Fréttir

Verknámsvika í VA

Í Verkmenntaskóla Austurlands er bryddað upp á merkilegri nýjung vikuna 3. – 7. júní. Þetta er samvinnuverkefni Vinnuskóla Fjarðabyggðar og VA um kynningu á verknámi fyrir grunnskólanemendur. Allir þeir sem luku 9. bekk grunnskóla í Fjarðabyggð í vor og skráðir eru í Vinnuskóla Fjarðabyggðar, hefja vinnuna í Verkmenntaskóla Austurlands. Þar starfa þeir í hópum í fjórum deildum skólans, málm-, tré-, hár- og rafdeildum undir leiðsögn kennara. Á verkstæðunum skapa þeir hluti s.s. ostabakka úr tré og snaga úr málmi sem þeir eiga til minninga. Lokadagur vikunnar er svo uppskerudagur þar sem foreldrum og velunnurum er boðið. Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið frá því að hugmyndin fæddist sl. vor í kynnisferð starfsfólks Verkmenntaskóla Austurlands til Svíþjóðar. Fyrirtæki í Fjarðabyggð styðja við verkefnið fjárhagslega og er verkaskipting milli aðila þessi: Verkmenntaskóli Austurlands skipuleggur verkefnið heldur utan um það og leggur til húsnæðið. Kennarar skólans sjá um kennsluna og allt sem að henni lýtur. Sveitarfélagið Fjarðabyggð greiðir nemendum Vinnuskólans laun og skipuleggur ferðir þeirra. Stuðningsaðilarnir greiða laun kennara, efniskostnað og ferðalög til og frá skólanum. Þau fyrirtæki eru Alcoa Fjarðaál, Eskja, G. Skúlason, Launafl, Loðnuvinnslan, Síldarvinnslan og Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar. Það er mikil áhersla á kynningu iðn- og tæknináms í landinu. Þar liggja tækifæri ungs fólks til náms og atvinnu. Fjarðabyggð er mjög öflugt atvinnusvæði ekki síst m.t.t. starfa í iðnaði. Það er von þeirra sem að þessu standa að þessi tilraun skili sér í meiri aðsókn í iðn- og tækninám á komandi árum.
Lesa meira

Sigurlið Búlandsins

Kappróðurssveit Búlandsins vann frækilegan sigur í kappróðri í flokki landsveita á nýliðnum sjómannadegi. Liðið þótti hafa frábært áralag sem mörg sjómannasveitinn mætti vera fullsæmd af. Varð einhverjum á orði að þar sem uppistaðan í liðinu væri úr Verkmenntaskólanum þá væri ekki hægt að fara fram á minna en góða verkkunnáttu. Búlandið er regnhlífarheiti yfir vísinda- og menntasamfélagið á Júdasarbala og nýverið bættist í þann hóp meira af slíkum sem hafa aðsetur í Steininum. Það má segja að markvissar æfingar hafi skapað þennan frábæra árangur líðsins enda vita sveitarmenn það að árangur byggist á ástunun.
Lesa meira

Góðir styrkir til VA

Þróunarsjóður framhaldsfræðslu hefur veitt VA styrk til verkefnisins "TÆKNILAUSN" að upphæð kr. 1.388.000 kr. Þá hefur Alcoa Fjarðaál veitt 200.000 kr styrk til námskeiða sem miða að sjálfsstyrkingu, félagsfærni, tómstundaiðkun og heilbrigðum lífsháttum nemenda. Skólinn þakkar kærlega þessar styrkveitingar.
Lesa meira

VA brautskráði 29 nemendur

Brautskráning fór fram frá Verkmenntaskóla Austurlands 25. maí í Egilsbúð, Norðfirði. Brautskráðir voru 29 nemar af 11 brautum. Nemendur VA fluttu tónlist, tuttugu og tíu ára afmælisárgangar mættu og fluttu ávörp og í lokin sungu allir viðstaddir lagið Sumarkveðju eftir Inga T. Lárusson við ljóð Páls Ólafssonar. Viðurkenningu hlutu 8 útskriftarnemar ýmist fyrir frábæran námsárangur eða aðra þætti skólastarfsins.
Lesa meira

Útskrift úr VA

Verkmenntaskóli Austurlands brautskráir 29 nemendur þann 25. maí í Egilsbúð, Norðfirði. Athöfnin hefst kl. 14:00.
Lesa meira

Nýr skólameistari í VA

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Elvar Jónsson í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára. Elvar hefur BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur auk þess lokið kennsluréttindanámi á meistarastigi frá Háskólanum á Akureyri. Hann hefur starfað við kennslu frá 2002 á grunn- og framhaldsskólastigi og verið kennari við Verkmenntaskóla Austurlands síðan 2010. Starfsfólk VA óskar Elvari hjartanlega til hamingju með starfið.
Lesa meira

Skólalok í VA

Nú líður senn að lokum skólaársins. 21. maí kl. 8:30: sjúkrapróf. 22. maí: kl. 9:00 - opnað fyrir einkunnir í INNU. kl. 11:30 - 13:00: Prófasýning. 25. maí kl. 14:00 - Útskrift og skólaslit í Egilsbúð.
Lesa meira

Prófatími í VA

Mánudaginn 6. maí hefjast vorpróf í VA. Sjá prófatöflu á heimasíðu skólans. Skólarúta fer á venjulegum tíma frá Reyðarfirði og til baka að loknu prófi kl. 10:40 frá VA.
Lesa meira

Uppskerutími hjá VA-nemum.

VA-nemar láta að sér kveða nú á vormánuðum bæði í leik og starfi. Sumir ryðjast fram á ritvöllinn og aðrir vinna nýstárleg verkefni í einstökum áföngum. Hér eru nokkrar slóðir sem gaman er að kíkja á. Áfangarnir KYN 103 og ÁTT 192 eru uppspretturnar. http://www.austurglugginn.is/index.php/Gluggapostar/Adsendar_greinar/Thoggun_er_versti_ovinur_fornarlamba_ http://bleikt.pressan.is/lesa/alvarlegasta-ofbeldi-sem-til-er/?fb_action_ids=10200783736932862&fb_action_types=og.likes&fb_ref=.UX63V7bTcS8.send&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582 https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=87mpuupXJUY
Lesa meira

NIVA með uppistand!

NIVA, Nemendafélag VA stóð fyrir uppistandi í Egilsbúð að kvöldi 30. apríl. Þrír "uppistandarar", þeir Ari Eldjárn, Bergur Benediktsson (Bergur Ebbi) og norðfirðingurinn Daníel Hjörvarsson héldu uppi dúndrandi fjöri í troðfullu húsi. Gott framtak hjá NIVA í lok skólaársins.
Lesa meira