06.10.2014
Sunddagur VA – þriðjudaginn 7.október 2014 (smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrána)
Lesa meira
29.09.2014
Dagana 13. – 17. október verður námsmatsvika í Verkmenntaskóla Austurlands. Mánudaginn 20. október verður miðannarmat nemenda tilbúið í Innu.
Námsmatsvikan verður með breyttu sniði í ár. Mánudaginn 13. október verður vinnustofudagur en þá eiga nemendur að mæta í vinnustofur. Hægt verður að velja á milli þess að fara í bóklegar eða verklegar vinnustofur. Í vinnustofum vinna nemendur að sínum verkefnum, sem geta verið ýmiskonar og fengið aðstoð hjá kennurum. Þetta getur t.d. verið ritgerðarsmíð, verkefnavinna, prófundirbúningur eða vinna á verkstæði. Einnig verða einhverjir kennarar með leiðsagnarviðtöl þennan dag. Aðra daga í vikunni verður kennt samkvæmt stundaskrá. Skyldumæting er á vinnustofudaginn og mætingar skráðar í vinnustofum.
Lesa meira
26.09.2014
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2014-2015 er til 15.október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Lesa meira
24.09.2014
Sú hefð hefur skapast í upphafi haustannar að nýnemar í VA gróðursetji trjáplöntur í svokallaðan VA-Lund. Lundurinn er staðsettur við suðvesturhorn tjaldsvæðisins neðan snjóflóðarvarnargarða. Með tímanum verður þessi lundur vonandi gróinn fallegum trjám. Fimmtudaginn 18. september nýttu nýnemarnir lífsleiknitímann í að gróðursetja og fræddust í leiðinni um starfsemi mannréttindasamtakanna Amnesty International. Skólinn hefur haft það að markmiði sínu á hverju skólaári að vekja athygli á mannréttindum. Á síðasta skólaári voru mannréttindi hinsegins fólks í Rússlandi í brennidepli en nú er athyglinni beint að æskubúðum Amnesty í Marokkó – Keep the campus alive. En þarlend stjórnvöld hafa lagt bann við að þær verði haldnar. Æskubúðirnar hafa verið haldnar víðsvegar um heiminn siðan 1989, þar hittast ungir aðgerðarsinnar og deila reynslu sinni í baráttunni fyrir mannréttindum
Lesa meira
23.09.2014
Á haustmánuðum verður opnuð ný Fab Lab smiðja, Fab Lab Austurland,
við Verkmenntaskóla Austurlands í Fjarðabyggð. Í henni getur fólk
mótað og framleitt hluti með hjálp stafrænnar tækni. Þótt stofan sé í
skólanum er hún opin almenningi.
Lesa meira
23.09.2014
Í myndasafninu hér á síðunni er að finna myndir frá hinum ýmsu viðburðum í skólastarfinu undanfarið m.a. frá nýnemadegi, gróðursetningu og mannréttindabaráttu (smellið á fyrirsögnina til að skoða myndirnar).
Lesa meira
16.09.2014
Fab Lab Austurland er smám saman að taka á sig mynd. Framkvæmdum við breytingar á verkkennsluhúsi VA lýkur fljótlega og þá verður hægt að setja upp þau tæki sem komin eru. Tölvurnar bíða óþreyjufullar í kössum eftir að fá sitt pláss og hefja störf sem vettvangur stafrænnar hönnunar. Laserinn er kominn upp úr kassanum og Shopbot-inn (stóri fræsarinn) var hífður inn í húsið í gær – enda engin smásmíði.
Þegar allt verður komið á sinn stað verður til staðar í Fab Lab smiðjunni:
• Shopbot (stór fræsari)
• Laser
• Vínilskeri
• Þrívíddarprentari (Ultimaker)
• Lítill fræsari (Roland Mono Fab)
• Rafeindaverkstæði
ShopBot fluttur í sitt framtíðarhúsnæði
Tölvur bíða óþreyjufullar í kössum
Laserin kominn á sinn stað Starfsmenn og nemendur fylgjast með
Lesa meira
11.09.2014
Myndir frá skólafundi eru komnar í myndasafnið hér á síðunni http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/skolafundur-haust-2014
Lesa meira
10.09.2014
Vegna óvissu um loftmengun á morgun fimmtudag hefur haustgöngu verið frestað um óákveðinn tíma. Kennsla verður því samkvæmt stundaskrá á morgun.
Lesa meira
10.09.2014
Í gær var haldinn skólafundur og tókst hann mjög vel en rúmlega 60 manns sóttu fundinn. Miklar og góðar umræður urðu um skólabrag og forvarnarmál t.d. komu fram mjög mismunandi sjónarmið varðandi forvarnir og hvert VA skuli stefna í þeim efnum.
Lesa meira