Fréttir

Stoðtímar, valdagur og menningarferð

Stoðtímar í stærðfræði. Boðið verður upp á stoðtíma í stærðfræði á fimmtudögum milli kl.16-18 og veður fyrsti tíminn á morgun fimmtudaginn 29.október. Ekki þarf að skrá sig í þessa tíma bara mæta í stofu 4. Fyrir þá sem taka rútu þá fer hún frá VA kl.18:51 og verður skólinn opinn fram að því. Á morgun fimmtudag er valdagur. Valið fer fram í tímanum kl. 10:55-11:55 og falla því vinnustofur og kennslustundir niður í þeim tíma. Þá eiga allir nemendur að velja fyrir næstu önn hjá umsjónarkennara. Menningarferð. Allir sem ætla í menningarferð eru boðaðir á fund með skólameistara og fararstjórum í stofu 1 kl. 9:35 á morgun fimmtudag. Mjög mikilvægt að allir mæti.
Lesa meira

Vetrarfrí 23. og 26. október

Föstudaginn 23. október og mánudaginn 26. október er vetrarfrí hjá nemendum og starfsfólki.
Lesa meira

Skimunarpróf vegna brotthvarfs

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur undanfarin tvö ár stýrt vinnuhóp til að sporna gegn brotthvarfi úr framhaldsskólum. Hefur hópurinn unnið að því að skilgreina aðgerðir m.a. í ljósi greiningar OECD, fyrirliggjandi rannsókna á brotthvarfi og reynslu annarra ríkja af að sporna gegn brotthvarfi. Allir framhaldsskólar taka þátt í brotthvarfsverkefninu og er VA þar ekki undanskilinn. Tilgangur verkefnisins er að m.a. að greina hvaða nemendur eru í brotthvarfshættu og skrá ástæður brotthvarfs til að bæta þekkingu á orsökum brotthvarfs og draga úr því. Greining á brotthvarfshættu í þessu verkefni nær að þessu sinni til nýnema sem fæddir eru 1999 og hófu nám í umræddum framhaldsskólum haustið 2015. Svör nemenda eru dulkóðuð og eingöngu námsráðgjafi hefur aðgang að dulkóðanum.
Lesa meira

Heyra píptestin sögunni til?

Smellið á fyrirsögnina til að lesa frétt á agl.is
Lesa meira

Heimsókn frá Tækniskólanum í Klaksvík

Á dögunum fengum við góða gesti í heimsókn frá Tækniskólanum í Klaksvík í Færeyjum. Hópurinn samanstóð af 28 nemendur og fjórum kennurum. Kennararnir voru úr húsasmíði, málm- og rafiðngreinum. Gestirnir kynntu sér uppbyggingu námsins í VA í þessum greinum og þá aðstöðu sem í boði er. Einnig fengu kennarar og nemendur VA stutta kynningu á Tækniskólanum en heimasíða skólans er http://www.tsk.fo/ Er þetta í annað skiptið sem við fáum heimsókn frá þessum vinum okkar sjá frétt frá 9.10. 2014 http://www.va.is/is/skolatorg/frettir/enginn-titill-7 Myndir frá heimsókninni í gær er að finna http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/heimsokn-fra-taekniskolanum-i-klaksvik?page=1
Lesa meira

VERKNÁMSKYNNING HLUTI AF VINNUSKÓLA FJARÐABYGGÐAR

Verknámsvika hefur mælst vel fyrir sem hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Með nýjum samstarfssamningi Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands er þessi fjölbreytta verknámskynning nú orðin viðtekinn hluti af Vinnuskóla Fjarðarbyggðar. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Elvar Jónsson, skólameistari undirrituðu samninginn á Tæknidegi fjölskyldunnar sem fram fór sl. laugardag í Verkmenntaskóla Austurlands.
Lesa meira

Tæknidagurinn á ruv.is

Smellið á fyrirsögninga til að skoða myndefni frá Tæknidegi fjölskyldunnar á ruv.is.
Lesa meira

623 skrifuðu nafn sitt í gestabækur

Takk kærlega fyrir komuna á Tæknidag fjölskyldunnar en 623 skrifuðu nafn sitt í gestabækur. Frekari fréttir og myndir frá deginum koma næstu daga en margskonar umfjöllun er að finna á facebooksíðu tæknidagsins.
Lesa meira

Tæknidagur fjölskyldunnar 2015:

Spennandi tækni, vísindi og sköpun Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 10. október. Dagurinn er sem fyrr tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Tæknidagarnir í fyrra og hittiðfyrra hafa tekist með eindæmum vel en áætlaður fjöldi gesta í fyrra var um sjö hundruð manns. Þetta er í þriðja sinn sem Austurbrú ses. og Verkmenntaskóli Austurlands taka höndum saman og skipuleggja daginn en markmiðið með Tæknidegi fjölskyldunnar er sem fyrr að vekja athygli á fjölbreyttum og spennandi viðfangsefnum tækni, verkmennta og vísinda um leið og öll fjölskyldan skemmtir sér saman.
Lesa meira

Haustganga 2015

Haustganga VA var farin miðvikudaginn 30. september. Haustgangan er árlegur viðburður í VA og hefur verið fastur liður í skólastarfinu frá upphafi en þá er hinn venjulegi skóladagur brotinn upp og nemendur og starfsmenn gera sér glaðan dag saman á göngu. Að þessu sinni voru tvær skemmtilegar gönguleiðir í boði. Farið var með rútum upp að skíðaskála þar sem íþróttaakademían sá um að koma mannskapnum í gang með léttri upphitun. Annar hópurinn gekk síðan eftir merktri leið upp á Svartafjall og hinn hópurinn gekk eftir vegslóðanum upp á Oddsskarð.
Lesa meira