19.11.2014
Laugardaginn 8.nóvember var haldinn Tæknidagur fjölskyldunnar í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem Tæknidagurinn er haldinn en með honum er ætlunin að vekja með skemmtilegum hætti athygli á tækni og vísindum í okkar nánasta umhverfi. Fyrir deginum stóðu Austurbrú og Verkmenntaskólinn en rúmlega tuttugu fyrirtæki, skólar og stofnanir tóku þátt. Að sögn aðstandenda Tæknidagsins voru fimm hundruð og þrjátíu gestir sem heimsóttu skólann.
Lesa meira
18.11.2014
7. nóvember síðastliðinn skipulögðu nemendur úr uppeldisfræði kósýdag fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Kveikt var á kertum, allir hvattir til að mæta í náttfötum eða öðrum kósýfötum í skólann og boðið var upp á heitt kakó og piparkökur. Þessi sami dagur var helgaður baráttunni gegn einelti í skólanum. Í tilefni dagsins voru nemendur og starfsmenn minntir á viðbragðsáætlun gegn einelti í skólanum og að allir beri ábyrgð á því að samfélagið okkar sé vinsamlegt, án eineltis og annars ofbeldis. Stjórn NIVA stóð fyrir hópknúsi nemenda í nemendaaðstöðu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eftirfarandi er yfirlýsing starfsmanna og nemenda VA sem hangir uppi á göngum skólans og hefur einnig verið dreift rafrænt.
Við berum öll ábyrgð!
Við berum öll ábyrgð á því að samfélagið okkar sé vinsamlegt, án eineltis og annars ofbeldis.
Nokkur dæmi um það hverju við nemendur og starfsfólk VA berum ábyrgð á:
Góðum skólabrag og starfsanda þar sem samkennd, virðing og ábyrgð eru höfð að leiðarljósi
Vera vakandi fyrir líðan hvers annars
Efla félagsfærni okkar og hæfni til samstarfs í fjölbreyttu samfélagi
Vera góðar fyrirmyndir
Fylgja eineltisáætlunum og öðrum slíkum sem gerðar eru til að bæta líðan okkar og öryggi
Setja okkur í spor hvers annars og bera virðingu hvert fyrir öðru
Skilja ekki útundan og baktala ekki
Virða margbreytileikann og muna að enginn getur allt og allir geta eitthvað
Nota netmiðla á öruggan hátt og muna að sömu samskiptareglur eiga við þar
Hafa hugrekki til að standa með þeim sem eru beittir órétti
Láta vita þegar við teljum einhvern verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi
Lesa meira
17.11.2014
Alls hlutu 26 samfélagsverkefni víða á Austurlandi stuðning í árlegri haustúthlutun Styrktarsjóðs Alcoa Fjarðaáls. Hæsta einstaka styrkinn að þessu sinni, eina milljón króna, hlaut Verkmenntaskóli Austurlands.
Skólinn er um þessar mundir að taka í notkun stafræna Fab-Lab smiðju, sem hefur það hlutverk að gefa nemendum skólans tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Elvar Jónsson skólameistari tók á móti styrknum fyrir hönd Verkmenntaskólans.
Sjá nánar http://www.austurfrett.is/lifid/2711-fjardaal-atta-milljonum-varid-til-stydja-samfelagsverkefni-a-austurlandi
Lesa meira
12.11.2014
Smellið á fyrirsögnina og horfið á umfjöllun um Tæknidag fjölskyldunnar, VA og Fab Lab Austurland á N4.
Lesa meira
12.11.2014
Smellið á fyrirsögnina og síðan á myndina til að sjá dagskrána.
Lesa meira
11.11.2014
Foreldrar og nemendur grunn- og framhaldsskóla á Austurlandi eru hvattir til að mæta og hlýða á erindi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um mikilvægi og möguleika list- og verknáms og mikilvægi þess fyrir atvinnulíf Íslendinga að hvetja nemendur til náms á því sviði.
Lesa meira
09.11.2014
Takk kærlega fyrir komuna á Tæknidag fjölskyldunnar en 524 skrifuðu nafn sitt í gestabækur. Frekari fréttir og myndir frá deginum koma næstu daga en margskonar umfjöllun er að finna á facebooksíðu tæknidagsins.
Lesa meira
06.11.2014
Smellið á fyrirsögnina til að lesa fréttatilkynningu og tímasetta dagskrá.
Lesa meira
05.11.2014
Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands sýndi stuðning sinn í verki í dag með því að bjóða kennurum Tónskólans í Neskaupstað sem eru í verkfalli í samstöðukaffi í morgun. Starfsfólk skólans tók höndum saman og hafði útbúið veisluborð og tók vel á móti á móti stéttarsystkinum sínum.
Lesa meira
04.11.2014
VA hefur verið þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli síðan haustið 2010. Í því sameina starfsmenn, nemendur, foreldrar og lykilfólk í nærsamfélaginu krafta sína með það að markmiði að vinna að betra og heilsusamlegra skólaumhverfi. Framhaldsskólar fá á þemaárinu gátlista frá Landlæknisembættinu og uppfylli þeir kröfur hans fá þeir viðurkenningu. Mikill árangur hefur náðst á þeim tíma síðan verkefnið hófst en skólinn hefur fengið bronsviðurkenningu í næringu, silfurviðurkenningu í hreyfingu og nú á haustdögum silfurviðurkenningu í geðrækt. Þema skólaársins 2014-2015 er lífsstíll. Á myndinni má sjá nemendur úr geðræktarhópi skólans, Lilju Teklu Jóhannsdóttur og Sigurð Ingva Gunnþórsson, halda á viðurkenningaskjali frá Landlæknisembættinu.
Lesa meira