Fréttir

Smáskipanámskeið í Verkmenntaskóla Austurlands

Smáskipanámskeið í Verkmenntaskóla Austurlands Í október/nóvember ef næg þátttaka fæst Kenndar verða 5 – 6 helgar. Fyrsta kennsluhelgin er 25. – 26. október og síðasta kennsluhelgin er 29. – 30. nóvember. Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður.
Lesa meira

Vinnustofudagur 13. október 2014

Mánudaginn 13. október verður vinnustofudagur en þá eiga nemendur að mæta í vinnustofur. Hægt verður að velja á milli þess að fara í bóklegar eða verklegar vinnustofur. Í vinnustofum vinna nemendur að sínum verkefnum, sem geta verið ýmiskonar og fengið aðstoð hjá kennurum. Þetta getur t.d. verið ritgerðarsmíð, verkefnavinna, prófundirbúningur eða vinna á verkstæði. Einnig verða einhverjir kennarar með leiðsagnarviðtöl þennan dag. Nemendur velja a.m.k eina vinnustofu fyrir hádegi og aðra eftir hádegið. Skyldumæting er í skólann Nemendum er boðið í hafragraut á milli kl. 8:30 - 09:00
Lesa meira

Styrktarþjálfun íþróttafólks

„Hreyfigreiningar og færniþjálfun Forvarnir gegn íþróttameiðslum!" Fyrirlestur í boði Íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands, Íþróttafélagsins Þróttar, Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar og Kine Academy verður mánudaginn 13. október kl. 20:00 í fyrirlestrarstofu VA.
Lesa meira

Heimsókn Tækniskólans í Klaksvík

Í gær fengum við góða gesti í heimsókn frá Tækniskólanum í Klaksvík í Færeyjum. Um er að ræða 36 nemendur og fimm kennara í húsasmíði, málm- og rafiðngreinum. Gestirnir kynntu sér uppbyggingu námsins í VA í þessum greinum og þá aðstöðu sem í boði er.
Lesa meira

Vistargleði

Fimmtudaginn sl. stóð nemendaráð skólans í samvinnu við vistarráð að vistargleði sem fram fór í matsal heimavistarinnar. Komu þá saman íbúar heimavistarinnar ásamt öðrum nemendum skólans og brugðu á leik. Vistarráðið sá um skipulagningu á leikjunum og voru þeir frumlegir og fjörugir. Nemendum var skipt í lið og fengu liðin stig fyrir hinar ýmsu þrautir þ.á.m. óvenjulegt boðhlaup með skeiðum, skálum, eplum og þvottabala ásamt sjómann, armbeygjukeppni, kappáti ofl. Keppnin fór að öllu leyti vel fram, en markmið keppenda var að skemmta sér og öðrum. Herlegheitunum lauk síðan með pizzuveislu. Dagurinn heppnaðist vel og vonandi að vistarráðið standi fyrir fleiri samkomum á heimavistinni og lífgi þannig enn meira upp á tilveruna á vistinni.
Lesa meira

Sunddagur VA

Sunddagur VA – þriðjudaginn 7.október 2014 (smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrána)
Lesa meira

Miðannarmatsdagar í VA

Dagana 13. – 17. október verður námsmatsvika í Verkmenntaskóla Austurlands. Mánudaginn 20. október verður miðannarmat nemenda tilbúið í Innu. Námsmatsvikan verður með breyttu sniði í ár. Mánudaginn 13. október verður vinnustofudagur en þá eiga nemendur að mæta í vinnustofur. Hægt verður að velja á milli þess að fara í bóklegar eða verklegar vinnustofur. Í vinnustofum vinna nemendur að sínum verkefnum, sem geta verið ýmiskonar og fengið aðstoð hjá kennurum. Þetta getur t.d. verið ritgerðarsmíð, verkefnavinna, prófundirbúningur eða vinna á verkstæði. Einnig verða einhverjir kennarar með leiðsagnarviðtöl þennan dag. Aðra daga í vikunni verður kennt samkvæmt stundaskrá. Skyldumæting er á vinnustofudaginn og mætingar skráðar í vinnustofum.
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur - dreifbýlisstyrkur.

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2014-2015 er til 15.október næstkomandi! Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd
Lesa meira

Gróðursetning og mannréttindi

Sú hefð hefur skapast í upphafi haustannar að nýnemar í VA gróðursetji trjáplöntur í svokallaðan VA-Lund. Lundurinn er staðsettur við suðvesturhorn tjaldsvæðisins neðan snjóflóðarvarnargarða. Með tímanum verður þessi lundur vonandi gróinn fallegum trjám. Fimmtudaginn 18. september nýttu nýnemarnir lífsleiknitímann í að gróðursetja og fræddust í leiðinni um starfsemi mannréttindasamtakanna Amnesty International. Skólinn hefur haft það að markmiði sínu á hverju skólaári að vekja athygli á mannréttindum. Á síðasta skólaári voru mannréttindi hinsegins fólks í Rússlandi í brennidepli en nú er athyglinni beint að æskubúðum Amnesty í Marokkó – Keep the campus alive. En þarlend stjórnvöld hafa lagt bann við að þær verði haldnar. Æskubúðirnar hafa verið haldnar víðsvegar um heiminn siðan 1989, þar hittast ungir aðgerðarsinnar og deila reynslu sinni í baráttunni fyrir mannréttindum
Lesa meira

Fab Lab Austurland opnar í haust

Á haustmánuðum verður opnuð ný Fab Lab smiðja, Fab Lab Austurland, við Verkmenntaskóla Austurlands í Fjarðabyggð. Í henni getur fólk mótað og framleitt hluti með hjálp stafrænnar tækni. Þótt stofan sé í skólanum er hún opin almenningi.
Lesa meira