Fréttir

Hrekkjavaka!

Hrekkjavaka 14.nóv (sjá nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira

Dagur gegn einelti - 8. nóvember ár hvert.

Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 og markmiðið með deginum er og var að vekja sérstaka athygli á málefninu. Undirritun fulltrúa félaga, samtaka og opinberra stofnana á þjóðarsáttmála gegn einelti var þar einn liður. Sáttmálinn er einnig grunnur að frekari vinnu, við hann má bæta og miða í þeim efnum við þarfir þeirra fjölmörgu félaga, samtaka og stofnanna er undirrituð sáttmálann í Höfða í fyrra. Sáttmálan má því útfæra enn frekar með undirmarkmiðum og fjölbreyttum verkefnum.
Lesa meira

Könnun á upplifun nýnema á viðburðum í nýnemaviku VA

Í kjölfarið á nýnemavikunni lagði skólinn rafræna, nafnlausa könnun fyrir nýnema sem ætlað var að kanna upplifun þeirra á viðburðum vikunnar (sjá nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira

Vetrarfrí

Í dag föstudag og á mánudaginn verður vetrarfrí í skólanum.
Lesa meira

Forsetaheimsókn

Í morgun komu forsetahjónin í heimsókn í VA. Fóru þau ásamt fylgdarliði um húsakynni skólans og heimsóttu kennslustundir. Heimsóknin endaði svo á því að forsetinn ræddi við nemendur um þróun menntunar o.fl. í fyrirlestrarstofu skólans. Myndirnar tala sínu máli. þær eru komnar í myndasafnið hér á síðunni. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/heimsokn-forseta-islands-2013
Lesa meira

BALL. FRÉTT FRÁ NIVA

Föstudaginn 18. október verður ball í Fjallasalnum í Egilsbúð. Húsið opnar klukkan 23:00 og lokar klukkan 01:00. Dansað verður fram á rauða nótt (03:00) og verður það DJ Doddi Mix sem mun halda uppi stuðinu. Auðvitað verður edrúpotturinn á sínum stað og hvetjum við alla nemendur VA til að blása. Miðaverð er 2000 kr
Lesa meira

Viltu betrumbæta hjólið?

Nám í nýsköpun og frumgerðasmíði vorönn 2014! Á vorönn mun Verkmenntaskóli Austurlands bjóða upp á nám í samstarfi við Austurbrú í nýsköpun og frumgerðasmíði. Í náminu munu nemendur greina þarfir í umhverfi sínu, leita lausna og umfram allt teikna og hanna frumgerð að vél eða tæki sem auðveldar líf okkar hvort sem það er sjálfvirkur pítsuskeri eða eitthvað allt annað.
Lesa meira

Útikennsla í náttúrufræði

í góða veðrinu í dag færðist náttúrufræðikennslan í VA út úr skólanum út í náttúruna. í NÁT 103 var fjallað um ágengar plöntur í íslenskri náttúru, upprunalegar íslenskar trjátegundir, haustliti á plöntum, birkifiðrildið o.fl.. Í NÁT 113 skyngdust nemendur eftir jarðfræðilegum fyrirbærum í umhverfinu sem þau velja sér til að gera grein fyrir í fyrirlestri. Myndin eru af nemendum í NÁT 113.
Lesa meira

SAFT – foreldrar og forvarnir.

Hringferð Heimilis og skóla, SAFT og Foreldrahúss 2013. Verða í Fjarðabyggð þriðjudaginn 8. október í grunnskóla Reyðarfjarðar kl. 20 Efni: Viltu vita hvað þú getur gert sem foreldri til að efla forvarnir og styðja barnið þitt í uppvextinum? Frír aðgangur – hvetjum foreldra til að fjölmenna!
Lesa meira

FRAMMISTÖÐUMÆLINGAR ÍÞRÓTTA HRAÐA- OG VIÐBRAGÐSÞJÁLFUN OG FORVARNIR GEGN ÍÞRÓTTAMEIÐSLUM!

SUNNUDAGINN 6. OKTÓBER Í VERKMENNTASKÓLA AUSTURLANDS. NÁMSKEIÐ Í SAMVINNU ÍÞRÓTTAAKADEMÍU VERKMENNTASKÓLA AUSTURLANDS, ÍÞRÓTTAFÉLAGSINS ÞRÓTTAR, KNATTSPYRNUFÉLAGS FJARÐABYGGÐAR, KNATTSPYRNUDEILDAR ÞRÓTTAR OG KINE ACADEMY
Lesa meira