Fréttir

Bókasafnið og próflestur

Nemendur geta notað bókasafnið til próflestrar eftirfarandi daga til kl.19:00: Mið.4.og fim.5.des., mán.9.-fim.12.des. og mán.16.des. Á föstudögum til kl.15:30
Lesa meira

Nemendasýning í Þórsmörk

Myndir frá sýningunni í Þórsmörk er komnar i myndasafnið hér á síðunni. Sýningin var glæsileg í alla staði og vel sótt. Annars tala myndirnar sínu máli. Sjá nánar á http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/nemendasyning-i-thorsmork?page=1
Lesa meira

Vettvangsferð SAG 383 (saga Austurlands)

Fimmtudaginn 21. nóvember héldu nemendur í SAG 383 í vettvangsferð til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Í námsáfanganum er fjallað um sögu Austurlands og var tilgangur ferðarinnar að heimsækja athyglisverða sögustaði og söfn. Fyrst var haldið út á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð og rústir þýsku hvalstöðvarinnar sem þar var reist árið 1903 skoðaðar. Þvínæst var ekið inn á Búðir og húsin sem tengjast sögu Frakka á staðnum skoðuð. Þar stendur húsið Grund sem upphaflega var reist árið 1897 sem sjúkraskýli og eins er verið að endurreisa franska spítalann sem hóf móttöku sjúklinga árið 1905. Eins er unnið að endurbótum á læknishúsinu sem reist var árið 1906. Þegar lokið var við að berja húsin augum var haldið út að Krossum þar sem 49 franskir og belgískir sjómenn liggja grafnir. Þá var röðin komin að indælu vöfflukaffi sem Sigrún Ragnarsdóttir bauð upp á. Haldið var til Reyðarfjarðar og Stríðaárasafnið heimsótt. Þar voru stríðsminjarnar skoðaðar af athygli enda stríðsárin áhugavert tímabil í austfirskri sögu. Á Eskifirði var byrjað á að heimsækja Sjóminjasafn Austurlands og Randulffssjóhús sem er gott dæmi um síldveiðistöð frá síldveiðitíma Norðmanna á síðari hluta 19. aldar. Þá var haldið út með Reyðarfirði að norðanverðu, staldrað við neðan við Helgustaðanámuna og við rústir hvalstöðvarinnar á Svínaskálastekk. Síðan voru skoðaðar aðstæður á Útstekk við Stóru-Breiðuvík en þar var höfuðverslun Austfirðinga allan einokunartímann.
Lesa meira

Mikið framundan í félagslífinu

Nemendur eru hvattir til að kynna sér dagskrána inn á fb síðu NÍVA.
Lesa meira

Nemenda sýning

Í kvöld, miðvikudagskvöld, kl.19:30 - 22:00 verða hárgreiðslunemar með sýningu í Þórsmörk á Norðfirði. Tónlistarhópur VA mun stiga á stokk . Þema sýningarinnar eru kvikmyndir m.a Cry Baby, Mamma Mía og La Bamba.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dag íslenskrar tungu ber upp á laugardag í ár. Nemendur og starfsfólk VA tóku því smá forskot á sæluna og héldu upp á hann í dag föstudaginn 15. september. Kosið var um fallegasta orðið í VA og munu helstu niðurstöður kosningarinnar birtar í næstu viku. Nokkrir krakkar úr listaakademíunni léku tvö lög og sungu að sjálfsögðu á íslensku. Myndir af degi íslenskrar tungu má nálgast hér.
Lesa meira

Hrekkjavaka!

Munið eftir hrekkjavökunni í kvöld. Allir velkomnir en fjölskyldur nemenda eru sérstaklega hvattar til að mæta (sjá nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira

Könnun á líðan nemenda og skólabrag

Sem liður í geðræktarþema heilsueflandi framhaldsskólaverkefnisins verður í nóvember lögð fyrir könnun um líðan og skólabrag fyrir dagskólanemendur Verkmenntaskólans. Könnunin er gerð í gegnum Skólapúlsinn sem framkvæmir samræmda könnun á líðan og skólabrag framhaldsskólanema í nóvember á hverju ári. Könnunin er styrkt af Lýðheilsusjóði og hefur verið þróuð í samstarfi við Landlæknisembættið. Könnunin miðar að því að gera framhaldsskólum mögulegt að meta stöðu og árangur af því þróunarstarfi sem snýr að líðan og skólabrag. Niðurstöður könnunarinnar birtast í nafnlausum samanburði við aðra framhaldsskóla á aðgangi skólans hjá Skólapúlsinum og gefur skólum þar með góða mynd af stöðu sinni á landsvísu og sparar skólum bæði tíma og fyrirhöfn. Frekari upplýsingar má nálgast hér. Upplýsingar til forráðamanna yngri en 18 ára hafa verið sendar í tölvupósti en það bréf má einnig lesa hér. Nemendur fá afhentan miða með aðgangs- og lykilorði. Þeir nemendur sem ekki fá miðann í kennslustundum geta nálgast hann til ritara. Engar persónugreinalegum upplýsingum er safnað. Skólinn fær ekki aðgang að upplýsingum fyrr en 80% svarhlutfalli úrtaksins hafi verið náð því annað getur gefið skakka mynd af nemendahópnum. Það er gríðarlega mikilvægt að sem flestir taki þátt. Upplýsingarnar verða notaðar til að vinna að bættri þjónustu skólans við nemendur.
Lesa meira

Velheppnuð menningarferð

Síðastliðna helgi fóru 32 nemendur, ásamt skólameistara og félagslífsfulltrúa, norður í menningarferð NIVA. Ferðin hófst á heimsókn í Framhaldsskólann á Húsavík þar sem vel var tekið á móti hópnum. Ferðalangar fengu kynningu á skólanum og keppt var í ýmsum keppnisgreinum, haldin kvöldvaka og farið á Hvalasafnið. Verkmenntaskólinn hyggst endurgjalda greiðann og hefur boðið Húsvíkingum í heimsókn í vor. Á laugardeginum var haldið til Akureyrar þar sem ýmislegt skemmtilegt var á dagskrá svo sem lazer-tag, bíó, skautar, heimsóknir á söfn og svo fór hópurinn út að borða. Ferðin var vel heppnuð í alla staði og sérstaklega ánægjulegt að allir nemendur blésu í áfengismæli bæði kvöldin og sýndu þannig að þau væru allsgáð. Allur hópurinn er því kominn í edrúpottinn sem dregið verður úr á næstu dögum. Fyrirmyndarhópur sem er sér og skólanum sínum til sóma.
Lesa meira

VA gegn einelti

Dagurinn 8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti. Af því tilefni tóku starfsmenn og nemendur Verkmenntaskólans höndum saman og sýndu samstöðu á táknrænan hátt með því að umvefja skólann sinn. Í skólanum er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið og eru allir hvattir til að skipta sér af, koma til hjálpar og láta vita verði þeir vitni að slíku. Frekari upplýsingar má sjá á www.gegneinelti.is (sjá nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira