Fréttir

Líf og fjör á starfsbraut

Nemendur og starfsfólk starfsbrautar brutu upp hefðbundið skólastarf í maí og tóku upp á ýmsu skemmtilegu. Nemendur fengu fræðslu í myndbandagerð hjá Sigurjóni tölvukennara en auk hans komu gestakennararnir Hlynur Sveinsson sem sýndi hópnum möguleika á notkun dróna og Ásbjörn Eðvaldsson sem er reynslumikill í myndbandsgerð. Svo kíkti hópurinn í sveitina til Dodda og Theu á Skorrastað og áttu þar frábæran dag þar sem þau fengu meðal annars að fara á hestbak. Einnig fór Stefán Már með hópinn upp í skógrækt þar sem nemendur byrjuðu á því að bera timbur í göngustíga. Að því loknu sýndi Stefán hópnum hvernig væri hægt að grilla beint á kolum kjöt, kartöflur, súkkulaðimúffur í appelsínuberki og súkkulaðifyllta banana. Grillaðir voru sykurpúðar og einnig pylsur í deigi auk þess sem hann kenndi þeim að búa til útileguís. Stefán fór yfir mikilvæg atriði í fyrstu hjálp, fór með þeim í skátaleiki og stjórnaði söng. Mikil veðurblíða var þessa daga sem spillti ekki fyrir. Að lokum var ferðinni svo heitið á Mývatn á lítilli rútu. Sú ferð var styrkt af heilsusjóði starfsmanna Fjarðaráls sem kallast Alcoans in motion en starfsmenn Fjarðaráls stóðu fyrir skíðaviðburði til styrktar brautinni. Einnig styrkti Tanni Travel ferðalagið. Markmið ferðarinnar var bæði að fræðast um Mývatn og nágrenni og að eiga notalega samverustundir saman. Fimm nemendur af ellefu á brautinni eru að útskrifast í vor og því var þetta einskonar útskriftarferð. Auk nemenda fóru flestir kennarar brautarinnar og Gunnar Ólafsson jarðfræðingur og kennari í VA en hann hefur farið áður í Mývatnsferðir með nemendur. Í ferðinni var Kröfluvirkjun skoðuð, Fuglasafn Sigurgeirs og Dimmuborgir auk þess sem að hópurinn baðaði sig í Jarðböðunum og snæddi kvöldmat saman og tók ferðin 10 klukkustundir í það heila. Gunnar fræddi hópinn bæði um jarðfræði og náttúru svæðisins. Svo voru þrír gítarleikarar í kennarahópnum og því var sungið í rútunni alla leiðina heim. Skólinn er þakklátur styrktaraðilum fyrir að gera svona ferðir mögulegar en í svona ferðum skapast tækifæri til að fræðast og eiga gæðastundir saman sem eru ómetanlegar.
Lesa meira

Brautskráning og skólaslit

Verkmenntaskóla Austurlands var slitið við hátíðlega athöfn í 30. sinn laugardaginn 28. maí að viðstöddu fjölmenni í Egilsbúð. Alls brautskráðust 35 nemendur af 10 brautum.
Lesa meira

Brautskráning

Brautskráning verður í Egilsbúð laugardaginn 28. maí og hefst kl. 14:00.
Lesa meira

Edrúpottur

Árshátið NIVA fór fram föstudagskvöldið 29. apríl og mættu um 100 nemendur auk 20 kennara og starfsmanna á viðburðinn. Dregið var í síðastliðinni viku úr edrúpottinum en nemendur blésu í áfengismælinn eftir að þau mættu á dansleikinn eftir árshátíðina. Alls voru rúmlega 40 nemendur í pottinum. Ölvun var mjög lítil á ballinu og voru flestir nemendur sjálfum sér og öðrum til sóma. Vinningshafar í edrúpottinum eru eftirfarandi: 25.000 kr gjafabréf hjá SÚN – Friðrik Davíð Gunnarsson Sennheiser heyrnatól – Jóna María Aradóttir Gaman er að geta þess að báðir vinningshafar eru meðlimir í edrúfélagi skólans. Við óskum þessum flottu nemendum til hamingju með vinningana og þökkum styrkataraðilanum, sem að þessu sinni var Síldarvinnslan kærlega fyrir stuðninginn við forvarnarstarf skólans.
Lesa meira

Vinnustofudagar og próf

Dagana 9. og 10. maí eru vinnustofudagar. Frjáls mæting er í vinnustofurnar. Próf hefjast svo miðvikudaginn 11. maí samkvæmt próftöflu (sjáið nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira

Lovestar

Leikfélagið Djúpið frumsýnir leikritið Lovestar laugardaginn 30.apríl kl.20:00 í Egilsbúð. Önnur sýning verður þriðjudaginn 3. maí kl. 20:00.
Lesa meira

Söngkeppni framhaldsskóla á Norður- og Austurlandi

Síðastliðinn laugardag fór fram Söngkeppni framhaldsskóla á Norður- og Austurlandi, en hún var haldin í Hofi á Akureyri. Vinningshafi kvöldsins kom frá VMA og heitir Elísa Ýrr, í öðru sæti varð Jón Tumi úr MA og í þriðja sæti varð Elvar Baldvinsson frá Framhaldsskólanum á Laugum. Tvö atriði kepptu fyrir hönd VA og stóðu keppendur sig frábærlega og skiluðu atriðum sínum mjög vel. Skólinn er afar stoltur af keppendum sínum þeim: Kristínu Joy, Mörtu, Óskari og Braga og óskar þeim innilega til hamingju með frammistöðuna. Einnig var gaman að sjá hve duglegir aðrir nemendur skólans voru að hvetja keppendurna til dáða.
Lesa meira

Skólafundur

Í síðustu viku fór fram skólafundur. Til umræðu voru vinnustofur og umgengni. Sjá myndir í myndasafni með að smella á fyrirsögn.
Lesa meira

Námskeið í vefforitun

Námskeið í vefforitun í samstarfi við Verkmenntaskóla Austurlands og FABLAB verður haldið dagana 19. - 21. apríl. Námskeiðið fer fram í FABLAB frá 18:00 - 21:00 Námskeiðsgjöld eru 10.000 kr. Athugið að námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þáttöku. Lágmarksþáttaka eru 12 skráningar. Skráning og greiðsla fer fram á vefslóðinni: http://koder.is/seminar/verkmenntaskoli-austurlands-vefforritun/ Á námskeiðinu munu þátttakendur læra: HTML grunnur CSS grunnur Javascript grunnur Hönnun á einföldu vefappi Tímasetningar: 19. apríl // 18:00 - 21:00 20. apríl // 18:00 - 21:00 21. apríl // 18:00 - 21:00 Þátttakendur þurfa ekki að eiga eigin tölvu til að taka þátt. Við komum með vinnustöðvar fyrir alla.
Lesa meira