Fréttir

Myndir úr haustgöngu

Myndirnar er að finna í myndasafninu hér á síðunni. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/ganga2013
Lesa meira

Haustganga 2013. Verkmenntaskóli Austurlands styður samkynhneigða

Nemendur og starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað tóku þátt í heimsátaki í dag, þriðjudaginn 3. sept 2013. Með þeim hætti mótmæltu þeir lögum sem nýlega voru samþykkt í Rússlandi. Lög þessi brjóta á réttindum samkynhneigðra og banna t.d. að börn séu frædd um samkynhneigð. Þetta þýðir t.d. að samkynhneigðir mega ekki leiðast eða kyssast opinberlega. Það má ekki bera tákn réttindabaráttu samkynhneigðra eða tala um réttindi fyrir samkynhneigt fólk.
Lesa meira

Haustganga á morgun - þriðjudaginn 3. september

Kenndar verða tvær fyrstu kennslustundirnar. Annars er dagskráin eftirfarandi (smellið á fyrirsögnina):
Lesa meira

Rúta á busaball í ME í kvöld

Þar sem nemendafélag VA, NIVA, ætlar að bjóða nemendum upp á rútuferð á ballið sendum við báða félagslífsfulltrúa okkar með rútunni og verða þeir á ballinu. Rútan leggur af stað frá Norðfirði (Bakkabúð) kl. 22:45 (Stoppar líka við VA kl.22:50), Eskifirði (Valhöll) kl.23:20, Reyðarfirði (Krónunni) kl. 23:35. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá félagslífsfulltrúunum Svönu ( sími 8629512) eða Stefáni (sími 8641625).
Lesa meira

Myndir frá skólafundi

Skólafundurinn í dag var vel sóttur (sjá nánar frétt frá í gær) og tóku rúmlega hundrað manns þátt í honum. Myndirnar eru komnar í myndasafnið hér á síðunni. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/skolafundur
Lesa meira

Skólafundur

Á morgun þriðjudaginn 27. ágúst verður haldinn skólafundur samkvæmt skóladagatali. Fundurinn verður settur kl.10:30 í stofu 1 og stendur til kl.11:35. Mikilvægt er að sem flestir mæti enda til umræðu mikilvægir þættir í skólastarfinu en að þessu sinni er það félagslíf nemenda. Á fundinn eru boðaðir allir starfsmenn og nemendur skólans.
Lesa meira

Myndir frá skólasetningu í gær

Veðrið lék við nemendur og starfsfólk þegar skólinn var settur í gærmorgun. Er þetta í fyrsta skipti sem skólinn er settur undir berum himni. Myndirnar tala sínu máli. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/skolasetning-haust-2013
Lesa meira

Námsframboð og skólasetning

Getum bætt við nemendum í bók- og verknám, iðnmeistaranám, nám til viðurkennds bókara, námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og leiðbeinendur í leikskólum og á sjúkraliðabraut. Laus pláss eru á heimavist skólans. Nánari upplýsingar um námsframboð o.fl. er að finna hér á síðunni. Skólasetning verður fimmtudaginn 22.ágúst kl. 08.30.
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning verður kl.8:30 á morgun fimmtudag. Skólameistari heldur stutt ávarp og setur svo skólann. Skólasetningin verður haldin undir berum himni (við suðurhlið skólans). Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara. Frá kl. 10:00 til 14:00 verður keyrð hraðtafla sem umsjónarkennarar dreifa en einnig verður hægt að nálgast hana hjá ritara. Skólinn býður öllum nemendum og starfsfólki upp á súpu í hádeginu í mötuneyti skólans á heimavistinni. Á föstudaginn verður skólahald samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Stundaskrár

Nemendur geta skoðað stundaskrár í Innu frá kl. 13:00 þriðjudaginn 20. ágúst. Þeir nemendur sem ekki hafa aðgang að Innu eru beðnir um að senda Viðari kerfisstjóra póst – vidar@va.is
Lesa meira