14.01.2015
VA mætir MR í kvöld kl.19:30. Keppninni er útvarpað á Rás 2. Lið VA skipa þau Þórunn Egilsdóttir, Sigurður Ingvi Gunnþórsson og Þorvaldur Marteinn Jónsson. Þjálfari liðsins er Óskar Ágúst Þorsteinsson.
Lesa meira
09.01.2015
Næstkomandi þriðjudag mætir gettu betur lið VA liði starfsfólks. Keppnin fer fram í stofu 1 og hefst kl.10:30. Á miðvikudaginn kl.19:30 mætir VA svo liði MR. Keppninni er útvarpað á Rás 2. Annars er dagskrá fyrstu umferðar eftirfarandi:
Fyrri umferð
Mánudagur 12.janúar
Kl. 19.30 Borgarholtsskóli og Menntaskólinn á Ísafirði
Kl. 20.00 Kvennaskólinn og Framhaldsskólinn í Austur - Skaftafellssýslu
Kl. 20.30 Menntaskóli Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóli Suðurlands
Kl. 21.00 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Þriðjudagur 13.janúar
Kl. 19.30 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Landbúnaðarháskóli Íslands
Kl.20.00 Framhaldssk. í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn á Egilsstöðum
Kl.20.30 Verzlunarskóli Íslands og Verkmenntaskóli Akureyrar
Kl.21.00 Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Kópavogi
Miðvikudagur 14.janúar
Kl. 19.30 Menntaskólinn í Reykjavík og Verkmenntaskóli Austurlands
Kl. 20.00 Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn að Laugarvatni
Kl.20.30 Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra
Fimmtudagur 15.janúar
Kl. 19.30 Framhaldsskólinn á Húsavík og Tækniskólinn
Kl. 20.00 Menntaskólinn við Sund og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Kl. 20.30 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Dregið í viðureignir annarrar umferðar
Lesa meira
05.01.2015
Þriðjudaginn 6. janúar verður kennt eftir hraðtöflu þar sem hver tími er 20 mínútur. Smelltu á fyrirsögnina og hlekkinn " Stutt stundatafla".
Lesa meira
02.01.2015
Skóli hefst þriðjudaginn 6.janúar. Þennan fyrsta skóladag verður kennt samkvæmt hraðtöflu. Taflan kemur inn á heimasíðuna á mánudaginn en nemendur geta einnig nálgast hana hjá ritara. Rútuferðir eru samkvæmt áætlun Fjarðabyggðar. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu á mánudagsmorguninn. Heimavistin opnar á mánudaginn og verða skólameistari og heimavistarstjóri með fund með heimavistarbúum í kvöldmatartímanum kl.18 -19. Mötuneytið opnar á miðvikudaginn fyrir aðra en heimavistarbúa. Mikilvægt er að nemendur skrái sig í mat hjá ritara á þriðjudaginn. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef frekari upplýsinga er þörf.
Lesa meira
19.12.2014
Sjá dagatal vorannar á http://www.va.is/static/files/Haust2014/dagatal_vor2015.png
Lesa meira
18.12.2014
Námsmatssýning verður föstudaginn 19.des. frá kl.10:00 – 11:30.
Nemendur eru hvattir til að koma og fara yfir prófin sín.
Opnað verður fyrir einkunnir í Innu föstudaginn 19.des. kl. 8:00
Lesa meira
12.12.2014
Rútuferðir á prófatíma verða sem hér segir:
Frá Reyðarfirði kl. 9:30.
Frá Eskifirði kl 9:50.
Frá VA kl. 14:11 og 16:25.
Lesa meira
11.12.2014
Allar upplýsingar um fyrirkomulag á vorönn 2015 eru sendar í tölvupósti til nemenda og til forráðamanna þeirra nemenda sem eru undir 18 ára. Greiðslukröfur v/ innritunar- og heimavistargjalda eru stofnaðar í heimabanka og ekki sendir út greiðsluseðlar. Ef einhver þarf að fá greiðsluseðil á pappírsformi hafið þá samband við Sigurborgu Hákonardóttur fjármálastjóra í síma 4771788 eða á sigurborg@va.is og seðillinn verður sendur í pósti. Þessi breyting er liður í að minnka pappírsnotkun eins og kostur er.
Lesa meira
08.12.2014
Dagana 11. og 12. desember verða vinnustofudagar í Verkmenntaskóla Austurlands (sjá dagskrá í viðhengi). Þar verða opnar vinnustofur þar sem nemendur geta fengið aðstoð frá viðkomandi kennara varðandi verkefnaskil og/eða prófundirbúning ef það á við. Einnig verða einhver munnleg eða verkleg próf og ritgerðir afhentar.
Þessa daga er ekki mætingaskylda, nema ef kennari hefur fastsett tíma með nemanda. Nemendur eru þó hvattir til þess að nýta vinnustofudagana vel og nýta sér þá aðstoð sem er í boði.
Lesa meira
26.11.2014
Nemendum grunnskólanna í Fjarðabyggð og nemendum frá Breiðdalsvík og Djúpavogi var boðið á skólakynningu í VA. Þau fengu að kynnast bóklegu- og verklegu námi, félagslífi skólans, heimavistinni og síðast en ekki síst nýju hátækniverkstæði skólans, Fab Lab.
Lesa meira