Fréttir

VA á grænni grein

VA skráði sig í verkefnið ,,Skólar á grænni grein" - í tilefni af degi íslenskrar náttúru þann 16. september. Svo nú er að hefja skrefin sjö í átt til Grænfána. Smellið á fyrirsögnina til að lesa meira.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru 16. sept.

Dagur íslenskrar náttúru mun marka formlegt upphaf á þátttöku VA í alþjóðlega verkefninu Skólar á grænni grein. Af þessu tilefni verður stutt dagskrá í félagsaðstöðu nemenda í austurendanum kl. 9:30. Smellið á fyrirsögnina til að lesa meira.
Lesa meira

Blóðbankinn í heimsókn 7. sept.

Blóðbankinn verður með stutta kynningu í stofu 1 miðvikudaginn 7. september frá 9:35. Kynningunni verður lokið áður en kennslustundirnar kl. 9:50 hefjast. Allir velkomnir.
Lesa meira

Haustganga í blíðskaparveðri

Í morgun var farið í hina árlegu haustgöngu VA og voru þrjár gönguleiðir í boði, Drangaskarð, Hrafnakirkja og Páskahellir. Haustgangan var eins og stundum áður tileinkuð mannréttindabaráttu. Smellið á fyrirsögnina til að lesa meira.
Lesa meira

Haustganga, nýnemadagur og kosningar 2. september

Föstudaginn 2. september verður mikið um að vera. Farið verður í hina árlegu haustgöngu skólans, kosið í nemendaráð VA og nýnemar boðnir velkomnir með grillveislu og leikjum. Smellið á fyrirsögnina fyrir frekari upplýsingar.
Lesa meira

Nemandi í VA vinnur til verðlauna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Daði Þór Jóhannsson, nemandi í grunndeild málm- og véltæknigreina við VA, náði frábærum árangri á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15 – 22 ára sem haldið var í Hafnarfirði sl. helgi.
Lesa meira

Góð mæting á námskeið

Námskeið fyrir forráðamenn nýnema var haldið í gær og var mæting mjög góð. Forráðamenn um 70% nýnema mættu á námskeiðið. Að mörgu er að hyggja þegar nám í framhaldsskóla hefst og er þetta námskeið liður í því að halda forráðamönnum nýnema sem best upplýstum um skólastarfið. Er þetta þriðja árið sem slíkt námskeið er haldið í VA við upphaf skólaárs og hefur mæting alltaf verið góð.
Lesa meira

Námskeið fyrir forráðamenn nýnema

Námskeiðið er fyrir forráðamenn nýnema (fæddir 2000) og verður haldið miðvikudaginn 24. ágúst frá kl. 18:00 - 21:00 á heimavist skólans. Smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrána.
Lesa meira

Skólaárið hafið í VA

Verkmenntaskóli Austurlands var settur í morgun. Þeirri hefð hefur verið komið á að setja skólann utan dyra og var Austfjarðaþokan ekki látin stöðva það í ár - enda sólin við það að rífa sig í gegn.
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning Verkmenntaskóla Austurlands er föstudaginn 19. ágúst kl. 8:30. Að skólasetningu lokinni hefjast umsjónarkennarafundir. Stutt stundatafla hefst kl. 9:30. Smellið á fyrirsögnina fyrir frekari upplýsingar.
Lesa meira