05.11.2015
Í dag var dregið úr edrúpotti menningarferðar NIVA. Allir þeir 55 nemendur sem í ferðina fóru staðfestu að þeir voru endrú með því að blása í áfengismæli bæði kvöldin enda voru nemendur í þessari ferð sér og skólanum til mikils sóma.
Vinningshafar að þessu sinni voru þau: Enóla Ósk Gunnarsdóttir sem fékk Sennheiser heyrnartól úr edrúpotti menningarferðar NIVA og Birkir Dan Ólafsson sem fékk Fibit heilsuúr úr edrúpotti Edrúfélags VA.
Foreldrafélag Verkmenntaskóla Austurlands (Fova) sá um að útvega vinninga í pottinn og að þessu sinni voru það Síminn og Sildarvinnslan sem gáfu vinningana.
Lesa meira
04.11.2015
Um sl. helgi fóru nemendur Verkmenntaskóla Austurlands í menningaferð til Akureyrar. Hinn íhaldsami og röggsami bílstjóri ferðarinnar Garðar lagði af stað með hópinn kl. 13 á föstudaginn frá Verkmenntaskólanum. Stoppað var á Eskifirði og Reyðarfirði og nemendur sem búsettir eru á þeim stöðum teknir með. Ferðin norður gekk vel og komust allir leiðangursmenn á Greifann en þar nærðust ferðalangar áður fara átti í leikhús. Pizzuhlaðborðið rann ljúflega ofan í mannskapinn en þaðan var haldið í Hof sem er menningarhús Norðlendinga. Glæsileg bygging með vísun í stuðlaberg hinnar íslensku fjöru. Í Hofi fóru nemendur og fararstjórar á leikritið Þetta er grín, án djóks þar sem Saga Garðarsdóttir og Halldór Halldórsson túlka vandræðagang grínista í gagnrýnu samfélagi athugasemdakerfa og samfélagsmiðla. Þess má geta að Halldór hefur erft eyrun frá afa sínum. Eftir leikhúsferð fóru nemendur ýmist á gistiheimilið Backpackers þar hópurinn gisti eða mældu göturnar á Akureyri. Á laugardeginum var ferðinni heitið í Skautahöll Akureyringa þar sem ungir og aldnir í hópnum renndu sér fram og aftur. Þaðan fór hópurinn í Flugminjasafn Akureyringa, þar tók á móti okkur Gestur Einar Jónasson sem lék Gogga í kvikmyndinni um Stellu í orlofi. Hann hélt stutta tölu um safnið og helstu minjar þess. Svo gafst hópnum tækifæri að skoða safnið sem vakti mikla lukku enda safnið hlaðið munum og fróðleik um flugsögu Íslendinga. Á laugardagskvöldinu fóru allir og snæddu á veitingastaðnum Bryggjunni. Eftir það fóru margir í bíó, aðrir mældu götur og sumir fóru á gistiheimilið og gripu í spil. Á heimleiðinni á sunnudeginum kom hersingin við í Jarðböðunum í Þingeyjarsveit og lét þreytuna líða úr sér. Rútan renndi síðan inn í Norðfjörð rúmlega 19 á sunnudagskvöldið með þreytta en sátta ferðalanga.
Þó nemendur hefðu haft rúman útivistartíma voru þeir sér, Verkmenntaskólanum og öðru æskufólki til fyrirmyndar. Allir blésu í áfengismæli bæði kvöldin sem staðfesti að enginn hafði áfengi um hönd.
Ágúst, Eydís og Salóme
Lesa meira
02.11.2015
Íslenska stúlknalandsliðið í blaki, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, varð í örðu sæti á NEVZA mótinu sem lauk í Englandi í dag. Liðið tapaði úrslitaleiknum á moti Finnum 3:0. Tveir nemendur skólans voru í liðinu þær María Rún Karlsdóttir og Særún Birta Eiríksdóttir
Lesa meira
28.10.2015
Stoðtímar í stærðfræði. Boðið verður upp á stoðtíma í stærðfræði á fimmtudögum milli kl.16-18 og veður fyrsti tíminn á morgun fimmtudaginn 29.október. Ekki þarf að skrá sig í þessa tíma bara mæta í stofu 4. Fyrir þá sem taka rútu þá fer hún frá VA kl.18:51 og verður skólinn opinn fram að því.
Á morgun fimmtudag er valdagur. Valið fer fram í tímanum kl. 10:55-11:55 og falla því vinnustofur og kennslustundir niður í þeim tíma. Þá eiga allir nemendur að velja fyrir næstu önn hjá umsjónarkennara.
Menningarferð. Allir sem ætla í menningarferð eru boðaðir á fund með skólameistara og fararstjórum í stofu 1 kl. 9:35 á morgun fimmtudag. Mjög mikilvægt að allir mæti.
Lesa meira
22.10.2015
Föstudaginn 23. október og mánudaginn 26. október er vetrarfrí hjá nemendum og starfsfólki.
Lesa meira
21.10.2015
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur undanfarin tvö ár stýrt vinnuhóp til að sporna gegn brotthvarfi úr framhaldsskólum. Hefur hópurinn unnið að því að skilgreina aðgerðir m.a. í ljósi greiningar OECD, fyrirliggjandi rannsókna á brotthvarfi og reynslu annarra ríkja af að sporna gegn brotthvarfi.
Allir framhaldsskólar taka þátt í brotthvarfsverkefninu og er VA þar ekki undanskilinn.
Tilgangur verkefnisins er að m.a. að greina hvaða nemendur eru í brotthvarfshættu og skrá ástæður brotthvarfs til að bæta þekkingu á orsökum brotthvarfs og draga úr því. Greining á brotthvarfshættu í þessu verkefni nær að þessu sinni til nýnema sem fæddir eru 1999 og hófu nám í umræddum framhaldsskólum haustið 2015.
Svör nemenda eru dulkóðuð og eingöngu námsráðgjafi hefur aðgang að dulkóðanum.
Lesa meira
19.10.2015
Smellið á fyrirsögnina til að lesa frétt á agl.is
Lesa meira
16.10.2015
Á dögunum fengum við góða gesti í heimsókn frá Tækniskólanum í Klaksvík í Færeyjum. Hópurinn samanstóð af 28 nemendur og fjórum kennurum. Kennararnir voru úr húsasmíði, málm- og rafiðngreinum. Gestirnir kynntu sér uppbyggingu námsins í VA í þessum greinum og þá aðstöðu sem í boði er. Einnig fengu kennarar og nemendur VA stutta kynningu á Tækniskólanum en heimasíða skólans er http://www.tsk.fo/
Er þetta í annað skiptið sem við fáum heimsókn frá þessum vinum okkar sjá frétt frá 9.10. 2014 http://www.va.is/is/skolatorg/frettir/enginn-titill-7
Myndir frá heimsókninni í gær er að finna http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/heimsokn-fra-taekniskolanum-i-klaksvik?page=1
Lesa meira
14.10.2015
Verknámsvika hefur mælst vel fyrir sem hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Með nýjum samstarfssamningi Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands er þessi fjölbreytta verknámskynning nú orðin viðtekinn hluti af Vinnuskóla Fjarðarbyggðar.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Elvar Jónsson, skólameistari undirrituðu samninginn á Tæknidegi fjölskyldunnar sem fram fór sl. laugardag í Verkmenntaskóla Austurlands.
Lesa meira
13.10.2015
Smellið á fyrirsögninga til að skoða myndefni frá Tæknidegi fjölskyldunnar á ruv.is.
Lesa meira