Fréttir

Skólafundur

Á morgun þriðjudaginn 27. ágúst verður haldinn skólafundur samkvæmt skóladagatali. Fundurinn verður settur kl.10:30 í stofu 1 og stendur til kl.11:35. Mikilvægt er að sem flestir mæti enda til umræðu mikilvægir þættir í skólastarfinu en að þessu sinni er það félagslíf nemenda. Á fundinn eru boðaðir allir starfsmenn og nemendur skólans.
Lesa meira

Myndir frá skólasetningu í gær

Veðrið lék við nemendur og starfsfólk þegar skólinn var settur í gærmorgun. Er þetta í fyrsta skipti sem skólinn er settur undir berum himni. Myndirnar tala sínu máli. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/skolasetning-haust-2013
Lesa meira

Námsframboð og skólasetning

Getum bætt við nemendum í bók- og verknám, iðnmeistaranám, nám til viðurkennds bókara, námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og leiðbeinendur í leikskólum og á sjúkraliðabraut. Laus pláss eru á heimavist skólans. Nánari upplýsingar um námsframboð o.fl. er að finna hér á síðunni. Skólasetning verður fimmtudaginn 22.ágúst kl. 08.30.
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning verður kl.8:30 á morgun fimmtudag. Skólameistari heldur stutt ávarp og setur svo skólann. Skólasetningin verður haldin undir berum himni (við suðurhlið skólans). Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara. Frá kl. 10:00 til 14:00 verður keyrð hraðtafla sem umsjónarkennarar dreifa en einnig verður hægt að nálgast hana hjá ritara. Skólinn býður öllum nemendum og starfsfólki upp á súpu í hádeginu í mötuneyti skólans á heimavistinni. Á föstudaginn verður skólahald samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Stundaskrár

Nemendur geta skoðað stundaskrár í Innu frá kl. 13:00 þriðjudaginn 20. ágúst. Þeir nemendur sem ekki hafa aðgang að Innu eru beðnir um að senda Viðari kerfisstjóra póst – vidar@va.is
Lesa meira

Námsframboð og skólasetning

Getum bætt við nemendum í bók- og verknám, iðnmeistaranám, nám til viðurkennds bókara, námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og leiðbeinendur í leikskólum og á sjúkraliðabraut. Laus pláss eru á heimavist skólans. Nánari upplýsingar um námsframboð o.fl. er að finna hér á síðunni. Skólasetning verður fimmtudaginn 22.ágúst kl. 08.30.
Lesa meira

Sumarfrí

Starfsfólk VA er nú komið í sumarfrí. Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 24. júní til 8. ágúst er hún opnar á ný. Skólinn óskar öllum starfsmönnum sínum og nemendum gleðilegs sumars. Minnt er á að GSM skólameistara er 8918036.
Lesa meira

Listastyrkir til VA

Sparisjóður Norðfjarðar veitti listaakademíu (LIA) VA veglegan peningastyrk nýverið. Skólinn þakkar kærlega fyrir það. Leikfélag skólans, Djúpið og LIA hafa á síðasta skólaári og áður hlotið veglega styrki sem einnig eru margs þakkarverðir og ekki síður sá mikli skilningur á starfsemi skólans sem að baki liggur. Eftirtöldum aðilum og öðrum sem styrkt hafa listastarfsemi í skólanum þökkum við af heilum hug. SÚN, SVN, Egill rauði, Alcoa Fjarðaál, Menningarráð Austurlands, Fjarðabyggð, Íslandsbanki og Landsbankinn.
Lesa meira

Verknámsviku lokið

Nemendurnir 54 í Vinnuskóla Fjarðabyggðar fóru ánægðir og stoltir heim eftir viku vinnu við að kynna sér verknám í VA. Þær eru líka ánægðar í lokin Unnur Ása Atladóttir og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, tveir af skipuleggjendunum með einn smíðisgripinn.
Lesa meira

Viltu verða viðurkenndur bókari?

Verkmenntaskóli Austurlands býður upp á nám til undirbúnings fyrir próf á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til viðurkennds bókara skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald ef næg þátttaka næst. Námið mun fara fram haustið 2013 og haustið 2014. Á haustönn 2013 verðu kennt einu sinni í viku frá kl. 15:00 – 17:30 í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands. Námið er hægt að senda út í fjarfundabúnaði á Austurlandi. Mætingaskylda er í námið.
Lesa meira