26.05.2016
Brautskráning verður í Egilsbúð laugardaginn 28. maí og hefst kl. 14:00.
Lesa meira
19.05.2016
Árshátið NIVA fór fram föstudagskvöldið 29. apríl og mættu um 100 nemendur auk 20 kennara og starfsmanna á viðburðinn. Dregið var í síðastliðinni viku úr edrúpottinum en nemendur blésu í áfengismælinn eftir að þau mættu á dansleikinn eftir árshátíðina. Alls voru rúmlega 40 nemendur í pottinum. Ölvun var mjög lítil á ballinu og voru flestir nemendur sjálfum sér og öðrum til sóma.
Vinningshafar í edrúpottinum eru eftirfarandi:
25.000 kr gjafabréf hjá SÚN – Friðrik Davíð Gunnarsson
Sennheiser heyrnatól – Jóna María Aradóttir
Gaman er að geta þess að báðir vinningshafar eru meðlimir í edrúfélagi skólans. Við óskum þessum flottu nemendum til hamingju með vinningana og þökkum styrkataraðilanum, sem að þessu sinni var Síldarvinnslan kærlega fyrir stuðninginn við forvarnarstarf skólans.
Lesa meira
06.05.2016
Dagana 9. og 10. maí eru vinnustofudagar. Frjáls mæting er í vinnustofurnar. Próf hefjast svo miðvikudaginn 11. maí samkvæmt próftöflu (sjáið nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira
27.04.2016
Leikfélagið Djúpið frumsýnir leikritið Lovestar laugardaginn 30.apríl kl.20:00 í Egilsbúð. Önnur sýning verður þriðjudaginn 3. maí kl. 20:00.
Lesa meira
22.04.2016
Síðastliðinn laugardag fór fram Söngkeppni framhaldsskóla á Norður- og Austurlandi, en hún var haldin í Hofi á Akureyri. Vinningshafi kvöldsins kom frá VMA og heitir Elísa Ýrr, í öðru sæti varð Jón Tumi úr MA og í þriðja sæti varð Elvar Baldvinsson frá Framhaldsskólanum á Laugum.
Tvö atriði kepptu fyrir hönd VA og stóðu keppendur sig frábærlega og skiluðu atriðum sínum mjög vel. Skólinn er afar stoltur af keppendum sínum þeim: Kristínu Joy, Mörtu, Óskari og Braga og óskar þeim innilega til hamingju með frammistöðuna. Einnig var gaman að sjá hve duglegir aðrir nemendur skólans voru að hvetja keppendurna til dáða.
Lesa meira
20.04.2016
Í síðustu viku fór fram skólafundur. Til umræðu voru vinnustofur og umgengni. Sjá myndir í myndasafni með að smella á fyrirsögn.
Lesa meira
12.04.2016
Námskeið í vefforitun í samstarfi við Verkmenntaskóla Austurlands og FABLAB verður haldið dagana 19. - 21. apríl. Námskeiðið fer fram í FABLAB frá 18:00 - 21:00
Námskeiðsgjöld eru 10.000 kr.
Athugið að námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þáttöku. Lágmarksþáttaka eru 12 skráningar.
Skráning og greiðsla fer fram á vefslóðinni:
http://koder.is/seminar/verkmenntaskoli-austurlands-vefforritun/
Á námskeiðinu munu þátttakendur læra:
HTML grunnur
CSS grunnur
Javascript grunnur
Hönnun á einföldu vefappi
Tímasetningar:
19. apríl // 18:00 - 21:00
20. apríl // 18:00 - 21:00
21. apríl // 18:00 - 21:00
Þátttakendur þurfa ekki að eiga eigin tölvu til að taka þátt. Við komum með vinnustöðvar fyrir alla.
Lesa meira
08.04.2016
Mánudaginn 11. apríl verður skólafundur. Fundurinn verður settur í stofu 1 kl. 10:55 þar sem skólameistari fer yfir fyrirkomulag skólafundar, umræðuefni o.fl.. Að þessu sinni eru umræðuefnin tvö. Í fyrsta lagi umgengni og í öðru lagi vinnustofur. Allir nemendur og starfsfólk VA eru boðaðir á fundinn. Gert er ráð fyrir því að fundurinn standi í um klukkustund og fellur öll kennsla niður á meðan.
Lesa meira
05.04.2016
Nemendur og kennarar á starfbrautinni skelltu sér í vettvangsferð til Reyðarfjarðar 4.mars síðastliðinn. Ferðin hófst hjá Slökkvuliði Fjarðabyggðar en þar tók Guðmundur Helgi Sigfússon á móti hópnum og fræddi um starf slökkvuliðsmanna auk þess sem hann sagði sögur úr starfinu og sýndi aðstöðuna. Sérstaklega sló í gegn hjá hópnum að fá að renna sér niður súluna og skoða bílana. Að þessu loknu lá leiðin á Íslenska stríðsárasafnið en þar tók Pétur Sörensson á móti hópnum og sýndi safnið. Hann kunni ótal góðar sögur af stríðsárunum og vöktu margir gripir á safninu áhuga gestanna. Ferðin endaði á Tærgesen í pizzuveislu og þannig lauk skemmtilegum og fræðandi degi.
Lesa meira