Fréttir

Mætti sem samkennari sinn

Smellið á fyrirsögnina til að lesa fréttina á agl.is.
Lesa meira

Gagnrýni: Hárið

Smellið á fyrirsögnina og lesið gagnrýni á agl.is.
Lesa meira

Milljarður rís upp

Í dag, föstudaginn 13. febrúar, reis milljarður upp út um allan heim og dansaði saman. Hugmyndin er að nota dansinn sem byltingu til að hrista heiminn. Tilgangurinn er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem konur verða fyrir í út um allan heim. Byltingin er á vegum UN Women sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir auknu jafnrétti og heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Þetta er í annað skipti sem að nemendur og starfsfólk VA taka þátt í þessum viðburði en í ár var ákveðið að horfa til nærumhverfisins og fá fleiri með í byltinguna. Guðrún Smáradóttir danskennari slóst strax í hópinn og við bættust svo starfsfólk og nemendur Nesskóla auk almennings í Neskaupstað. Um 200 manns mættu í íþróttahúsið og dönsuðu undir stjórn Guðrúnar og skemmtu sér saman. Byltingin hefur vakið marga til umhugsunar um þetta mikilvæga málefni og dagurinn velheppnaður að mati þátttakenda.
Lesa meira

Svanlaug í yfirheyrslu: Leggjum metnað í að gera vel á afmælisárinu

Smellið á fyrirsögnina til að lesa fréttina.
Lesa meira

Söngleikurinn Hárið

Leikfélagið Djúpið frumsýnir söngleikinn Hárið á föstudaginn kl.20:00 í Egilsbúð. Sýningar verða einnig 8., 14., 15., 20. og 21. febrúar.
Lesa meira

Skólafundur

Þriðjudaginn sl. var haldinn skólafundur. Fundurinn var óvenjulegur að því leyti að nemendaráð skólans sá um fundinn. Viðfangsefni fundarins var félagslíf skólans. Nemendum var skipt í þrjá hópa og fengu tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um allt sem viðkemur félagslífi skólans. Hvað má gera betur og hugmyndir að viðburðum sem nemendaráðið skipuleggur. Eftir að hóparnir höfðu skrifað hjá sér niðurstöður sínar voru þær kynntar fyrir öðrum nemendum og starfsmönnum skólans. Nemendur komu með margar góðar hugmyndir og komu á framfæri atriðum sem nemendaráðið ber að hafa í huga. Nemendaráðið mun eftir bestu getu reyna að fullnægja óskum þeirra.
Lesa meira

Fab Lab námskeið

byrjendanámskeið (FAB1INK01) Staðsetning Fab Lab Austurland Verkkennsluhús Verkmenntaskóla Austurlands (sambyggt íþróttahúsinu) Gengið inn um stiga á suðurhlið hússins
Lesa meira

Skólafundur þriðjudaginn 20. jan.

Boðað er til skólafundar þriðjudaginn 20. janúar n.k. Á fundinum verður rætt um félagslíf skólans og hvað nemendur geta gert til að bæta það. Fundurinn hefst klukkan 10:30 og er mæting í stofu 1. Allir nemendur skólans eru boðaðir á fundinn og mun stjórn NÍVA stjórna honum. Starfsfólk er velkomið á fundinn kl.11:15
Lesa meira

Gettu betur - myndir

Í myndasafninu hér á síðunni er að finna skemmtilegar myndir frá keppni nemenda og starfsfólks í Gettu betur http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/gettu-betur-2015
Lesa meira

VA úr leik í Gettu betur

Eftir tap gegn sterku liði MR í gær þá er VA úr leik þetta árið í Gettu betur. Lokatölur 25-10.
Lesa meira