12.10.2015
Takk kærlega fyrir komuna á Tæknidag fjölskyldunnar en 623 skrifuðu nafn sitt í gestabækur. Frekari fréttir og myndir frá deginum koma næstu daga en margskonar umfjöllun er að finna á facebooksíðu tæknidagsins.
Lesa meira
06.10.2015
Spennandi tækni, vísindi og sköpun
Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 10. október. Dagurinn er sem fyrr tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa.
Tæknidagarnir í fyrra og hittiðfyrra hafa tekist með eindæmum vel en áætlaður fjöldi gesta í fyrra var um sjö hundruð manns. Þetta er í þriðja sinn sem Austurbrú ses. og Verkmenntaskóli Austurlands taka höndum saman og skipuleggja daginn en markmiðið með Tæknidegi fjölskyldunnar er sem fyrr að vekja athygli á fjölbreyttum og spennandi viðfangsefnum tækni, verkmennta og vísinda um leið og öll fjölskyldan skemmtir sér saman.
Lesa meira
05.10.2015
Haustganga VA var farin miðvikudaginn 30. september. Haustgangan er árlegur viðburður í VA og hefur verið fastur liður í skólastarfinu frá upphafi en þá er hinn venjulegi skóladagur brotinn upp og nemendur og starfsmenn gera sér glaðan dag saman á göngu.
Að þessu sinni voru tvær skemmtilegar gönguleiðir í boði. Farið var með rútum upp að skíðaskála þar sem íþróttaakademían sá um að koma mannskapnum í gang með léttri upphitun. Annar hópurinn gekk síðan eftir merktri leið upp á Svartafjall og hinn hópurinn gekk eftir vegslóðanum upp á Oddsskarð.
Lesa meira
29.09.2015
Haustganga VA verður farin miðvikudaginn 30. september.
Dagskráin er eftirfarandi:
· Kl. 8:30 – 10:50. Kennsla
* Kl. 10:50 – 11:30. Hádegismatur á heimavistinni fyrir alla starfsmenn og nemendur
· Kl. 11:30. Brottför. Farið með rútum upp að skíðaskála.
· Kl. 12:00. Göngur hefjast. Íþróttaakademían stjórnar upphitun áður en lagt verður af stað og sér um púlsmælingar og fræðslu á leiðinni. Tvær gönguleiðir verða í boði, önnur upp á Svartafjall sem er merkt leið http://www.simnet.is/ffau/endamerk18.jpg hin er eftir vegslóðanum upp á Oddsskarð.
· Kl. 14:00 – 15:00. Hóparnir hittast aftur við skíðaskálann, íþróttaakademían stjórnar teygjum.
* Kl.15:30. Brottför. Rútur fara bæði til Reyðarfjarðar og Norðfjarðar.
Lesa meira
23.09.2015
Það var mikið um að vera í verknámsdeildum skólans í dag þegar myndatökumann bar að garði eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/myndir-ur-verknami?page=2
Lesa meira
14.09.2015
Smellið á fyrirsögnina til að sjá skipan nemendaráðs í vetur
Lesa meira
08.09.2015
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2015-2016 er til 15. október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Lesa meira
07.09.2015
Í myndasafnið eru komnar myndir frá nýnemadegi. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/nynemadagur-2015
Lesa meira
04.09.2015
Nýnemadagur VA fór fram í blíðskaparveðri í dag. Nemendaráð VA sá um að skipuleggja daginn og bjóða nýja nemendur velkomna í skólann. Byrjað var á hópeflisleikjum til að hrista hópinn aðeins saman og síðan voru nemendur sendir af stað í ratleik um bæinn. Eftir ratleikinn tóku aðrir nemendur og starfsfólk skólans vel á móti nýnemunum á grasvellinum, þar var farið í boðhlaupskeppnir og haldið fótbóltamót á milli árganga og kennara. Þá voru einnig hoppukastali og súmóglímubúningar á staðnum sem vöktu mikla lukku. Mikil ánægja er með daginn meðal þeirra fjölmörgu nemenda sem tóku þátt og einnig meðal starfsfólks skólans.
Lesa meira
26.08.2015
Í VA hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag. Hingað til hefur þriggja einingar bóklegur áfangi (5 f-einingar í nýja kerfinu) verið kenndur 4 x 60 mínútur á viku. Núna er fyrirkomulagið þannig að þrír tímar eru kenndir á venjulegan hátt en einn tími fer í vinnustofutíma. Þar vinna nemendur sjálfstætt og kennarar eru á staðnum til að leiðbeina þeim. Ef nemandi á í erfiðleikum með eitt fag frekar en annað þá getur hann valið það að vinna í því fagi í öllum vinnustofutímunum. Mikilvægt er að nemendur temji sér góð vinnubrögð og nýti vinnustofutímana á sem bestan hátt. Vinnustofutímar eru skyldutímar fyrir þá sem skráðir eru í þá í stundatöflu (VSTOFA1 – VSTOFA6).
Lesa meira