Fréttir

Gróðursetning hjá nýnemum

Í síðustu viku gróðursettu nýnemar nokkur tré. Myndirnar tala sínu máli http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/grodursetning2013
Lesa meira

Nýtt nemendaráð

Á þriðjudaginn hélt nýtt nemendaráð (stjórn NÍVA) sinn fyrsta fund. Fyrir fundinn fór ráðið á kennarafund og kynnti sig fyrir kennurum skólans og sungu fyrir þá skólasönginn. Nýtt nemendaráð skipa eftirtaldir (smellið á fyrirsögnina til að sjá alla): Sindri Már Smárason formaður, Steina Gunnarsdóttir varaformaður, Sigrún Hilmarsdóttir gjaldkeri, Anna Margrét Arnarsdóttir ritari, Margrét Vilborg Steinsdóttir skemmtanastjóri, Lilja Tekla Jóhannsdóttir skemmtanastjóri, Andrea Magnúsdóttir hringjari, Þórunn Egilsdóttir hringjari, Tristan Theódórsson tæknitröll, Arnar Snær Gunnarsson prentari, Bylgja Háfdanardóttir tengiliður nýnema.
Lesa meira

Síldarvinnslan styrkir Verkmenntaskólann

Á aðalfundi Síldarvinnslunnar sl. fimmtudag tilkynnti Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður að stjórnin hefði ákveðið að veita Verkmenntaskóla Austurlands myndarlegan styrk til að koma upp aðstöðu og búnaði vegna fyrirhugaðs náms í vélstjórn við skólann. Elvar Jónsson skólameistari veitti styrknum móttöku og þakkaði þann skilning og áhuga sem Síldarvinnslan sýndi skólanum og þeim verkefnum sem hann er að fást við.
Lesa meira

VA fær silfurverðlaun

VA er þátttakandi í verkefninu Heilsuseflandi framhaldsskóli. Skólaárið 2012-2013 var hreyfiþema sem setti svip sinn á allt skólastarf á skemmtilegan hátt. Því mátti þakka vinnuhópi innan skólans sem sá um að halda utan um hreyfiþemað en í honum voru kennarar í skólanum og nemendur í íþróttaakademíunni. Nú hefur skólanum borist viðurkenning frá Landlæknisembættinu þar sem tilkynnt er að VA hafi fengið silfurverðlaun fyrir mjög góðan árangur við að tryggja tækifæri nemenda og starfsfólks til hreyfingar. Árið áður fékk skólinn bronsverðlaun fyrir næringarþema og í ár verður athyglinni beint að geðrækt. Viðurkenningar má sjá í anddyri skólans við aðalinngang.
Lesa meira

Nýnemar boðnir velkomnir í VA

Dagana 3.-6. september bjóða eldri nemendur nýnema skólans velkomna með ýmis konar uppákomum. Á þriðjudag var árleg gönguferð skólans sem að nemendur og starfsfólk skólans taka þátt í. Ferðin var að þessu sinni var tileinkuð baráttu samkynhneigðra og voru hluti af alþjóðlegum mótmælum sem takmarka réttindi samkynhneigðra í Rússlandi. Að gönguferðinni lokinni var haldin grillveisla fyrir göngufólk og nýnemar fóru í leiki sem fulltrúar nemendafélagsins (NIVA) stjórnuðu.
Lesa meira

Myndir úr haustgöngu

Myndirnar er að finna í myndasafninu hér á síðunni. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/ganga2013
Lesa meira

Haustganga 2013. Verkmenntaskóli Austurlands styður samkynhneigða

Nemendur og starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað tóku þátt í heimsátaki í dag, þriðjudaginn 3. sept 2013. Með þeim hætti mótmæltu þeir lögum sem nýlega voru samþykkt í Rússlandi. Lög þessi brjóta á réttindum samkynhneigðra og banna t.d. að börn séu frædd um samkynhneigð. Þetta þýðir t.d. að samkynhneigðir mega ekki leiðast eða kyssast opinberlega. Það má ekki bera tákn réttindabaráttu samkynhneigðra eða tala um réttindi fyrir samkynhneigt fólk.
Lesa meira

Haustganga á morgun - þriðjudaginn 3. september

Kenndar verða tvær fyrstu kennslustundirnar. Annars er dagskráin eftirfarandi (smellið á fyrirsögnina):
Lesa meira

Rúta á busaball í ME í kvöld

Þar sem nemendafélag VA, NIVA, ætlar að bjóða nemendum upp á rútuferð á ballið sendum við báða félagslífsfulltrúa okkar með rútunni og verða þeir á ballinu. Rútan leggur af stað frá Norðfirði (Bakkabúð) kl. 22:45 (Stoppar líka við VA kl.22:50), Eskifirði (Valhöll) kl.23:20, Reyðarfirði (Krónunni) kl. 23:35. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá félagslífsfulltrúunum Svönu ( sími 8629512) eða Stefáni (sími 8641625).
Lesa meira

Myndir frá skólafundi

Skólafundurinn í dag var vel sóttur (sjá nánar frétt frá í gær) og tóku rúmlega hundrað manns þátt í honum. Myndirnar eru komnar í myndasafnið hér á síðunni. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/skolafundur
Lesa meira