12.11.2014
Smellið á fyrirsögnina og horfið á umfjöllun um Tæknidag fjölskyldunnar, VA og Fab Lab Austurland á N4.
Lesa meira
12.11.2014
Smellið á fyrirsögnina og síðan á myndina til að sjá dagskrána.
Lesa meira
11.11.2014
Foreldrar og nemendur grunn- og framhaldsskóla á Austurlandi eru hvattir til að mæta og hlýða á erindi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um mikilvægi og möguleika list- og verknáms og mikilvægi þess fyrir atvinnulíf Íslendinga að hvetja nemendur til náms á því sviði.
Lesa meira
09.11.2014
Takk kærlega fyrir komuna á Tæknidag fjölskyldunnar en 524 skrifuðu nafn sitt í gestabækur. Frekari fréttir og myndir frá deginum koma næstu daga en margskonar umfjöllun er að finna á facebooksíðu tæknidagsins.
Lesa meira
06.11.2014
Smellið á fyrirsögnina til að lesa fréttatilkynningu og tímasetta dagskrá.
Lesa meira
05.11.2014
Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands sýndi stuðning sinn í verki í dag með því að bjóða kennurum Tónskólans í Neskaupstað sem eru í verkfalli í samstöðukaffi í morgun. Starfsfólk skólans tók höndum saman og hafði útbúið veisluborð og tók vel á móti á móti stéttarsystkinum sínum.
Lesa meira
04.11.2014
VA hefur verið þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli síðan haustið 2010. Í því sameina starfsmenn, nemendur, foreldrar og lykilfólk í nærsamfélaginu krafta sína með það að markmiði að vinna að betra og heilsusamlegra skólaumhverfi. Framhaldsskólar fá á þemaárinu gátlista frá Landlæknisembættinu og uppfylli þeir kröfur hans fá þeir viðurkenningu. Mikill árangur hefur náðst á þeim tíma síðan verkefnið hófst en skólinn hefur fengið bronsviðurkenningu í næringu, silfurviðurkenningu í hreyfingu og nú á haustdögum silfurviðurkenningu í geðrækt. Þema skólaársins 2014-2015 er lífsstíll. Á myndinni má sjá nemendur úr geðræktarhópi skólans, Lilju Teklu Jóhannsdóttur og Sigurð Ingva Gunnþórsson, halda á viðurkenningaskjali frá Landlæknisembættinu.
Lesa meira
29.10.2014
Stjórn NIVA , nemendafélags VA, hefur sett sér siðareglur. Stjórnin hefur í gegnum tíðina reynt að tryggja að félagslíf skólans henti sem flestum og að skólabragur VA einkennist af virðingu og vináttu. Nú hefur stjórnin tekið stærra skref í þá átt og sett sér skriflegar siðareglur sem hún mun fylgja. Siðareglurnar eru eftirfarandi:
Stjórn NIVA leggur sig fram við að:
• tryggja að félagslíf skólans einkennist af virðingu, umhyggju, jafnrétti og lýðræði
• skipuleggja ekki viðburði sem upphefja félagslega stéttaskiptingu meðal nemenda
• fagna nýnemum í skólanum á jákvæðan hátt fyrir alla með uppbroti á skóladegi, hátíð og gleðistund
• gæta að jöfnu kynjahlutfalli í stjórn nemendafélags og ráðum og nefndum á þeirra vegum
• auglýsingar innan skólans, á Instagram, Snapchat, Facebook og aðrar á þeirra vegum ýti ekki undir staðalmyndir um hlutverk kynjanna, útlitsdýrkun eða fordóma af neinu tagi
• hafa að leiðarljósi að ráða ekki skemmtikrafta sem gætu valdið einstaklingum innan skólans vanlíðan eða stuðlað að meiri fordómum eða minni virðingu fyrir ólíkum hópum í samfélaginu
• vera fyrirmynd hvað varðar mannvirðingu, jafnrétti og jákvæð samskipti
Lesa meira
24.10.2014
Íþróttadagurinn í dag heppnaðist mjög vel og var þátttaka góð en um 100 manns tóku þátt. Íþróttaakademína skólans stóð fyrir deginum. Sjá myndir á http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/ithrottadagur-2014 .
Lesa meira
23.10.2014
Smellið á fyrirsögnina til að sjá dagskrána.
Lesa meira