28.02.2021
Nýlega fékk skólinn Erasmus+ aðild sem gildir til ársloka 2027. Með Erasmus+ aðild er staðfest að skólinn sem sækir um hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir sem hluta af stefnumörkun til framtíðar.
Lesa meira
15.02.2021
Þann 9. febrúar síðastliðinn heimsótti enskuáfanginn ENSK1ÞS05 kaffihúsið Nesbæ í Neskaupstað.
Í áfanganum eru nemendur að læra um ýmsar hliðar þjónustustarfa og var ákveðið að fyrsta vettvangsheimsóknin yrði á kaffihúsið. Þar gátu nemendur notið þess að fá sér kaffi/heitt súkkulaði/ mat og kökur, ásamt því að öðlast innsýn í það hvernig er að vinna á slíkum stað.
Lesa meira
08.02.2021
Stöðupróf í pólsku verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík, ef aðstæður leyfa, miðvikudaginn 17. mars 2021 klukkan 17:00.
Prófið verður í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9. Mest geta nemendur fengið 20 ein. metnar á 15 ein. á 1. þrepi og 5 ein. á 2. þrepi.
Þeir sem vilja fara í prófið þurfa að skrá sig á heimasíðu skólans ekki síðar en á hádegi 15. mars.
Lesa meira
26.01.2021
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.menntasjodur.is
Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu menntasjóðs, www.menntasjodur.is, eða island.is.
Umsóknarfrestur vegna vorannar 2021 er til 15. febrúar næstkomandi!
Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum getur þú sent fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is.
Lesa meira