20.06.2014
Skrifstofa skólans verður lokuð frá 23.júní og opnar aftur þann 5.ágúst.
Lesa meira
05.06.2014
Í dag hófst Verknámsvika VA og vinnuskóla Fjarðabyggðar. Nemendur sem voru að ljúka 9. bekk fá tækifæri til að kynnast iðnnámi í 5 daga á launum frá vinnuskólanum. Vinnan fer fram í fjórum deildum skólans, málm-, tré-, hár- og rafdeildum undir leiðsögn kennara. Er þetta í annað sinn sem Verknámsvikan er og er það von allra að þetta skemmtilega verkefni sé komið til þess að vera.
Lesa meira
02.06.2014
Hinn 26.maí sl. var hátíðarstund í málmdeild Verkmenntaskóla Austurlands þegar nýr og fullkominn vélarúmshermir var vígður. Viðstaddir vígsluna voru starfsmenn skólans og fulltrúar þeirra fyrirtækja sem styrktu kaupin á herminum en það voru Síldarvinnslan, Samvinnufélag útgerðarmanna og Olíusamlag útvegsmanna. Hermirinn er tölvubúnaður þar sem með nákvæmum hætti er unnt að líkja eftir starfsemi véla í skipum og framkalla allskonar bilanir í vélbúnaðinum.
Hermirinn mun nýtast við kennslu á vélstjórnarbraut sem mun taka til starfa við skólann í haust. Við brautina verður boðið upp á nám sem veitir réttindi til að gegna starfi yfirvélstjóra og á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna. Einnig er stefnt að því að nemendur á vélstjórnarbraut geti að námi loknu gengist undir sveinspróf í vélvirkjun.
Kennslubúnaðurinn sem hér um ræðir er viðurkenndur og uppfyllir alla alþjóðlega staðla til vélstjórnarkennslu.
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar fagnar mjög tilkomu vélstjórnarbrautar við Verkmenntaskóla Austurlands. „Þessi áfangi er mjög ánægjulegur fyrir atvinnulífið á Austurlandi,“ sagði Gunnþór. „ Sterkur skóli með öflugu verknámi styður mjög við starfsemi fyrirtækja í landshlutanum. Með tilkomu þessa nýja og öfluga vélarúmshermis skapast traustur grundvöllur fyrir nám í vélstjórn í heimabyggð og það er afar þýðingarmikið. Öflugir vélstjórar eru mikilvægir atvinnulífinu hvort heldur er við keyrslu fiskiskipa eða framleiðslubúnaðar í landi. Tel ég að það gæti verið áhugavert framhald á samvinnu Verkmenntaskólans og atvinnulífsins að taka frumkvæði í því að skapa starfsþjálfunarpláss úti í atvinnulífinu fyrir nema í vélstjórn bæði um borð í fiskiskipum og í framleiðslufyrirtækjum í landi.“
Hinn 26. maí sl. var hátíðarstund í málmdeild Verkmenntaskóla Austurlands þegar nýr og fullkominn vélarúmshermir var vígður. Viðstaddir vígsluna voru starfsmenn skólans og fulltrúar þeirra fyrirtækja sem styrktu kaupin á herminum en það voru Síldarvinnslan, Samvinnufélag útgerðarmanna og Olíusamlag útvegsmanna. Hermirinn er tölvubúnaður þar sem með nákvæmum hætti er unnt að líkja eftir starfsemi véla í skipum og framkalla allskonar bilanir í vélbúnaðinum.
Hermirinn mun nýtast við kennslu á vélstjórnarbraut sem mun taka til starfa við skólann í haust. Við brautina verður boðið upp á nám sem veitir réttindi til að gegna starfi yfirvélstjóra og á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna. Einnig er stefnt að því að nemendur á vélstjórnarbraut geti að námi loknu gengist undir sveinspróf í vélvirkjun.
Kennslubúnaðurinn sem hér um ræðir er viðurkenndur og uppfyllir alla alþjóðlega staðla til vélstjórnarkennslu.
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar fagnar mjög tilkomu vélstjórnarbrautar við Verkmenntaskóla Austurlands. „Þessi áfangi er mjög ánægjulegur fyrir atvinnulífið á Austurlandi,“ sagði Gunnþór. „ Sterkur skóli með öflugu verknámi styður mjög við starfsemi fyrirtækja í landshlutanum. Með tilkomu þessa nýja og öfluga vélarúmshermis skapast traustur grundvöllur fyrir nám í vélstjórn í heimabyggð og það er afar þýðingarmikið. Öflugir vélstjórar eru mikilvægir atvinnulífinu hvort heldur er við keyrslu fiskiskipa eða framleiðslubúnaðar í landi. Tel ég að það gæti verið áhugavert framhald á samvinnu Verkmenntaskólans og atvinnulífsins að taka frumkvæði í því að skapa starfsþjálfunarpláss úti í atvinnulífinu fyrir nema í vélstjórn bæði um borð í fiskiskipum og í framleiðslufyrirtækjum í landi.“
Hinn 26. maí sl. var hátíðarstund í málmdeild Verkmenntaskóla Austurlands þegar nýr og fullkominn vélarúmshermir var vígður. Viðstaddir vígsluna voru starfsmenn skólans og fulltrúar þeirra fyrirtækja sem styrktu kaupin á herminum en það voru Síldarvinnslan, Samvinnufélag útgerðarmanna og Olíusamlag útvegsmanna. Hermirinn er tölvubúnaður þar sem með nákvæmum hætti er unnt að líkja eftir starfsemi véla í skipum og framkalla allskonar bilanir í vélbúnaðinum.
Hermirinn mun nýtast við kennslu á vélstjórnarbraut sem mun taka til starfa við skólann í haust. Við brautina verður boðið upp á nám sem veitir réttindi til að gegna starfi yfirvélstjóra og á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna. Einnig er stefnt að því að nemendur á vélstjórnarbraut geti að námi loknu gengist undir sveinspróf í vélvirkjun.
Kennslubúnaðurinn sem hér um ræðir er viðurkenndur og uppfyllir alla alþjóðlega staðla til vélstjórnarkennslu.
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar fagnar mjög tilkomu vélstjórnarbrautar við Verkmenntaskóla Austurlands. „Þessi áfangi er mjög ánægjulegur fyrir atvinnulífið á Austurlandi,“ sagði Gunnþór. „ Sterkur skóli með öflugu verknámi styður mjög við starfsemi fyrirtækja í landshlutanum. Með tilkomu þessa nýja og öfluga vélarúmshermis skapast traustur grundvöllur fyrir nám í vélstjórn í heimabyggð og það er afar þýðingarmikið. Öflugir vélstjórar eru mikilvægir atvinnulífinu hvort heldur er við keyrslu fiskiskipa eða framleiðslubúnaðar í landi. Tel ég að það gæti verið áhugavert framhald á samvinnu Verkmenntaskólans og atvinnulífsins að taka frumkvæði í því að skapa starfsþjálfunarpláss úti í atvinnulífinu fyrir nema í vélstjórn bæði um borð í fiskiskipum og í framleiðslufyrirtækjum í landi.“
Lesa meira
30.05.2014
Skóladagatal næsta skólaárs, 2014-2015, liggur nú fyrir. Skólasetning og fyrsti kennsludagur verður 25. ágúst. Brautskráning og skólaslit verða 30.maí.
Lesa meira
27.05.2014
Verkmenntaskóla Austurlands var slitið við hátíðlega athöfn í 28. sinn laugardaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni í Kirkju- og menningamiðstöð Fjarðabyggðar. Alls brautskráðust 36 nemendur af 7 brautum. 12 brautskráðust af félagsfræðibraut, 7 af náttúrufræðibraut, 5 úr rafvikjun, 2 með iðnmeistarapróf í rafvirkjun, 6 úr húsasmíði, 2 af sjúkraliðabraut og 2 af braut fyrir leiðbeinendur í leikskólum.
Veittar voru viðurkenningar til nemenda sem hafa skarað fram úr eða náð bestum árangri í einstökum greinum.
Róbert Sigurbjörnssson hlaut verðlaun fyrir ágætan námsárangur í húsasmíði.
Guðbjartur Freyr Gunnarson hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í rafvirkjun.
Bryndís Aradóttir hlaut verðlaun fyrir ágætan námsárangur í sjúkraliðagreinum.
Thelma Rún Magnúsdóttir hlaut verðlaun fyrir ágætan námsárangur á námsbraut fyrir leikskólaliða.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku.
Sigrún Hilmarsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í félagsfræðigreinum.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í náttúrufræðigreinum.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir hlaut verðlaun frá Stjórnendafélagi Austurlands verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum.
Félagslíf í framhaldsskólum er mikilvægt, bæði fyrir nemendur og skólasamfélagið. Eftirtaldir nemendur hafa starfað dyggilega að félagslífi skólans og sýnt dugnað og ósérhlífni í þágu samnemenda sinna:
Andrea Magnúsdóttir
Sigrún Hilmarsdóttir
Steina Gunnarsdóttir.
Við skólann hefur verið starfrækt Listaakademía um nokkura ára skeið. Eins og félagslífið er mikilvægt þá er menningin ekki síður mikilvæg. Listakademían og leikfélagið Djúpið vinna náið saman og setja á hverju ári upp metnaðarfulla leiksýningu. Eftirtaldir nemendur hafa tekið þátt í tveimur eða fleiri leiksýningum og unnið ötullega í listaakademíunni.
Aníta Eir Jakobsdóttir
Daníel Magnús Bergmann Ásgeirsson
Katrín Hulda Gunnarsdóttir
Sindri Már Smárason.
Að lokum var þremur nemendum veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi. Þessir nemendur eru með 9 eða hærra í meðaleinkunn.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir með meðaleinkunnina 9,62
Smári Björn Gunnarsson með meðaleinkunnina 9,42
Sigrún Hilmarsdóttir með meðaleinkunnina 9,0
Skólinn óskar öllum brautskráðum nemendum skólans innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í námi, leik og starfi í framtíðinni.
Lesa meira
22.05.2014
Brautskráning verður laugardaginn 24. maí kl. 14.00 frá Kirkju- og menningamiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði.
Lesa meira
20.05.2014
Prófasýning verður fim.22.maí frá 11:00-12:30 og opnað verður fyrir einkunnir í INNU kl.10:00 þann sama dag.
Lesa meira
13.05.2014
Prófin eru kl.11:00 og 14:00 (sjá próftöflu).
Munið stuðningstímana sem eru auglýstir á göngum skólans.
Lesa meira
09.05.2014
Í dag komu nemendur í 8.bekk úr Grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn til okkar í VA ásamt kennurum sínum. Fengu þau kynningu á námsframboði, félagslífi og aðstöðu skólans. Mjög áhugasamir og flottir krakkar. Takk fyrir komuna.
Lesa meira
07.05.2014
Katrín Hulda Gunnarsdóttir, nemandi á náttúrufræðibraut, hlaut Fulbright styrk á dögunum til að sækja sumarnámsstefnu í umhverfisfræðum. Um fimm vikna námsstefna fyrir unga evrópska leiðtoga er að ræða og verður hún haldin á vegum mennta- og menningarmálaskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins í byrjun júlí. Námsstefnan er haldin í Kansas State University. Allur kostnaður er greiddur fyrir þátttakendur (ferðir, uppihald, bækur, tryggingar ofl.). Krefjandi dagskrá verður fyrir nemendur þar sem áhersla er lögð á ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélagsþjónustu, ásamt kynningu á bandarískri menningu og þjóðlífi. Námsstefnan byggir á virkri þátttöku, vettvangsferðum, verkefnum og umræðum. Jafnframt taka nemendur þátt í fjölbreyttri skemmtidagskrá.
En hvaða þýðingu hefur þessi styrkur fyrir Katrínu Huldu?
Mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og líka mjög gott tækifæri til að kynna mér umhverfismál í heiminum. Einnig að kynnast evrópskri og bandarískri menningu því þetta eru krakkar frá Evrópu sem eru að koma á námskeiðið og svo er það auðvitað í Bandaríkjunum. Gaman að geta nýtt sumarið í að ferðast og fá styrk til þess en samt að læra eitthvað sem getur nýst mér í framtíðinni.
Katrín útskrifast í vor af náttúrufræðibraut frá VA en í hvaða nám ætlar hún í framhaldinu?
Ég stefni á að hefja nám í líffræði við HÍ núna í haust.
Hvað stendur upp úr á þessum þremur árum sem þú hefur verið í VA?
Fjölbreytni er það sem stendur upp úr því ég hef áhuga á svo mörgu og ég fékk að gera allt sem ég vildi. Algjör snilld að geta valið þá áfanga sem maður vill vera í t.d. þótt ég sé á náttúrurfræðibraut þá gat ég verið í Listaakademínunni. Starfið í Listaakademínunni var mjög skemmtilegt sérstaklega að taka þátt í uppsetningu á þremur söngleikjum. Heilt yfir er ég mjög sátt við mitt nám í VA og held að það hefði ekki verið betra annarsstaðar. Ég sé ekki eftir því að hafa valið VA á sínum tíma.
Til hamingju með styrkinn Karín Hulda og gangi þér vel.
Lesa meira