Fréttir

„Fellum grímuna“

Á morgun þriðjudaginn 17.nóvember verður stuttmyndin „Fellum grímuna“ sýnd í VA eins og væntanlega í flestum öðrum framhaldsskólum og víðar. Nemendur fæddir 1999 og 2000 horfa á myndina í lífsstílsáfanga kl. 9:50 – 10:50. Nemendur fæddir 1998 og eldri horfa á myndina kl. 10:55 í stofu 1.
Lesa meira

VA eini framhaldsskólinn sem býður upp á félagsfærniáfanga (ART)

Smellið á fyrirsögnina til að lesa frétt á agl.is
Lesa meira

Kynningarmyndband

Smellið á fyrirsögnina til að skoða kynningarmyndband sem gert var í áfanganum Blað 102.
Lesa meira

Dagur gegn einelti

Nemendur og starfsmenn Verkmenntaskóla Austurlands sýndu samstöðu gegn einelti á táknrænan hátt og hittust á fótboltavellinum í gær mánudaginn 9.nóvember. Á meðfylgjandi myndbandi, frá Hlyni Sveinssyni, má sjá hvernig þessi samstaða fór fram. https://m.youtube.com/watch?feature=youtu.be&v=_tN-ZTIuREk
Lesa meira

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. nóvember. Nemendur og starfsmenn Verkmenntaskóla Austurlands ætla að sýna samstöðu gegn einelti á táknrænan hátt og hittast á fótboltavellinum þann sama dag klukkan 9:30 og mynda hjarta. Þá hvetjum við alla til þess að klæðast gulum lit, en gulur er gjarnan tengdur við gleði, hamingju og orku. Í Verkmenntaskóla Austurlands er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið og eru allir hvattir til að skipta sér af, koma til hjálpar og láta vita verði þeir vitni að slíku. Hér má lesa hvernig tekið er á einelti komi það upp í skólanum. Verkmenntaskólinn hvetur alla til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti. Frekari upplýsingar má sjá á www.gegneinelti.is
Lesa meira

Útdráttur úr edrúpotti menningarferðar NIVA 2015

Í dag var dregið úr edrúpotti menningarferðar NIVA. Allir þeir 55 nemendur sem í ferðina fóru staðfestu að þeir voru endrú með því að blása í áfengismæli bæði kvöldin enda voru nemendur í þessari ferð sér og skólanum til mikils sóma. Vinningshafar að þessu sinni voru þau: Enóla Ósk Gunnarsdóttir sem fékk Sennheiser heyrnartól úr edrúpotti menningarferðar NIVA og Birkir Dan Ólafsson sem fékk Fibit heilsuúr úr edrúpotti Edrúfélags VA. Foreldrafélag Verkmenntaskóla Austurlands (Fova) sá um að útvega vinninga í pottinn og að þessu sinni voru það Síminn og Sildarvinnslan sem gáfu vinningana.
Lesa meira

Menningarferð nemendafélags VA

Um sl. helgi fóru nemendur Verkmenntaskóla Austurlands í menningaferð til Akureyrar. Hinn íhaldsami og röggsami bílstjóri ferðarinnar Garðar lagði af stað með hópinn kl. 13 á föstudaginn frá Verkmenntaskólanum. Stoppað var á Eskifirði og Reyðarfirði og nemendur sem búsettir eru á þeim stöðum teknir með. Ferðin norður gekk vel og komust allir leiðangursmenn á Greifann en þar nærðust ferðalangar áður fara átti í leikhús. Pizzuhlaðborðið rann ljúflega ofan í mannskapinn en þaðan var haldið í Hof sem er menningarhús Norðlendinga. Glæsileg bygging með vísun í stuðlaberg hinnar íslensku fjöru. Í Hofi fóru nemendur og fararstjórar á leikritið Þetta er grín, án djóks þar sem Saga Garðarsdóttir og Halldór Halldórsson túlka vandræðagang grínista í gagnrýnu samfélagi athugasemdakerfa og samfélagsmiðla. Þess má geta að Halldór hefur erft eyrun frá afa sínum. Eftir leikhúsferð fóru nemendur ýmist á gistiheimilið Backpackers þar hópurinn gisti eða mældu göturnar á Akureyri. Á laugardeginum var ferðinni heitið í Skautahöll Akureyringa þar sem ungir og aldnir í hópnum renndu sér fram og aftur. Þaðan fór hópurinn í Flugminjasafn Akureyringa, þar tók á móti okkur Gestur Einar Jónasson sem lék Gogga í kvikmyndinni um Stellu í orlofi. Hann hélt stutta tölu um safnið og helstu minjar þess. Svo gafst hópnum tækifæri að skoða safnið sem vakti mikla lukku enda safnið hlaðið munum og fróðleik um flugsögu Íslendinga. Á laugardagskvöldinu fóru allir og snæddu á veitingastaðnum Bryggjunni. Eftir það fóru margir í bíó, aðrir mældu götur og sumir fóru á gistiheimilið og gripu í spil. Á heimleiðinni á sunnudeginum kom hersingin við í Jarðböðunum í Þingeyjarsveit og lét þreytuna líða úr sér. Rútan renndi síðan inn í Norðfjörð rúmlega 19 á sunnudagskvöldið með þreytta en sátta ferðalanga. Þó nemendur hefðu haft rúman útivistartíma voru þeir sér, Verkmenntaskólanum og öðru æskufólki til fyrirmyndar. Allir blésu í áfengismæli bæði kvöldin sem staðfesti að enginn hafði áfengi um hönd. Ágúst, Eydís og Salóme
Lesa meira

Stelp­urn­ar fengu silf­ur

Íslenska stúlkna­landsliðið í blaki, skipað leik­mönn­um 17 ára og yngri, varð í örðu sæti á NEVZA mót­inu sem lauk í Englandi í dag. Liðið tapaði úr­slita­leikn­um á moti Finn­um 3:0. Tveir nemendur skólans voru í liðinu þær María Rún Karlsdóttir og Særún Birta Eiríksdóttir
Lesa meira

Stoðtímar, valdagur og menningarferð

Stoðtímar í stærðfræði. Boðið verður upp á stoðtíma í stærðfræði á fimmtudögum milli kl.16-18 og veður fyrsti tíminn á morgun fimmtudaginn 29.október. Ekki þarf að skrá sig í þessa tíma bara mæta í stofu 4. Fyrir þá sem taka rútu þá fer hún frá VA kl.18:51 og verður skólinn opinn fram að því. Á morgun fimmtudag er valdagur. Valið fer fram í tímanum kl. 10:55-11:55 og falla því vinnustofur og kennslustundir niður í þeim tíma. Þá eiga allir nemendur að velja fyrir næstu önn hjá umsjónarkennara. Menningarferð. Allir sem ætla í menningarferð eru boðaðir á fund með skólameistara og fararstjórum í stofu 1 kl. 9:35 á morgun fimmtudag. Mjög mikilvægt að allir mæti.
Lesa meira

Vetrarfrí 23. og 26. október

Föstudaginn 23. október og mánudaginn 26. október er vetrarfrí hjá nemendum og starfsfólki.
Lesa meira