Fréttir

Haustganga 2014 - fimmtudaginn 11. september

Smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrá haustgöngu.
Lesa meira

Skólafundur

Á morgun þriðjudaginn 9. september verður haldinn skólafundur samkvæmt skóladagatali. Fundurinn verður settur kl.10:30 í stofu 1 og stendur til kl.11:35. Mikilvægt er að sem flestir mæti enda til umræðu mikilvægir þættir í skólastarfinu en að þessu sinni eru forvarnir og skólabragur til umræðu. Á fundinn eru boðaðir allir starfsmenn og nemendur skólans. Skólameistari
Lesa meira

Nýnemadagur

Næstkomandi föstudag, 5. september, verður efnt til nýnemadags í VA – nýnemum til heiðurs og þeir formlega boðnir velkomnir í skólann. Dagskráin verður eftirfarandi: 11:00 – 13:00 Ratleikur. Nýnemar fara í ratleik sem verður skipulagður af stjórn NIVA. Að loknum ratleik er pizzuveisla fyrir nýnema. 13:00 – 14:00 Vatnsrennibraut. Brautin verður opin öllum nemendum og starfsfólki skólans og verður staðsett í brekkunni milli Nesskóla og íþróttahússins. Þátttakendur í vantsrennibraut geta haft fataskipti og farið í sturtu í íþróttarhúsinu. Áður en opnað veður fyrir vatnsrennibrautina verða tilkynntar niðurstöður kosninga til nemendaráðs. ATH. Ekki má mæta í fötum með rennilásum, í vatnsrennibrautina, þar sem þeir skemma brautina. ATH. Öll kennsla eftir hádegi fellur niður en aðeins nýnemar og stjórn NIVA fá leyfi frá kl.11:00.
Lesa meira

Námskeið fyrir forráðamenn nýnema

Námskeiðið er fyrir forráðamenn nýnema (fæddir 1998) og verður 28. ágúst frá kl. 18-22 á heimavist skólans. Þar verður farið í alla þá þætti sem mikilvægt er fyrir aðstandendur nemenda að þekkja og kunna. Þátttakendum verður boðið upp á kvöldmat . Dagskrá: Kl. 18:00 Gestafyrirlesarar. Kl. 19:00 Kvöldmatur og kynning á félagslífi skólans, listaakademínu o.fl.. Kl:19:30 Kynningar starfsmanna Áfangastjóri kennir á Innu, fer yfir mætingareglur, stundatöflur og fleiri hagnýtar upplýsingar. Námsráðgjafi útskýrir sitt hlutverk og hvaða þjónusta stendur nemendum og aðstandendum þeirra til boða. Umsjónarkennari nýnema segir frá umsjónarkerfi skólans. Forvarnarfulltrúi segir frá forvarnarstarfi skólans og kynnir foreldrasáttmála. Kl. 21:00 Umræður Mikilvægt er að frá hverjum nýnema komi að minnsta kosti einn forráðarmaður. Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki.
Lesa meira

Móttaka nýnema (bréf frá skólameistara)

Þessa dagana eru framhaldsskólar landsins að hefja nýtt skólaár. Hvarvetna er kappkostað að taka vel á móti nýnemum. Undanfarin ár hefur verið dregið úr hefðbundinni busavígslu í Verkmenntaskóla Austurlands en þess í stað lögð áhersla á að taka á móti nýnemum með jákvæðum og uppbyggilegum hætti t.d. með því að bjóða nýnemum í bíó og til veislu. Flestir framhaldsskólar landsins hyggjast leggja niður hefðbundnar busavígslur í ár og er Verkmenntaskóli Austurlands einn þeirra. Því verður ekki um það að ræða að eldri nemendur vígi nýnema inn í skólann heldur mun stjórn NÍVA skipuleggja nýnemamóttöku föstudaginn 5.september (nýnemadagur á skóladagatali) þar sem lögð verður áhersla á jákvæða og uppbyggilega dagskrá í anda þess sem nefnt er hér að ofan. Dagskrá nýnemadags verður birt þegar nær dregur. Elvar Jónsson Skólameistari
Lesa meira

Skólasetning og fyrsti skóladagur

Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst kl. 08:30. Skólameistari heldur stutt ávarp og setur skólann. Skólasetningin verður undir berum himni (við suðurhlið skólans). Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína. Frá kl. 10:00 – 14:00 verður kennt eftir hraðtöflu sem umsjónarkennarar dreifa en einnig verður hægt að nálgast hana hjá ritara. Skólinn býður öllum nemendum og starfsfólki upp á súpu í hádeginu í mötuneyti skólans á heimavistinni. Á þriðjudaginn verður skólahald samkvæmt stundatöflu annarinnar. Rútuferðir eru eftirfarandi frá og með 25. ágúst: Frá Reyðarfirði kl. 07:35 (Byko) Frá Eskifirði kl. 07:50 (Sundlaug) Frá Norðfirði kl. 14:11 og 16:25 (VA)
Lesa meira

Stundatöflur tilbúnar

Stundatöflur nemenda eru tilbúnar og aðgengilegar að Innu. Eldri nemendur nota sama aðgang og á síðasta skólaári. Nýnemar fæddir 1998 nota aðganginn að menntagátt. Ef hann virkar ekki eða finnst ekki þá er hægt að panta nýjan aðgang á heimasíðu Innu. Eldri nýnemar eru beðnir um að senda Viðari kerfisstjóra póst til að fá aðgang að Innu á netfangið vidar@va.is.
Lesa meira

Námsbækur

Námsbækur eru seldar í versluninni Tónspil, Hafnarbraut 22 í Neskaupstað. Bóklista er að finna á http://www.va.is/is/namid/bokalisti
Lesa meira

Iðnmeistaranám

Boðið verður upp á eftirtalda áfanga í iðnmeistaranámi haustið 2014 ef næg þátttaka næst: ÍSL242, ÍSL252 og STÆ243. Kennt verður í lotum og í fjarnámi. Þorbjörg áfangastjóri tekur á móti skráningu og gefur nánari upplýsingar í síma 4771620 eða í tölvupósti bobba@va.is. Síðasti skráningardagur er 22. ágúst. Getum einnig bætt við okkur nemendum á flestar brautir skólans.
Lesa meira

Getum tekið við nemendum á flestar brautir skólans

Skrifstofa skólans hefur verið opnuð eftir sumarleyfi. Getum tekið við nemendum á flestar brautir skólans en nánari upplýsingar veitir áfangastjóri í síma 4771620 eða á bobba@va.is . Einnig laus pláss á heimavist.
Lesa meira