Fréttir

Verknámsvikan 8.- 12. júní

Verknámsvikan er samstarfsverkefni Verkmenntaskóla Austurlands (VA) og Vinnuskóla Fjarðabyggðar og er því ætlað að gefa ungu fólki kost á að kynna sér iðnnám í VA í eina viku á launum í júní byrjun. Verknámsvikan stendur nemum Vinnuskólans sem eru fædd árið 2000 til boða. Nemendur taka þátt í verkefnum á vel útbúnum verkstæðum skólans og fá með því móti lifandi innsýn í störf sem tengjast t.d. í sjávar-, iðn- eða tæknifyrirtækjum. Nemendum vinnuskólans hefur jafnan gefist kostur að kynna sér tvær námsgreinar við verkmennataskólann. Þá er öll kennsla skipulögð af starfsfólki Verkmenntasólans Austurlands. Verknámsvikan verður dagana 8. – 12. júní, mæting er í Verkmenntaskóla Austurlands klukkan 8:30. Það verður rúta alla daga Verknámsvikunnar og brottför er sem hér segir: Stöðvarfjörður, við áhaldahús klukkan 06:50. Fáskrúðsfjörður, við áhaldahús klukkan 07:10. Reyðarfjörður, við áhaldahús klukkan 07:30. Eskifjörður, við áhaldahús klukkan 07:50. Heimferð er áætluð klukkan 12:30. Nú í ár verður öll lífsleikni 9. bekkar Vinnuskóla Fjarðabyggðar nýtt í Verknámsvikuna, því verður ekki um aðra lífsleikni í formi leikja og gönguferða að ræða. Allar nánari upplýsingar um Verknámsvikuna veitir Verkmenntaskóli Austurlands.
Lesa meira

Brautskráning 2015

Verkmenntaskóla Austurlands var slitið við hátíðlega athöfn í 29. sinn laugardaginn 30. maí að viðstöddu fjölmenni í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Alls brautskráðust 32 nemendur af 9 brautum. Veittar voru viðurkenningar fyrir námsárangur og félagstörf í þágu skólans. Eftirtaldir nemendur voru brautskráðir: Anna Margrét Arnarsdóttir Náttúrufræðibraut Bjarney Málfríður Einarsdóttir Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum Björgvin Jónsson Vélvirkjun Bryndís Helga Ólafsdóttir Viðbótarnám til stúdentsprófs Elísa Kristinsdóttir Félagsfræðibraut Elvar Örn Ingason Félagsfræðibraut Eydís Elva Gunnarsdóttir Náttúrufræðibraut Fannar Árnason Viðbótarnám til stúdentsprófs Friðrik Júlíus Björgvinsson Vélvirkjun Gunnar Örnólfur Reynisson Vélvirkjun Hákon Þór Sófusson Félagsfræðibraut Helena Líf Magnúsdóttir Félagsfræðibraut Hjálmar Joensen Náttúrufræðibraut Hlynur Bjarnason Félagsfræðibraut Ingólfur Jóhannsson Vélvirkjun Kristrún Líney Þórðardóttir Félagsfræðibraut Lilja Tekla Jóhannsdóttir Félagsfræðibraut Margrét Vilborg Steinsdóttir Félagsfræðibraut Ólöf Ósk Einarsdóttir Félagsfræðibraut Sigurbergur Ingi Jóhannsson Náttúrufræðibraut Sigurrós Sigurðardóttir Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum Solveig Pétursdóttir Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum Sóley Hjörvarsdóttir Náttúrufræðibraut Stefán Vilberg Andrésson Starfsbraut Steinunn Viðarsdóttir Starfsbraut Særún Kristín Sævarsdóttir Meistaranám í hársnyrtiiðn Tinna Heimisdóttir Félagsfræðibraut Þorbjörg Þórisdóttir Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og leiðbeinandi í leikskólum Þóra Elísabet Valgeirsdóttir Sjúkraliðabraut Þóra Jóna Kemp Árbjörnsdóttir Sjúkraliðabraut Þórhildur Ösp Þórhallsdóttir Félagsfræðibraut Þórunn Egilsdóttir Náttúrufræðibraut Eftirtaldir hlutu verðlaun fyrir árangur í námi: Ingólfur Jóhannsson fyrir ágætan námsárangur í vélvirkjun. Solveig Pétursdóttir fyrir frábæran námsárangur á námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum. Lilja Tekla Jóhannsdóttir fyrir ágætan námsárangur í félagsfræðigreinum. Sigurbergur Ingi Jóhannsson fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku, stærðfræði og raungreinum. Einnig hlaut Sigurbergur verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi með meðaleinkunnina 9,42. Sóley Hjörvarsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun fyrir að hafa starfað dyggilega að félagslífi skólans og sýnt dugnað og ósérhlífni í þágu samnemenda sinna: Anna Margrét Arnarsdóttir Lilja Tekla Jóhannsdóttir Margrét Vilborg Steinsdóttir Þórunn Egilsdóttir Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun fyrir að starfa ötullega í listaakademíu og leikfélagi skólans: Margrét Vilborg Steinsdóttir Tinna Heimisdóttir Mynd: Útskriftarnemar ásamt Elvari Jónssyni skólameistara. Myndina tók William Geir Þorsteinsson.
Lesa meira

Brautskráning

Brautskráning verður í íþróttahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 30. maí og hefst kl 14:00.
Lesa meira

Skráning á haustönn

Opið er fyrir umsóknir á eftirtaldar námsbrautir: Félagsfræðibraut Náttúrurfræðibraut Framhaldsskólabraut Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina – 1. önn Grunnnám málm- og véltæknigreina – 1. önn Grunnnám rafiðna – 1. önn og 3. önn Hársnyrtibraut – 1. önn Húsasmíðabraut – 3. önn Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og leiðbeinendur í leikskólum Sjúkraliðabraut – 1.önn Starfsbraut Vélstjórn – 3. og 5. önn
Lesa meira

Hestaferð

Starfsbraut VA fór í hestaferð í blíðskaparveðri undir leiðsögn Þórðar Júlíussonar á Skorrastað. Þar að auki renndu nemendur sér niður brekkurnar á bænum, hoppuðu í trampolini og heimsóttu fjárhúsið og fögnuðu nýju lömbunum.
Lesa meira

Vinnustofudagar

Dagskrá vinnustofudaga er komin inn á skólatorgið hér á síðunni. http://www.va.is/is/skolatorg
Lesa meira

Sálfræði daglegs lífs

Sálfræði daglegs lífs er áfangi sem kenndur er í fyrsta skipti í VA á þessari önn. Í áfanganum læra nemendur hugræna atferlismeðferð og slökun. Þeir kynna sér jákvæða sálfræði, íhugun, mindfulness og önnur sambærileg tól í andlegri heilsurækt. Eitt af verkefnum áfangans var að finna myndir sem í huga nemendanna táknaði gleði, þakklæti, stolt, eitthvað sem þeim þykir fyndið, væntumþykju og það besta við VA. Myndunum deildu nemendurnir á Instagramsíðunni með merkinu #salfraediva þar sem ennþá er hægt að skoða þæ
Lesa meira

Dregið úr edrúpotti

Á skemmtunum á vegum nemendafélags Verkmenntaskóla Austurlands gefst nemendum kostur á að blasa í áfengismæli. Með því er ekki aðeins verið að koma í veg fyrri ölvun nemenda á skemmtunum skólans heldur fara nöfn þeirra sem blása í edrúpott. Sami háttur var að sjálfsögðu hafður á þann 22. apríl sl. þegar árshátíð nemendafélagsins var haldin. Miðvikudaginn 29.apríl voru dregnir sigurvegarar upp úr edrúpottinum svokallaða sem geymdi nöfn þeirra sem blésu á árshátíðinni. Í þetta skipti voru pottarnir tveir, einn fyrir alla nemendur skólans og annar fyrir félaga í edrúfélagi skólans og höfðu meðlimir þess því tvöfalda möguleika á vinningi. En vinningarnir voru ekki af verri endanum, Bose-hátalarar fyrir sigurvegara í potti edrúfélagsins og sigurvegarinn í stærri pottinum hreppti Seinnheiser-heyrnartól. Sigurvegari í edrúpottinum var Smári Gunnarsson og Júlíus Óli Jakobsen var dreginn úr stóra pottinum.
Lesa meira

Vorfrí

Eins og fram kemur á skóladagatali þá er vorfrí fimmtudaginn 30. apríl og svo er auðvitað frí 1. maí.
Lesa meira