02.09.2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir jöfnunarstyrks fyrir námsárið 2021-2022 og eru nemendur hvattir til að sækja um strax fyrir báðar annir námsársins. Umsóknarfrestur haustannar er til og með 15. október n.k. og vorannar til og með 15. febrúar n.k.
Lesa meira
31.08.2021
Gengið verður frá skólanum og í boði verða 3 mis auðveldar leiðir.
Lesa meira
31.08.2021
Á morgun, miðvikudaginn 1. september, verður nýtt leiðakerfi almenningssamgangna Fjarðabyggðar tekið í gagnið. Samfara því fylgja smávægilegar breytingar á stundatöflu nemenda. Í stað þess að skóla ljúki kl. 16:00 mánudaga – fimmtudaga mun skóla ljúka kl. 15:50. Tímasetningar einstakra tíma munu í einhverjum tilfellum einnig færast til.
Nemendur eru hvattir til þess að kynna sér málið vel í INNU.
Lesa meira
31.08.2021
Okkur langar að bjóða forsjáraðilum á kynningarfund um eitt og annað sem við kemur skólastarfinu á morgun, miðvikudaginn 1. september kl. 17-18. Ef einhverjir eiga um langan vega að fara og sjá sér alls ekki fært að mæta verður boðið upp á spjallfund í fjarfundi frá kl. 18:00 – til 18:30.
Lesa meira
20.08.2021
Í fréttinni má finna upplýsingar um fyrsta skóladaginn og rútuferðir fyrstu vikuna.
Lesa meira
11.08.2021
Töluverðar breytingar hafa orðið á skipan stjórnenda í skólanum nú á haustdögum.
Lesa meira
18.06.2021
Skrifstofa VA verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 19. júní til þriðjudagsins 3. ágúst kl. 10:00.
Ef einhver þarf nauðsynlega að ná í skólann á meðan skrifstofan er lokuð er hægt að senda tölvupóst til skólameistara, lilja@va.is
Njótið sumarsins - hlökkum til að taka á móti ykkur í ágúst!
Lesa meira
26.05.2021
Eins og gengur og gerist koma nemendur skólans víðs vegar að og hafa ýmsum hnöppum að hneppa samhliða náminu. Á laugardaginn brautskráðist Guðný Drífa Snæland af námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa og leikskólaliða sem kennd er í fjarnámi. Hún gat ekki verið viðstödd athöfnina en gat þá notið beinu útsendingarinnar í gegnum Youtuberás skólans. Guðný fylgdist klökk með athöfninni úr fjárhúsinu enda er nú tíminn þar sem sauðburður er í sveitum landsins.
Það eru svo sannarlega tækifæri til að taka virkan þátt í náminu í VA sama hverjar aðstæðurnar eru.
Á myndinni má sjá Guðnýju fylgjast með athöfninni úr fjárhúsinu.
Lesa meira
22.05.2021
Fyrr í dag fór fram brautskráning frá Verkmenntaskóla Austurlands í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Brautskráningin var lituð af samkomutakmörkunum líkt og í fyrra en þó voru gestir í salnum í þetta sinn. Takmarkaður fjöldi gesta mátti fylgja hverjum útskriftarnema og var því athöfninni streymt í beinni útsendingu í gegnum YouTuberás skólans. Alls brautskráðust 28 nemendur af 10 námsbrautum en það er lýsandi fyrir hið fjölbreytta námsframboð skólans.
Lesa meira