst Tæknidag fjölskyldunnar 16. mars og í takt við hreyfingarþema Heilsueflandi framhaldsskóla verður haldinn skíðadagur í austfirsku Ölpunum ef veður leyfir í næstu viku.
Lesa meira

Árshátíð NIVA

Árshátíð NIVA verður haldin föstudaginn 8. mars í Egilsbúð, Norðfirði. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 8:30. Dansleikur frá kl. 00:00 til 03:00. Rútuferð frá Fáskrúðsfirði kl. 19:00, Reyðarfirði kl. 19:20 og Eskifirði kl. 19:40. Jóhannes Haukur er veislustjóri og Matti papi stuðari dansleiksins.
Lesa meira

VA í sundi

Í Verkmenntaskóla Austurlands er mikið lagt upp úr kraftmiklu félagslífi. Því var haldinn sunddagur þriðjudaginn 26. febrúar. Dagurinn var skipulagður af nemendum og kennara í íþróttaakademíunni og fór vel fram.
Lesa meira

Gestafyrirlesarar á opnum dögum

Kristín Tómasdóttir og Snorri Björnsson koma og halda fyrirlestra fyrir nemendur VA á opnum dögum. Fyrirlestrarnir verða miðvikudaginn 6. mars frá kl. 13 til kl. 15 og verður kynjaskipt á þá. Kristín talar við stelpurnar og Snorri strákana. Kristín er höfundur fræðslubókanna Stelpur!, Stelpur A-Ö og Stelpur geta allt. Snorri er framhaldsskólakennari við VMA og hefur meðal annars kennt kynjafræði og áfanga sem heitir karlmennska og lífsstíll. Fyrirlestur Snorra kallast Karlmennska og jafnrétti – af hverju ættu karlar að vilja jafnrétti? Fyrirlestur Kristínar kallast Stelpur geta allt! Fræðsla til stelpna með áherslu á mótun sjálfsmyndar og hvatningu. Skyldumæting fyrir alla nemendur VA!
Lesa meira

Opnir dagar í VA

Dagana 6. – 8. mars eru opnir dagar í Verkmenntaskóla Austurlands. Þá leggja nemendur skólabækurnar til hliðar og vinna í óhefðbundnari verkefnum. Búið er að raða nemendum í hópa og hægt er að sjá hópana á auglýsingatöflum skólans. Allir hópar byrja kl. 8:30 í skólastofum skólans. Eftir hádegi á miðvikudag verða kynjaskiptir fyrirlestrar þar sem Snorri Björnsson fjallar m.a um karlmennsku og jafnrétti fyrir karlkyns nemendur skólans og Kristín Tómasdóttir verður með fræðslu til stelpnanna með áherslu á mótun sjálfsmyndar og hvatningu. Skyldumæting er á þessa fyrirlestra.
Lesa meira

Námskynning fá dönskum háskóla

Háskóli í Esbjerg, Erhvervs Akademi Sydvest, verður með kynningu fyrir eldri nemendur í VA mánudaginn 4. mars kl. 8:30 í fyrstu stofu. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám bæði diplóma (2 ár) og bachelornám (+1,5ár /+2ár) og allir vita að það er bæði ódýrt og skemmtilegt að stunda nám í Danmörku. Boðið er upp á að námið fari fram á ensku og dönsku. Nánari upplýsingar:www.easv.dk
Lesa meira