02.01.2015
Skóli hefst þriðjudaginn 6.janúar. Þennan fyrsta skóladag verður kennt samkvæmt hraðtöflu. Taflan kemur inn á heimasíðuna á mánudaginn en nemendur geta einnig nálgast hana hjá ritara. Rútuferðir eru samkvæmt áætlun Fjarðabyggðar. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu á mánudagsmorguninn. Heimavistin opnar á mánudaginn og verða skólameistari og heimavistarstjóri með fund með heimavistarbúum í kvöldmatartímanum kl.18 -19. Mötuneytið opnar á miðvikudaginn fyrir aðra en heimavistarbúa. Mikilvægt er að nemendur skrái sig í mat hjá ritara á þriðjudaginn. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef frekari upplýsinga er þörf.
Lesa meira
19.12.2014
Sjá dagatal vorannar á http://www.va.is/static/files/Haust2014/dagatal_vor2015.png
Lesa meira
18.12.2014
Námsmatssýning verður föstudaginn 19.des. frá kl.10:00 – 11:30.
Nemendur eru hvattir til að koma og fara yfir prófin sín.
Opnað verður fyrir einkunnir í Innu föstudaginn 19.des. kl. 8:00
Lesa meira
12.12.2014
Rútuferðir á prófatíma verða sem hér segir:
Frá Reyðarfirði kl. 9:30.
Frá Eskifirði kl 9:50.
Frá VA kl. 14:11 og 16:25.
Lesa meira
11.12.2014
Allar upplýsingar um fyrirkomulag á vorönn 2015 eru sendar í tölvupósti til nemenda og til forráðamanna þeirra nemenda sem eru undir 18 ára. Greiðslukröfur v/ innritunar- og heimavistargjalda eru stofnaðar í heimabanka og ekki sendir út greiðsluseðlar. Ef einhver þarf að fá greiðsluseðil á pappírsformi hafið þá samband við Sigurborgu Hákonardóttur fjármálastjóra í síma 4771788 eða á sigurborg@va.is og seðillinn verður sendur í pósti. Þessi breyting er liður í að minnka pappírsnotkun eins og kostur er.
Lesa meira
08.12.2014
Dagana 11. og 12. desember verða vinnustofudagar í Verkmenntaskóla Austurlands (sjá dagskrá í viðhengi). Þar verða opnar vinnustofur þar sem nemendur geta fengið aðstoð frá viðkomandi kennara varðandi verkefnaskil og/eða prófundirbúning ef það á við. Einnig verða einhver munnleg eða verkleg próf og ritgerðir afhentar.
Þessa daga er ekki mætingaskylda, nema ef kennari hefur fastsett tíma með nemanda. Nemendur eru þó hvattir til þess að nýta vinnustofudagana vel og nýta sér þá aðstoð sem er í boði.
Lesa meira
26.11.2014
Nemendum grunnskólanna í Fjarðabyggð og nemendum frá Breiðdalsvík og Djúpavogi var boðið á skólakynningu í VA. Þau fengu að kynnast bóklegu- og verklegu námi, félagslífi skólans, heimavistinni og síðast en ekki síst nýju hátækniverkstæði skólans, Fab Lab.
Lesa meira
19.11.2014
Laugardaginn 8.nóvember var haldinn Tæknidagur fjölskyldunnar í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem Tæknidagurinn er haldinn en með honum er ætlunin að vekja með skemmtilegum hætti athygli á tækni og vísindum í okkar nánasta umhverfi. Fyrir deginum stóðu Austurbrú og Verkmenntaskólinn en rúmlega tuttugu fyrirtæki, skólar og stofnanir tóku þátt. Að sögn aðstandenda Tæknidagsins voru fimm hundruð og þrjátíu gestir sem heimsóttu skólann.
Lesa meira
18.11.2014
7. nóvember síðastliðinn skipulögðu nemendur úr uppeldisfræði kósýdag fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Kveikt var á kertum, allir hvattir til að mæta í náttfötum eða öðrum kósýfötum í skólann og boðið var upp á heitt kakó og piparkökur. Þessi sami dagur var helgaður baráttunni gegn einelti í skólanum. Í tilefni dagsins voru nemendur og starfsmenn minntir á viðbragðsáætlun gegn einelti í skólanum og að allir beri ábyrgð á því að samfélagið okkar sé vinsamlegt, án eineltis og annars ofbeldis. Stjórn NIVA stóð fyrir hópknúsi nemenda í nemendaaðstöðu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eftirfarandi er yfirlýsing starfsmanna og nemenda VA sem hangir uppi á göngum skólans og hefur einnig verið dreift rafrænt.
Við berum öll ábyrgð!
Við berum öll ábyrgð á því að samfélagið okkar sé vinsamlegt, án eineltis og annars ofbeldis.
Nokkur dæmi um það hverju við nemendur og starfsfólk VA berum ábyrgð á:
Góðum skólabrag og starfsanda þar sem samkennd, virðing og ábyrgð eru höfð að leiðarljósi
Vera vakandi fyrir líðan hvers annars
Efla félagsfærni okkar og hæfni til samstarfs í fjölbreyttu samfélagi
Vera góðar fyrirmyndir
Fylgja eineltisáætlunum og öðrum slíkum sem gerðar eru til að bæta líðan okkar og öryggi
Setja okkur í spor hvers annars og bera virðingu hvert fyrir öðru
Skilja ekki útundan og baktala ekki
Virða margbreytileikann og muna að enginn getur allt og allir geta eitthvað
Nota netmiðla á öruggan hátt og muna að sömu samskiptareglur eiga við þar
Hafa hugrekki til að standa með þeim sem eru beittir órétti
Láta vita þegar við teljum einhvern verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi
Lesa meira
17.11.2014
Alls hlutu 26 samfélagsverkefni víða á Austurlandi stuðning í árlegri haustúthlutun Styrktarsjóðs Alcoa Fjarðaáls. Hæsta einstaka styrkinn að þessu sinni, eina milljón króna, hlaut Verkmenntaskóli Austurlands.
Skólinn er um þessar mundir að taka í notkun stafræna Fab-Lab smiðju, sem hefur það hlutverk að gefa nemendum skólans tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Elvar Jónsson skólameistari tók á móti styrknum fyrir hönd Verkmenntaskólans.
Sjá nánar http://www.austurfrett.is/lifid/2711-fjardaal-atta-milljonum-varid-til-stydja-samfelagsverkefni-a-austurlandi
Lesa meira