Fréttir

Nýnemadagur, gróðursetning, mannréttindabarátta o.fl. (myndir)

Í myndasafninu hér á síðunni er að finna myndir frá hinum ýmsu viðburðum í skólastarfinu undanfarið m.a. frá nýnemadegi, gróðursetningu og mannréttindabaráttu (smellið á fyrirsögnina til að skoða myndirnar).
Lesa meira

Fab Lab smiðjan byggist upp jafnt og þétt

Fab Lab Austurland er smám saman að taka á sig mynd. Framkvæmdum við breytingar á verkkennsluhúsi VA lýkur fljótlega og þá verður hægt að setja upp þau tæki sem komin eru. Tölvurnar bíða óþreyjufullar í kössum eftir að fá sitt pláss og hefja störf sem vettvangur stafrænnar hönnunar. Laserinn er kominn upp úr kassanum og Shopbot-inn (stóri fræsarinn) var hífður inn í húsið í gær – enda engin smásmíði. Þegar allt verður komið á sinn stað verður til staðar í Fab Lab smiðjunni: • Shopbot (stór fræsari) • Laser • Vínilskeri • Þrívíddarprentari (Ultimaker) • Lítill fræsari (Roland Mono Fab) • Rafeindaverkstæði ShopBot fluttur í sitt framtíðarhúsnæði Tölvur bíða óþreyjufullar í kössum Laserin kominn á sinn stað Starfsmenn og nemendur fylgjast með
Lesa meira

Myndir frá skólafundi

Myndir frá skólafundi eru komnar í myndasafnið hér á síðunni http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/skolafundur-haust-2014
Lesa meira

Haustgöngu frestað um óákveðinn tíma

Vegna óvissu um loftmengun á morgun fimmtudag hefur haustgöngu verið frestað um óákveðinn tíma. Kennsla verður því samkvæmt stundaskrá á morgun.
Lesa meira

Skólafundur

Í gær var haldinn skólafundur og tókst hann mjög vel en rúmlega 60 manns sóttu fundinn. Miklar og góðar umræður urðu um skólabrag og forvarnarmál t.d. komu fram mjög mismunandi sjónarmið varðandi forvarnir og hvert VA skuli stefna í þeim efnum.
Lesa meira

Haustganga 2014 - fimmtudaginn 11. september

Smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrá haustgöngu.
Lesa meira

Skólafundur

Á morgun þriðjudaginn 9. september verður haldinn skólafundur samkvæmt skóladagatali. Fundurinn verður settur kl.10:30 í stofu 1 og stendur til kl.11:35. Mikilvægt er að sem flestir mæti enda til umræðu mikilvægir þættir í skólastarfinu en að þessu sinni eru forvarnir og skólabragur til umræðu. Á fundinn eru boðaðir allir starfsmenn og nemendur skólans. Skólameistari
Lesa meira

Nýnemadagur

Næstkomandi föstudag, 5. september, verður efnt til nýnemadags í VA – nýnemum til heiðurs og þeir formlega boðnir velkomnir í skólann. Dagskráin verður eftirfarandi: 11:00 – 13:00 Ratleikur. Nýnemar fara í ratleik sem verður skipulagður af stjórn NIVA. Að loknum ratleik er pizzuveisla fyrir nýnema. 13:00 – 14:00 Vatnsrennibraut. Brautin verður opin öllum nemendum og starfsfólki skólans og verður staðsett í brekkunni milli Nesskóla og íþróttahússins. Þátttakendur í vantsrennibraut geta haft fataskipti og farið í sturtu í íþróttarhúsinu. Áður en opnað veður fyrir vatnsrennibrautina verða tilkynntar niðurstöður kosninga til nemendaráðs. ATH. Ekki má mæta í fötum með rennilásum, í vatnsrennibrautina, þar sem þeir skemma brautina. ATH. Öll kennsla eftir hádegi fellur niður en aðeins nýnemar og stjórn NIVA fá leyfi frá kl.11:00.
Lesa meira

Námskeið fyrir forráðamenn nýnema

Námskeiðið er fyrir forráðamenn nýnema (fæddir 1998) og verður 28. ágúst frá kl. 18-22 á heimavist skólans. Þar verður farið í alla þá þætti sem mikilvægt er fyrir aðstandendur nemenda að þekkja og kunna. Þátttakendum verður boðið upp á kvöldmat . Dagskrá: Kl. 18:00 Gestafyrirlesarar. Kl. 19:00 Kvöldmatur og kynning á félagslífi skólans, listaakademínu o.fl.. Kl:19:30 Kynningar starfsmanna Áfangastjóri kennir á Innu, fer yfir mætingareglur, stundatöflur og fleiri hagnýtar upplýsingar. Námsráðgjafi útskýrir sitt hlutverk og hvaða þjónusta stendur nemendum og aðstandendum þeirra til boða. Umsjónarkennari nýnema segir frá umsjónarkerfi skólans. Forvarnarfulltrúi segir frá forvarnarstarfi skólans og kynnir foreldrasáttmála. Kl. 21:00 Umræður Mikilvægt er að frá hverjum nýnema komi að minnsta kosti einn forráðarmaður. Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki.
Lesa meira

Móttaka nýnema (bréf frá skólameistara)

Þessa dagana eru framhaldsskólar landsins að hefja nýtt skólaár. Hvarvetna er kappkostað að taka vel á móti nýnemum. Undanfarin ár hefur verið dregið úr hefðbundinni busavígslu í Verkmenntaskóla Austurlands en þess í stað lögð áhersla á að taka á móti nýnemum með jákvæðum og uppbyggilegum hætti t.d. með því að bjóða nýnemum í bíó og til veislu. Flestir framhaldsskólar landsins hyggjast leggja niður hefðbundnar busavígslur í ár og er Verkmenntaskóli Austurlands einn þeirra. Því verður ekki um það að ræða að eldri nemendur vígi nýnema inn í skólann heldur mun stjórn NÍVA skipuleggja nýnemamóttöku föstudaginn 5.september (nýnemadagur á skóladagatali) þar sem lögð verður áhersla á jákvæða og uppbyggilega dagskrá í anda þess sem nefnt er hér að ofan. Dagskrá nýnemadags verður birt þegar nær dregur. Elvar Jónsson Skólameistari
Lesa meira