Fréttir

Landsliðsfólk í VA

Landsliðsþjálfari U19 kvenna í blaki hefur valið 12 leikmenn. Tveir af þeim eru nemendur í VA þær Lilja Einarsdóttir og Bergrós Arna Sævarsdóttir. Þrír nemendru við skólann voru valdir í U-17 liðin á dögunum þau Eydís Elva Gunnarsdóttir, Helena Líf Magnúsdóttir og Ragnar Ingi Axelsson (sjá nánar frétt um það hér á síðunni þann 20.sept.).
Lesa meira

Myndir frá íþróttadegi

Myndir frá íþróttadegi eru komnar í myndasafnið. Um 70 nemendur auk starfsfólks tóku þátt í íþróttadeginum að þessu sinni. Myndirnar tala sínu máli http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/ithrottadagur .
Lesa meira

Frá stjórn NIVA

Kosning í ungmennaráð Fjarðabyggðar. Kosning stendur til kl.13 í dag. Sjá nánar á fb síðu NIVA eða http://www.surveymonkey.com/s/NP3QXFJ
Lesa meira

Frétt frá ÍÞA (íþróttaakademíunni)

Íþróttadagur VA verður haldinn í íþróttahúsinu þriðjudaginn 24. sept. kl.10:30-11:40 (kennslustundir hefjast kl.12:00). Vertu þar eða vertu lamb!!! Keppt verður í ýmsum greinum, meðal annars starfshlaupi, runu, stinger, stígvelakasti og fílabolta. Keppt er í árgöngum og gamlar lúffur (kennarar)
Lesa meira

Landsliðsfólk í VA

Landsliðsþjálfarar U17 drengja og stúlkna hafa valið í lokahópa sína fyrir verkefnið framundan. Í þessum hópum eru Þrír nemendur úr VA – þau Eydís Elva Gunnarsdóttir, Helena Líf Magnúsdóttir og Ragnar Ingi Axelsson. U17 ára landsliðin fara til Kettering í Englandi 31. október og keppa í NEVZA móti U17 sem stenfur til 4. nóvember. Sjá nánar á http://www.bli.is/is/frettir/u17-lokahopar
Lesa meira

Gróðursetning hjá nýnemum

Í síðustu viku gróðursettu nýnemar nokkur tré. Myndirnar tala sínu máli http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/grodursetning2013
Lesa meira

Nýtt nemendaráð

Á þriðjudaginn hélt nýtt nemendaráð (stjórn NÍVA) sinn fyrsta fund. Fyrir fundinn fór ráðið á kennarafund og kynnti sig fyrir kennurum skólans og sungu fyrir þá skólasönginn. Nýtt nemendaráð skipa eftirtaldir (smellið á fyrirsögnina til að sjá alla): Sindri Már Smárason formaður, Steina Gunnarsdóttir varaformaður, Sigrún Hilmarsdóttir gjaldkeri, Anna Margrét Arnarsdóttir ritari, Margrét Vilborg Steinsdóttir skemmtanastjóri, Lilja Tekla Jóhannsdóttir skemmtanastjóri, Andrea Magnúsdóttir hringjari, Þórunn Egilsdóttir hringjari, Tristan Theódórsson tæknitröll, Arnar Snær Gunnarsson prentari, Bylgja Háfdanardóttir tengiliður nýnema.
Lesa meira

Síldarvinnslan styrkir Verkmenntaskólann

Á aðalfundi Síldarvinnslunnar sl. fimmtudag tilkynnti Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður að stjórnin hefði ákveðið að veita Verkmenntaskóla Austurlands myndarlegan styrk til að koma upp aðstöðu og búnaði vegna fyrirhugaðs náms í vélstjórn við skólann. Elvar Jónsson skólameistari veitti styrknum móttöku og þakkaði þann skilning og áhuga sem Síldarvinnslan sýndi skólanum og þeim verkefnum sem hann er að fást við.
Lesa meira

VA fær silfurverðlaun

VA er þátttakandi í verkefninu Heilsuseflandi framhaldsskóli. Skólaárið 2012-2013 var hreyfiþema sem setti svip sinn á allt skólastarf á skemmtilegan hátt. Því mátti þakka vinnuhópi innan skólans sem sá um að halda utan um hreyfiþemað en í honum voru kennarar í skólanum og nemendur í íþróttaakademíunni. Nú hefur skólanum borist viðurkenning frá Landlæknisembættinu þar sem tilkynnt er að VA hafi fengið silfurverðlaun fyrir mjög góðan árangur við að tryggja tækifæri nemenda og starfsfólks til hreyfingar. Árið áður fékk skólinn bronsverðlaun fyrir næringarþema og í ár verður athyglinni beint að geðrækt. Viðurkenningar má sjá í anddyri skólans við aðalinngang.
Lesa meira

Nýnemar boðnir velkomnir í VA

Dagana 3.-6. september bjóða eldri nemendur nýnema skólans velkomna með ýmis konar uppákomum. Á þriðjudag var árleg gönguferð skólans sem að nemendur og starfsfólk skólans taka þátt í. Ferðin var að þessu sinni var tileinkuð baráttu samkynhneigðra og voru hluti af alþjóðlegum mótmælum sem takmarka réttindi samkynhneigðra í Rússlandi. Að gönguferðinni lokinni var haldin grillveisla fyrir göngufólk og nýnemar fóru í leiki sem fulltrúar nemendafélagsins (NIVA) stjórnuðu.
Lesa meira