Fréttir

Nýnemar í VA

Í morgun var fyrsta kennslustund á tölvunámskeiði fyrir byrjendur. Heldur voru þessir nemendur í eldri kantinum miðað við nýnema enda um að ræða félagsmenn í Félagi eldri borgara á Norðfirði. Einn nemandinn, Stefán Þorleifsson (97 ára), hafði á orði að það væri gaman að setjast aftur á skólabekk eftir 80 ár.
Lesa meira

Vel heppnað málþing

Laugardaginn 8. febrúar stóð VA fyrir málþingi í samvinnu við Fjarðaforeldra, foreldrafélag Nesskóla og Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar. Yfirskrift málþingsins var Tölum um það sem skiptir máli og var það haldið í Nesskóla í Neskaupstað. Á málþinginu flutti Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur og höfundur bókarinnar Í nándinni erindi um samskipti foreldra og barna, um mikilvægi nándar, innlifunar og góðra tilfinningatengsla. Jón Sigfússon framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar flutti erindi um líðan ungs fólks í Fjarðabyggð í samanburði við landið allt og hvaða ráð foreldrar hefðu til að fyrirbyggja neikvæða hegðun ungmenna. Auk fyrirlesara voru básar þar sem hægt var að fræðast um ýmislegt sem tengdist forvörnum. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar kynnti starfsemi sína og það sem gert er í sveitarfélaginu til að vinna að forvörnum. Allir fimm grunnskólarnir í Fjarðabyggð voru með kynningarbása um fíkniefnanotkun, tóbaksnotkun, áfengisnotkun og rafræn samskipti. Nemendur Verkmenntaskóla Austurlands fjölluðu um kynheilbrigði og líðan nemenda í skólanum. Ungmennaráð Fjarðabyggðar og Ungmennaráð SAFT kynnti starfsemi sína. Listaakademia VA kom í kaffihléi með söngatriði úr Litlu hryllingsbúðinni sem frumsýnd verður 22. febrúar n.k. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fyrirlesararnir, forvarnarfulltrúi VA, Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, lögreglan og sálfræðingur heilsugæslunnar sem sér um ABG verkefnið á Austurlandi tóku þátt og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Málþingið var vel sótt en um 100 manns mættu og tóku þátt. VA leggur mikla áherslu á forvarnir og forvarnarstarf og var þetta framlag skólans og annarra skipuleggjenda í því að efla foreldra og bæta líf og umhverfi nemenda skólans sem og annarra unglinga í Fjarðabyggð.
Lesa meira

Áhugaverð frétt um íslenska framhaldsskóla

Áhugaverð frétt um íslenska framhaldsskóla http://blog.pressan.is/ragnarthor
Lesa meira

Móðir allra íþrótta

Móðir allra íþrótta hét fyrirlestur sem fram fór í fyrirlestrasal VA í dag þriðjudaginn 4.febrúar um körfubolta. Íþróttaakademían fékk Ágúst Inga Ágústson sem hefur stjórnað körfuboltainnlögn hjá íþróttaakademíunni með verklegum íþróttatímum á þriðjudagsmorgnum kl. 7.10 í íþróttahúsinu. Nemendur VA eru svo með körfuboltaæfingar á kl. 19 á þriðjudögum og á miðvikudögum kl. 18, þar sem Ágúst er oftast mættur í körfu með nemendum sem hafa tekið þessum æfingum fagnandi.
Lesa meira

Tölum um mál sem skipta máli

Forvarnarþing í Fjarðabyggð Samskipti á öllum stigum unglingamenningar verða í forgrunni á forvarnarþingi, sem fram fer í Nesskóla í Neskaupstað, laugardaginn 8. febrúar frá kl. 10:00 til 13:00. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Móðir allra íþrótta

Fyrirlestur um körfubolta í stofu 1 Þriðjudaginn 4.feb kl. 10.30 Ágúst Ingi Ágústsson
Lesa meira

Verknámsvikan tilnefnd til nýsköpunarverðlauna

Eins og kunnugt er þá stóð VA fyrir verknámsviku síðastliðið vor ásamt Fjarðabyggð og fyrirtækjum í Fjarðabyggð. Um er að ræða námskynningu fyrir nemendur í 9. bekk með það að markmiði að kynna verknám almennt séð og starfsemi VA. Áframhald verður á þessu verkefni og verður verknámsvikan aftur í boði í júní fyrir nemendur í 9.bekk í Fjarðabyggð.
Lesa meira

VA úr leik í Gettu betur

VA tapaði í 16 liða úrslitum fyrir Kvennaskólanum. Lokatölur urðu 20-12. Átta lið eru komin í sjónvarpskeppni Gettu betur eftir viðureignir helgarinnar. Dregið var í viðureignirnar strax að lokinni síðustu útvarpskeppninni í kvöld og kom þá í ljós hvaða lið mætast fyrir augum allra landsmanna. Úrslit í viðureignum dagsins fóru á þann veg að lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands 16 - 13, MH hafði betur gegn Menntaskóla Borgarfjarðar með 25 stigum gegn 12. Lið Menntaskólans á Akureyri lagði lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 16 - 4 og viðureign Menntaskólans í Reykjavík gegn Fjölbrautaskóla Snæfellinga lauk með sigri MR 24 - 7. Sigurlið dagsins bættust í hóp fjögurra sigurvegara frá því í gær og eru komin áfram í átta liða úrslit keppninnar sem hefst næsta föstudag. Liðin sem keppa munu í sjónvarpi eru Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Borgarholtsskóli, Kvennaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykjavík. Dregið var í viðureignir í sjónvarpi í lok annarrar umferðar og drógust eftirfarandi lið saman: 31. janúar FVA - MA 7. febrúar Kvennó - MH 14.febrúar FG - Borgarholtsskóli 21. febrúar MR - Versló Undanúrslit fara fram 28.febrúar og 7.mars og úrslitaþáttur Gettu betur verður föstudaginn 14.mars í Háskólabíó.
Lesa meira

VA vann áskorendaliðið

Gettu betur lið VA vann frækinn sigur á góðu liði áskorenda. Úrslitin urðu 28-13. Á morgun mætir VA liði Kvennaskólans. Keppninni verður útvarpað á Rás 2 kl.21:30 annað kvöld.
Lesa meira

Áskorun!

Á morgun, föstudag, kl.13:40 mætir gettu betur lið VA áskorendaliði. Áskorendaliðið verður skipað gömlum kempum. Keppnin fer fram í stofu 1. Á laugardaginn mætir VA svo Kvennaskólanum í 2.umferð í Gettu betur. Viðureignir í 2.umferð drógust sem hér segir: laugardagur 25.jan kl.14:00 Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn á Ísafirði kl.14:30 Fjölbrautaskóli Garðabæjar - Menntaskólinn í Kópavogi kl.21:00 Borgarholtsskóli - Fjölbrautaskóli Suðurnesja kl.21:30 Kvennaskólinn - Verkmenntaskóli Austurlands sunnudagur 26.jan kl.14:00 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi - Fjölbrautaskóli Suðurlands kl.14:30 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Menntaskóli Borgarfjarðar kl.21:00 Menntaskólinn á Akureyri - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kl.21:30 Menntaskólinn í Reykjavík - Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Lesa meira