Fréttir

Efling list og verknáms & atvinnutækifæri framtíðarinnar.

Foreldrar og nemendur grunn- og framhaldsskóla á Austurlandi eru hvattir til að mæta og hlýða á erindi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um mikilvægi og möguleika list- og verknáms og mikilvægi þess fyrir atvinnulíf Íslendinga að hvetja nemendur til náms á því sviði.
Lesa meira

Tæknidagur fjölskyldunnar

Takk kærlega fyrir komuna á Tæknidag fjölskyldunnar en 524 skrifuðu nafn sitt í gestabækur. Frekari fréttir og myndir frá deginum koma næstu daga en margskonar umfjöllun er að finna á facebooksíðu tæknidagsins.
Lesa meira

Tæknidagur fjölskyldunnar 2014

Smellið á fyrirsögnina til að lesa fréttatilkynningu og tímasetta dagskrá.
Lesa meira

tónlistaskólakaffi

Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands sýndi stuðning sinn í verki í dag með því að bjóða kennurum Tónskólans í Neskaupstað sem eru í verkfalli í samstöðukaffi í morgun. Starfsfólk skólans tók höndum saman og hafði útbúið veisluborð og tók vel á móti á móti stéttarsystkinum sínum.
Lesa meira

Silfur í geðrækt

VA hefur verið þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli síðan haustið 2010. Í því sameina starfsmenn, nemendur, foreldrar og lykilfólk í nærsamfélaginu krafta sína með það að markmiði að vinna að betra og heilsusamlegra skólaumhverfi. Framhaldsskólar fá á þemaárinu gátlista frá Landlæknisembættinu og uppfylli þeir kröfur hans fá þeir viðurkenningu. Mikill árangur hefur náðst á þeim tíma síðan verkefnið hófst en skólinn hefur fengið bronsviðurkenningu í næringu, silfurviðurkenningu í hreyfingu og nú á haustdögum silfurviðurkenningu í geðrækt. Þema skólaársins 2014-2015 er lífsstíll. Á myndinni má sjá nemendur úr geðræktarhópi skólans, Lilju Teklu Jóhannsdóttur og Sigurð Ingva Gunnþórsson, halda á viðurkenningaskjali frá Landlæknisembættinu.
Lesa meira

Siðareglur NIVA

Stjórn NIVA , nemendafélags VA, hefur sett sér siðareglur. Stjórnin hefur í gegnum tíðina reynt að tryggja að félagslíf skólans henti sem flestum og að skólabragur VA einkennist af virðingu og vináttu. Nú hefur stjórnin tekið stærra skref í þá átt og sett sér skriflegar siðareglur sem hún mun fylgja. Siðareglurnar eru eftirfarandi: Stjórn NIVA leggur sig fram við að: • tryggja að félagslíf skólans einkennist af virðingu, umhyggju, jafnrétti og lýðræði • skipuleggja ekki viðburði sem upphefja félagslega stéttaskiptingu meðal nemenda • fagna nýnemum í skólanum á jákvæðan hátt fyrir alla með uppbroti á skóladegi, hátíð og gleðistund • gæta að jöfnu kynjahlutfalli í stjórn nemendafélags og ráðum og nefndum á þeirra vegum • auglýsingar innan skólans, á Instagram, Snapchat, Facebook og aðrar á þeirra vegum ýti ekki undir staðalmyndir um hlutverk kynjanna, útlitsdýrkun eða fordóma af neinu tagi • hafa að leiðarljósi að ráða ekki skemmtikrafta sem gætu valdið einstaklingum innan skólans vanlíðan eða stuðlað að meiri fordómum eða minni virðingu fyrir ólíkum hópum í samfélaginu • vera fyrirmynd hvað varðar mannvirðingu, jafnrétti og jákvæð samskipti
Lesa meira

Vel heppnaður íþróttadagur - myndir

Íþróttadagurinn í dag heppnaðist mjög vel og var þátttaka góð en um 100 manns tóku þátt. Íþróttaakademína skólans stóð fyrir deginum. Sjá myndir á http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/ithrottadagur-2014 .
Lesa meira

Íþróttadagur á föstudaginn

Smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrána.
Lesa meira

Menningarferð nemendaráðs VA

Föstudaginn sl. lögðu 38 nemendur úr Verkmenntaskólanum af stað í menningarferð ásamt fararstjórn. Var ferðinni heitið norður í land n.t.t. til Fjallabyggðar og Akureyrar. Markmið ferðarinnar var að kynnast nemendum Menntaskólans á Tröllaskaga sem staðsettur er á Ólafsfirði og nýta þá eiginleika sem Akureyri hefur upp á að bjóða í skemmtun og leik. Marian hinn ágæti bílstjóri ferðarinnar renndi með hersinguna í hlað á Ólafsfirði um kvöldmatarleyti og þar beið hópsins pizzuhlaðborð og fulltrúi nemendafélags Menntaskólans á Tröllaskaga ásamt kennara. Saddir og sælir komu Austfirðingar sér fyrir í skólanum sem er til húsa í gamla gagnfræðiskólanum í bænum. Skólinn er ungur að árum, en hann var stofnaður 2011 og eru nemendur um 200. Eftir að hafa komið sér fyrir gerðu nemendur sig klára, voru allir speglar nýttir við málningu og túperingu í anda 9. áratugsins, því nú skyldi halda á ball á Siglufirði. Ballið á Siglufirði var haldið á Allanum sem einu sinni hét Bíó Café. Ballið átti lítið skylt við 9. áratuginn, plötusnúðurinn ruglaðist í ríminu og spilaði tónlist sem verður væntanlega vinsæl um 2080. Allt fór þó vel fram og allir komust aftur í gegnum Héðinsfjarðargöng til svefnstaðar okkar. Laugardagurinn hófst með upprúllun á svefnpokum og pylsum í veitingaskálanum gegnt skólanum. Á leiðinni til Akureyrar var Dalvík heimsótt þar sem ferðalangarnir skoluðu af sér rykið í sundlaug bæjarins og heimsóttu byggðarsafnið þar sem Jóhanni Svarfdælingi er gert hátt undir höfði. Vöktu munir úr eigu Jóhanns risa athygli hópsins auk örlaga hans að vinna sem sýningardýr í Danmörku og Bandaríkjunum. Þegar komið var til Akureyrar um miðjan dag á laugardeginum var fyrsta verk að koma okkur fyrir á Backpackers, sem er farfuglaheimili og kaffihús staðsett við göngugötu þeirra Akureyringa. Eftir það spókaði unga fólkið sig á Akureyri áður haldið var á skauta og í keilu. Þar sýndu menn listir sínar, en þess má geta að farastjórnin hafði mikla yfirburði í keiluspilinu. Um kvöldið var haldið á veitingastaðinn Bryggjuna og borðað lambakjöt og kjúklingur sem fór vel ofan í mannskapinn svo ekki sé talað um eftirréttinn. Síðar um kvöldið fóru flestir í bíó, eftir kvikmyndasýningar mældu sumir götur bæjarins en aðrir lögðust snemma til hvílu. Á leiðinni heim á sunnudeginum var komið við í Jarðböðunum við Mývatn og lét hópurinn þreytuna líða úr sér í náttúrulegu laug þeirra Þingeyinga. Þess má geta að nemendur voru til fyrirmyndar í ferðinni og virtu allir sem einn þær reglur sem fyrir þá höfðu verið settar. Öll ungmennin blésu í áfengismæli bæði kvöldin sem staðfesti að ferðin var með öllu áfengislaus. Fararstjórnin.
Lesa meira

Stofnfundur Edrúfélags VA

Þann 14. október síðastliðinn mættu fimmtán frískir nemendur á stofnfund Edrúfélags VA. Skilyrði fyrir aðild að félaginu er skuldbinding til að mæta allsgáður á viðburði skólans og sýna fram á það með því að blása í áfengismæli sé það í boði. Félagsmenn munu setja sér frekari reglur á næstu vikum. Stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar sem nemendur geta skráð sig og haldið utan um samskipti sín á milli. Félagsaðild mun fylgja ákveðin fríðindi en hver þau verða mun hópurinn ákveða í samráði við skólann og NIVA.
Lesa meira