29.08.2016
Daði Þór Jóhannsson, nemandi í grunndeild málm- og véltæknigreina við VA, náði frábærum árangri á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15 – 22 ára sem haldið var í Hafnarfirði sl. helgi.
Lesa meira
25.08.2016
Námskeið fyrir forráðamenn nýnema var haldið í gær og var mæting mjög góð. Forráðamenn um 70% nýnema mættu á námskeiðið. Að mörgu er að hyggja þegar nám í framhaldsskóla hefst og er þetta námskeið liður í því að halda forráðamönnum nýnema sem best upplýstum um skólastarfið. Er þetta þriðja árið sem slíkt námskeið er haldið í VA við upphaf skólaárs og hefur mæting alltaf verið góð.
Lesa meira
24.08.2016
Námskeiðið er fyrir forráðamenn nýnema (fæddir 2000) og verður haldið miðvikudaginn 24. ágúst frá kl. 18:00 - 21:00 á heimavist skólans.
Smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrána.
Lesa meira
19.08.2016
Verkmenntaskóli Austurlands var settur í morgun. Þeirri hefð hefur verið komið á að setja skólann utan dyra og var Austfjarðaþokan ekki látin stöðva það í ár - enda sólin við það að rífa sig í gegn.
Lesa meira
19.08.2016
Skólasetning Verkmenntaskóla Austurlands er föstudaginn 19. ágúst kl. 8:30. Að skólasetningu lokinni hefjast umsjónarkennarafundir. Stutt stundatafla hefst kl. 9:30.
Smellið á fyrirsögnina fyrir frekari upplýsingar.
Lesa meira
05.08.2016
Smellið á fyrirsögnina til að nálgast upplýsingar um skólabyrjun.
Lesa meira
03.08.2016
Skrifstofa skólans hefur verið opnuð eftir sumarleyfi. Getum tekið við nemendum á flestar brautir skólans en nánari upplýsingar veitir áfangastjóri í síma 4771620 eða á bobba@va.is . Einnig laus pláss á heimavist.
Lesa meira
16.06.2016
Verkefni nemenda á 4.önn í húsasmíði var að byggja vallarhús fyrir Norðfjarðarvöll. Verkefnið er unnið í samstarfi við Fjarðabyggð. Í myndasafninu eru myndir frá því þegar húsið var híft út úr verknámshúsinu í síðustu viku.
Lesa meira
13.06.2016
Á föstudaginn lauk verknámsviku VA og vinnuskóla Fjarðabyggðar en í henni fá 15 ára unglingar í vinnuskóla Fjarðabyggðar að kynnast verknámi í VA. Þetta er í fjórða sinn sem Verknámsvikan er haldin og tókst hún mjög vel. Vikan er samvinnuverkefni Fjarðabyggðar og VA. Unglingarnir voru ánægðir með vikuna og þau verkefni sem unnin voru.
Í verknámsvikunni fá nemendur að kynnast tveimur smiðjum á fjórum dögum og fimmti dagurinn er svo fræðsludagur þar sem unnið er með styrkleika nemenda, áhugakönnun, ýmis störf skoðuð og kynning á ART kennslu. Vikan endaði svo með sameiginlegu grilli þar sem nemenur voru kvaddir eftir góða viku.
Markmið vikunnar er m.a. að kynna nemendum fyrir iðn- og verknámi og þeim möguleikum sem námið hefur upp á að bjóða. Í könnun sem gerð var í lok vikunnar kom m.a. í ljós að verknámsvikan hefur haft áhrif á viðhorf unglinganna til iðn- og verknáms á jákvæðan hátt og rúm 86% þeirra geta hugsað sér að stunda það nám í framtíðinni.
Lesa meira