18.02.2016
Allir eru hjartanlega velkomnir í Íþróttahúsið stundvíslega kl. 12:15 á föstudaginn til að taka þátt í dansbyltingu!
Byltingin er haldin um allan heim og með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karlmanna, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra. Okkar trú er sú að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar okkur.
Til þess að nemendur og starfsfólk skólans geti sótt þennan viðburð þá lýkur kennslustundum kl.11:40 og hefjast aftur kl.12:50. Matur í mötuneyti verður tilbúinn kl.11:40. VA og Nesskóli eru í samstarfi varðandi þennan viðburð.
Lesa meira
16.02.2016
Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12:30 verður kynning á háskólanámi í margmiðlunartækni og tölvuleikjahönnun við Nord Universitet í Steinkjer í Noregi. Kynningin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á þessu námi.
Lesa meira
11.02.2016
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum eins og undanfarin ár. Þegar að nemendur og starfsmenn mættu í skólann í morgun þá beið þeirra ansi óvæntur og skemmtilegur glaðningur. Stjórn nemendafélagsins hafði útbúið nammipoka með fallegum og hlýjum skilaboð. Nemendur mættu margir hverjir í öskudagsbúning og auðvitað var kötturinn sleginn úr tunnunni.
Lesa meira
05.02.2016
160 fyrirtæki hafa skrifað undir vinnustaðasáttmála. Smellið á fyrirsögnina og fræðist meira um þessa eflingu vinnustaðanáms.
Lesa meira
26.01.2016
Smellið á fyrirsögnina og svo á slóðina og kynnið ykkur Handbók heimilanna en þar er að finna ýmsar upplýsingar um skólastarfið.
Lesa meira
13.01.2016
Spennandi dagskrá framundan hjá Listaakademíunni. Smellið á fyrirsögnina og svo á myndina til að skoða auglýsinguna.
Lesa meira
06.01.2016
Gettu betur-lið skólans hefur leik gegn Borgarholtsskóla þann 13. janúar n.k. kl. 19.30. Fyrstu viðureignirnar í Gettu betur fara fram á Rás 2. Keppnislið Verkmenntaskóla Austurlands hóf æfingar fyrir nokkru síðan og eru keppendur fullir tilhlökkunnar. Liðið í ár er skipað þeim Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, Sigurði Ingva Gunnþórssyni og Þorvaldi Marteini Jónssyni. Varamenn eru þau María Rún Karlsdóttir og Jökull Logi Sigurbjarnarson.
Lesa meira
04.01.2016
Þriðjudaginn 5. janúar verður kennt eftir hraðtöflu þar sem allflestir áfangar skólans verða kenndir. Dagurinn byrjar kl. 8:30. Gefnar eru 20 mínútur fyrir hvern tíma og fer það eftir kennurum hvað þeir nota mikinn tíma. Hægt verður að nálgast hraðtöfluna útprentaða hjá ritara. Nemendur eru hvattir til að skoða vel töfluna og átta sig á því hvar þeir eiga að vera hverju sinni.
Lesa meira
18.12.2015
Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 5. janúar. Skrifstofan opnar mánudaginn 4.janúar kl.9:00.
Lesa meira
09.12.2015
Föstudaginn 11. desember sýna nemendur Listaakademíunnar stuttmyndir og leikþætti í Egilsbúð. Húsið opnar kl. 19:30 og sýningin hefst kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Lesa meira