Fréttir

Höfðingleg gjöf

Þriðjudaginn 21. apríl fékk skólinn höfðinglega gjöf frá Smith og Norland og Félagi íslenskra rafvirkja. Um er að ræða Simens LOGO stýrivélar til notkunar í kennslu.
Lesa meira

Árshátið NIVA 22. apríl

Nánar á facebook síðu NIVA (https://www.facebook.com/nemendafelag.va?fref=ts)
Lesa meira

Skíða- og útivistardagur VA

Þriðjudaginn 14. apríl n.k. er stefnt að því að hafa skíða- og útivistardag VA í Oddsskarði. Smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrá dagsins.
Lesa meira

Fulltrúar NIVA í Söngkeppni framhaldsskólanna 2015

Laugardaginn næstkomandi fer fram Söngkeppni framhaldsskólanna en þetta er í 25. skipti sem keppnin er haldin. Fulltrúar nemendafélagsins að þessu sinni eru Katrín Lilja Sigurjónsdóttir og Margrét Kolka Hlöðversdóttir. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst forkeppnin kl. 13. Dómarar velja 11 atriði sem komast áfram í úrslit en eitt atriði kemst áfram í gegnum símakosningu. Úrslitakeppnin hefst kl. 21. Allar upplýsingar um keppnina og hvernig hægt er að kaupa sér miða má lesa https://www.facebook.com/songkeppniframhaldsskolanna Einnig er hægt að fylgjast með stúlkunum á síðu þeirra https://www.facebook.com/margretogkatrin2015?fref=ts Starfsfólk og nemendur óska þeim góðs gengis og hlakka til að fylgjast með þeim á laugardag.
Lesa meira

Fab Lab námskeið

Kynning á Fab Lab Austurland. Kennd undirstöðuatriði í teikniforritinu Inkscape (með Inkscape er hægt að teikna fyrir vinylskera, laserskera og stóra fræsarann), notkun vinylskera og laserskera. Þátttakendur þurfa að mæta með fartölvur1 og mikilvægt er að hafa mús meðferðis. Hlaðið forritinu Inkscape inn í tölvurnar fyrirfram en það má sækja endurgjaldslaust af slóðinni: http://inkscape.org/download/?lang=en
Lesa meira

Páskaleyfi

Skrifstofan verður lokuð frá og með 30. mars en opnar aftur þriðjudaginn 7. apríl kl.10:00. Kennsla hefst miðvikudaginn 8. apríl samkvæmt stundaskrá. Gleðilega páska!
Lesa meira

Námskynning frá Keili

Fulltrúar frá Keili verða með kynningu á námsframboði skólans í Verkmenntaskóla Austurlands, fimmtudaginn 26. Mars kl. 9:15 í stofu 1. Sérstök áhersla verður lögð á nám á háskólastigi, en í Keili er bæði hægt að leggja stund á tæknifræðinám til BS gráðu á vegum Háskóla Íslands og átta mánaða leiðsögunám í ævintýraferðamennsku í samstarfi við Thompson Rivers University í Kanada. Einnig verður kynnt vinsælt einka- og styrktarþjálfaranám, auk flugvirkjanáms og einka- og atvinnuflugmannsnám við Flugakademíu Keilis.
Lesa meira

Páskaleyfi

Páskafrí frá 21. mars til og með 29. mars. Kennsla hefst miðvikudaginn 30. mars samkvæmt stundaskrá. Gleðilega páska
Lesa meira

Myndir frá opnum dögum

Myndir frá opnum dögum eru komnar í myndasafnið. Smellið á fyrirsögnina til að skoða þær.
Lesa meira

Árshátið frestað

Á fundi nemendafélagsins með skólameistara og félagslífsfulltrúum var tekin ákvörðun um að fresta árshátið Verkmenntaskóla Austurlands sem fyrirhuguð var n.k. föstudagskvöld. Ástæða frestunarinnar er afar slæm verðurspá fyrir helgina. Árshátiðin verður því haldin 22. apríl n.k.
Lesa meira