18.03.2015
Páskafrí frá 21. mars til og með 29. mars. Kennsla hefst miðvikudaginn 30. mars samkvæmt stundaskrá.
Gleðilega páska
Lesa meira
18.03.2015
Myndir frá opnum dögum eru komnar í myndasafnið. Smellið á fyrirsögnina til að skoða þær.
Lesa meira
11.03.2015
Á fundi nemendafélagsins með skólameistara og félagslífsfulltrúum var tekin ákvörðun um að fresta árshátið Verkmenntaskóla Austurlands sem fyrirhuguð var n.k. föstudagskvöld. Ástæða frestunarinnar er afar slæm verðurspá fyrir helgina. Árshátiðin verður því haldin 22. apríl n.k.
Lesa meira
06.03.2015
Á morgun, laugardaginn 7. mars frá kl. 11-14 verður skemmtilegt og fróðlegt málþing um heilbrigðan lífsstíl haldið í Nesskóla Neskaupstað. Á málþinginu verða áhugaverðir fyrirlesarar og kynningarbásar. Málþingið er haldið í samvinnu Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar og foreldrafélögum VA og Nesskóla. Málþingið ætti að höfða bæði til ungmenna og fullorðinna og við hvetjum alla til að koma og eiga notalega stund með okkur. Húsið opnar kl. 10:30.
Lesa meira
05.03.2015
Næstkomandi föstudag er lífsstílsdagur í VA. Af því tilefni er nemendum og starfsfólki boðið í hollan og góðan mat þeim að kostnaðarlausu í mötuneyti skólans kl. 12:00. Erla Björnsdóttir sálfræðingur mun halda fyrirlestur um svefn og svefnvandamál.
Lesa meira
05.03.2015
Í gær og í dag eru vinnustofudagar. Myndir frá vinnustofu í íslensku frá því í gær eru komnar í myndasafnið hér á síðunni http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/vinnustofudagur-4.3
Lesa meira
03.03.2015
Miðvikudag og fimmtudag verða vinnustofudagar í VA. Á miðvikudag er skyldumæting. Nemendur eiga að velja sér a.m.k eina vinnustofu fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Á fimmtudag er svo frjáls mæting á vinnustofudaginn. Dagskráin er undir "Skólatorg"
Lesa meira
27.02.2015
Smellið á fyrirsögnina til að horfa á þáttinn.
Lesa meira
19.02.2015
Mánudaginn 24. febrúar kl. 14:00 í stofu 1 mun fara fram kynning á Erhversakademi Sydvest sem staðsettur er í Esbjerg. Þetta er háskóli sem býður upp á diplómanám (2 ára nám) og nám til B.S og B.A gráðu. Í skólanum er lögð áhersla á eftirfarandi greinar:
Markaðsfræði - kennt á ensku eða dönsku,
margmiðlunarhönnun - kennt á ensku,
tölvufræði - kennt á ensku,
fatahönnun - kennt á ensku
Byggingarfræði/Tæknifræði - kennt á dönsku
Rafmagnsiðnfræði - kennt á dönsku
Rekstrariðnfræði/rekstrartæknifræði - kennt á dönsku og ensku. Aðaláherslan á orkuiðnað (olía, gas og vindorka)
Kynningin mun fara fram á íslensku og eru áhugasamir nemendur hvattir til að mæta.
Lesa meira