Fréttir

Myndir frá skólafundi

Myndir frá skólafundinum í morgun eru komnar í myndasafnið hér á síðunni. Hér fyrir neðan (smellið á fyrirsögn) má sjá bréf skólameistara sem dreift var á fundinum.
Lesa meira

VA mætir Kvennó

Í kvöld var dregið í viðureignir annarrar umferðar Gettu betur á Rás 2. Fimmtán sigurlið úr fyrri umferð komast áfram í aðra umferð ásamt stigahæsta tapliðinu sem er að þessu sinni lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem hlaut 24 stig eftir jafna og æsispennandi keppni við lið Kvennaskólans. Viðureignir drógust sem hér segir: laugardagur 25.jan kl.14:00 Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn á Ísafirði kl.14:30 Fjölbrautaskóli Garðabæjar - Menntaskólinn í Kópavogi kl.21:00 Borgarholtsskóli - Fjölbrautaskóli Suðurnesja kl.21:30 Kvennaskólinn - Verkmenntaskóli Austurlands sunnudagur 26.jan kl.14:00 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi - Fjölbrautaskóli Suðurlands kl.14:30 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Menntaskóli Borgarfjarðar kl.21:00 Menntaskólinn á Akureyri - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kl.21:30 Menntaskólinn í Reykjavík - Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Í lok síðustu viðureignar á sunnudag er dregið í viðureignir í sjónvarpi sem fara fram frá 31.janúar til 14.mars. Spyrill Gettu betur er Björn Bragi Arnarson, spurningahöfundar og dómarar eru Margrét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson
Lesa meira

Skólafundur næstkomandi þriðjudag

Þriðjudaginn 21. janúar verður haldinn skólafundur samkvæmt skóladagatali. Fundurinn verður settur kl.10:30 í stofu 1 og stendur til kl.11:35. Skólasóknarreglurnar eru til umræðu að þessu sinni. Á fundinn eru boðaðir allir starfsmenn og nemendur skólans. Skólameistari
Lesa meira

VA vann MS

VA vann MS 20-18 í fyrstu umferð í Gettu betur. Um mjög spennandi keppni var að ræða þar sem MS leiddi 16-14 eftir hraðaspurningar. Liðið okkar er nú komið í 16 liða úrslit.
Lesa meira

Nemendur unnu kennara

Í hádeginu í dag fór fram keppni milli liðs VA, í Gettu betur, og liðs kennara. Þrátt fyrir góð tilþrif hjá kennaraliðinu þá unnu nemendur 31 - 16. Eins og kunnugt er mætir VA liði MS á morgun kl. 13:00 á RÁS 2. Lið VA skipa þau Katrín Hulda Gunnarsdóttir, Smári Björn Gunnarsson og Sigrún Hilmarsdóttir.
Lesa meira

VA mætir MS kl.13 á laugardaginn. En fyrst verður lið kennara tekið í bakaríið.

Á morgun, föstudag, kl.12:15 mætir gettu betur lið VA liði kennara. Keppnin fer fram í stofu 1. Næstkomandi laugardag kl.13:00 mætir VA svo liði Menntaskólans við Sund. Keppninni er útvarpað á Rás 2. Annars er dagskrá fyrstu umferðar eftirfarandi: lau 11.janúar 13:00 Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn við Sund 13:30 Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 14:00 Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Landbúnaðarh., Búfræðideild 14:30 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Fjölbrautaskóli Norðurl.Vestra sun 12.janúar 13:00 Borgarholtsskóli og Flensborgarskólinn í Hafnarfirð 13:30 Menntaskólinn í Kópavogi og Frhaldssk. Í Vestmannaeyjum 14:00 Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurlands 14:30 Iðnskólinn Hafnarfirði og Menntaskólinn á Ísafirði laug 18.janúar 13:00 Fjölbrautaskólinn í Garðabæjar og Menntaskólinn að Laugarvatni 13:30 Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn við Ármúla 14:00 Menntaskólinn við Hamrahlíð og Framhaldsskólinn á Húsavík 14:30 Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Tröllaskaga sun 19.janúar 13:00 Menntaskóli Borgarfjarðar og Framhaldss.í A Skaftafellssýslu 13:30 Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Menntaskólinn á Egilsstöðum 14:00 Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautas.Vesturl. á Akranesi
Lesa meira

Hraðtafla og töflubreytingar

Þriðjudaginn 7. janúar verður kennt eftir hraðtöflu. Áætlaðar eru 30 mínútur fyrir hvern tíma. Í lok dags hitta nemendur umsjónarkennara sína. Ef nemendur þurfa að gera breytingar á stundatöflu sinni þá er nauðsynlegt að vera búin/n að skoða stokkatöfluna og hvenær áfangarnir eru kenndir.
Lesa meira

Upphaf vorannar

Skóli hefst þriðjudaginn 7.janúar. Þennan fyrsta skóladag verður kennt samkvæmt hraðtöflu. Taflan kemur inn á heimasíðuna á mánudaginn en nemendur geta einnig nálgast hana hjá ritara. Rútuferðir eru samkvæmt áætlun Fjarðabyggðar. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu á mánudagsmorguninn. Heimavistin opnar á mánudaginn og verða skólameistari og heimavistarstjóri með fund með heimavistarbúum í kvöldmatartímanum kl.18 -19. Mötuneytið opnar á miðvikudaginn fyrir aðra en heimavistarbúa. Mikilvægt er að nemendur skrái sig í mat hjá ritara á þriðjudaginn. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef frekari upplýsinga er þörf.
Lesa meira

Skrifstofan opnar föstudaginn 3. janúar kl.10:00 og kennsla hefst þriðudaginn 7. janúar

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur upphafi vorannar.
Lesa meira

Knapamerkjanámskeið

Hestamannafélagið Blær og Verkmenntaskóli Austurlands munu standa fyrir námskeiði í knapamerkjum 1 og 2 á vorönn 2014. Kennari verður Ragnheiður Samúelsdóttir og verður kennt í nokkrum helgarlotum, frá föstudegi til sunnudags. Námið er bæði bóklegt og verklegt og lýkur með prófi, nánari upplýsingar má sjá á www.knapamerki.is.
Lesa meira