06.03.2015
Á morgun, laugardaginn 7. mars frá kl. 11-14 verður skemmtilegt og fróðlegt málþing um heilbrigðan lífsstíl haldið í Nesskóla Neskaupstað. Á málþinginu verða áhugaverðir fyrirlesarar og kynningarbásar. Málþingið er haldið í samvinnu Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar og foreldrafélögum VA og Nesskóla. Málþingið ætti að höfða bæði til ungmenna og fullorðinna og við hvetjum alla til að koma og eiga notalega stund með okkur. Húsið opnar kl. 10:30.
Lesa meira
05.03.2015
Næstkomandi föstudag er lífsstílsdagur í VA. Af því tilefni er nemendum og starfsfólki boðið í hollan og góðan mat þeim að kostnaðarlausu í mötuneyti skólans kl. 12:00. Erla Björnsdóttir sálfræðingur mun halda fyrirlestur um svefn og svefnvandamál.
Lesa meira
05.03.2015
Í gær og í dag eru vinnustofudagar. Myndir frá vinnustofu í íslensku frá því í gær eru komnar í myndasafnið hér á síðunni http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/vinnustofudagur-4.3
Lesa meira
03.03.2015
Miðvikudag og fimmtudag verða vinnustofudagar í VA. Á miðvikudag er skyldumæting. Nemendur eiga að velja sér a.m.k eina vinnustofu fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Á fimmtudag er svo frjáls mæting á vinnustofudaginn. Dagskráin er undir "Skólatorg"
Lesa meira
27.02.2015
Smellið á fyrirsögnina til að horfa á þáttinn.
Lesa meira
19.02.2015
Mánudaginn 24. febrúar kl. 14:00 í stofu 1 mun fara fram kynning á Erhversakademi Sydvest sem staðsettur er í Esbjerg. Þetta er háskóli sem býður upp á diplómanám (2 ára nám) og nám til B.S og B.A gráðu. Í skólanum er lögð áhersla á eftirfarandi greinar:
Markaðsfræði - kennt á ensku eða dönsku,
margmiðlunarhönnun - kennt á ensku,
tölvufræði - kennt á ensku,
fatahönnun - kennt á ensku
Byggingarfræði/Tæknifræði - kennt á dönsku
Rafmagnsiðnfræði - kennt á dönsku
Rekstrariðnfræði/rekstrartæknifræði - kennt á dönsku og ensku. Aðaláherslan á orkuiðnað (olía, gas og vindorka)
Kynningin mun fara fram á íslensku og eru áhugasamir nemendur hvattir til að mæta.
Lesa meira
18.02.2015
Smellið á fyrirsögnina til að lesa fréttina á agl.is.
Lesa meira
18.02.2015
Smellið á fyrirsögnina og lesið gagnrýni á agl.is.
Lesa meira
13.02.2015
Í dag, föstudaginn 13. febrúar, reis milljarður upp út um allan heim og dansaði saman. Hugmyndin er að nota dansinn sem byltingu til að hrista heiminn. Tilgangurinn er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem konur verða fyrir í út um allan heim. Byltingin er á vegum UN Women sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir auknu jafnrétti og heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Þetta er í annað skipti sem að nemendur og starfsfólk VA taka þátt í þessum viðburði en í ár var ákveðið að horfa til nærumhverfisins og fá fleiri með í byltinguna. Guðrún Smáradóttir danskennari slóst strax í hópinn og við bættust svo starfsfólk og nemendur Nesskóla auk almennings í Neskaupstað. Um 200 manns mættu í íþróttahúsið og dönsuðu undir stjórn Guðrúnar og skemmtu sér saman. Byltingin hefur vakið marga til umhugsunar um þetta mikilvæga málefni og dagurinn velheppnaður að mati þátttakenda.
Lesa meira