Fréttir

Bréf skólameistara vegna verkfallsboðunar

Smellið á fyrirsögnina til að lesa bréfið.
Lesa meira

Heimsókn nemenda í 10.bekk

Nemendur í 10. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar, Djúpavogs og Breiðdalsvíkur heimsóttu VA í gær. Fengu þau kynningu á skólanum hjá námsráðgjafa og áfangastjóra. Einnig kynntu nemendafélagið, leikfélagið og íþróttaakademían starfsemi sína. Krakkarnir fóru svo í heimsókn í kennslustundir í verk- og bóknámi í fylgd með útskriftarnemendum. Að lokum fóru svo allir að sjá Litlu hryllingsbúðina í Egilsbúð. VA þakkar þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum var haldið í Nesskóla í gær. Til stóð að halda þingið í VA en upp kom það jákvæða vandamál að mikið fleiri skráðu sig en reiknað var með og var því aðstaða VA til að hýsa þennan viðburð löngu sprungin. Alls mættu 120 manns og kom það fram hjá fyrirlesurum að þetta væri best sótta fræðsluþingið á landsbyggðinni. Þingið var haldið á Reyðarfirði í haust og því er þetta í annað sinn sem það er haldið í Fjarðabyggð. Ekki stóð til að halda þingið aftur í Fjarðabyggð en vegna frumkvæðis VA var það gert og miðað við mætingu var full þörf á því.
Lesa meira

Tvær sýningar að baki en margar sýningar eftir.

Nú eru tvær sýningar að baki á Litlu hryllingsbúðinni. Sýningarnar hafa fengið mjög góða dóma hjá áhorfendum m.a. á samskiptamiðlum. Sex sýningar eru eftir og sú næsta er á morgun, miðvikudag, kl. 20:00. Er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma - sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu.
Lesa meira

Fræðsluþing Vitundarvakningar um ofbeldi gegn börnum

Kennsla fellur niður frá kl.14:10 í dag, þriðjudaginn 25.febrúar, þar sem starfsfólk skólans sækir fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.
Lesa meira

Litla hryllingsbúðin

Litla hryllingsbúðin verður frumsýnd á laugardaginn (sjá meðfylgjandi auglýsingu). Smellið endilega á fyrirsögnina og lesið ávarp skólameistara sem er tekið úr leikskrá sýningarinnar:
Lesa meira

Gaulið 2014

Föstudagskvöldið 7.febrúar var Gaulið haldið, undankeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna. Sigurbjörg Ingvarsdóttir Hraundal og Katrín Lilja Sigurjónsdóttir tóku þátt í sitthvoru lagi og tóku þær einnig eitt lag saman. Dómarar voru Jón Hilmar Kárason, Soffía Björgúlfsdóttir og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir. Eftir erfiða ákvörðun dómara stóð Katrín Lilja Sigurjónsdóttir uppi sem sigurvegari og mun hún taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl. Við óskum henni góðs gengis og þökkum öllum þeim sem komu að Gaulinu og þeim sem mættu.
Lesa meira

Skólaheimsóknir Í grunnskólana á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði

Í morgun fóru 30 nemendur í Listaakademínu (LÍA), Íþróttaakademínu (ÍÞA) og uppeldisfræði í heimsókn Í grunnskólana á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Með í för voru kennarar í þessum áföngum auk skólameistara og námsráðgjafa. Nemendur í ÍÞA settu upp þrautabrautir sem grunnskólanemendur spreyttu sig á. Nemdur í LÍA fóru í ýmiskonar leiklistarleiki með nemendum af unglinga- og miðstigi. Uppeldisfræðin sá um kennslu á yngsta stigi ásamt því sem farið var í ýmsa leiki.
Lesa meira

Nýnemar í VA

Í morgun var fyrsta kennslustund á tölvunámskeiði fyrir byrjendur. Heldur voru þessir nemendur í eldri kantinum miðað við nýnema enda um að ræða félagsmenn í Félagi eldri borgara á Norðfirði. Einn nemandinn, Stefán Þorleifsson (97 ára), hafði á orði að það væri gaman að setjast aftur á skólabekk eftir 80 ár.
Lesa meira

Vel heppnað málþing

Laugardaginn 8. febrúar stóð VA fyrir málþingi í samvinnu við Fjarðaforeldra, foreldrafélag Nesskóla og Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar. Yfirskrift málþingsins var Tölum um það sem skiptir máli og var það haldið í Nesskóla í Neskaupstað. Á málþinginu flutti Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur og höfundur bókarinnar Í nándinni erindi um samskipti foreldra og barna, um mikilvægi nándar, innlifunar og góðra tilfinningatengsla. Jón Sigfússon framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar flutti erindi um líðan ungs fólks í Fjarðabyggð í samanburði við landið allt og hvaða ráð foreldrar hefðu til að fyrirbyggja neikvæða hegðun ungmenna. Auk fyrirlesara voru básar þar sem hægt var að fræðast um ýmislegt sem tengdist forvörnum. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar kynnti starfsemi sína og það sem gert er í sveitarfélaginu til að vinna að forvörnum. Allir fimm grunnskólarnir í Fjarðabyggð voru með kynningarbása um fíkniefnanotkun, tóbaksnotkun, áfengisnotkun og rafræn samskipti. Nemendur Verkmenntaskóla Austurlands fjölluðu um kynheilbrigði og líðan nemenda í skólanum. Ungmennaráð Fjarðabyggðar og Ungmennaráð SAFT kynnti starfsemi sína. Listaakademia VA kom í kaffihléi með söngatriði úr Litlu hryllingsbúðinni sem frumsýnd verður 22. febrúar n.k. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fyrirlesararnir, forvarnarfulltrúi VA, Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, lögreglan og sálfræðingur heilsugæslunnar sem sér um ABG verkefnið á Austurlandi tóku þátt og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Málþingið var vel sótt en um 100 manns mættu og tóku þátt. VA leggur mikla áherslu á forvarnir og forvarnarstarf og var þetta framlag skólans og annarra skipuleggjenda í því að efla foreldra og bæta líf og umhverfi nemenda skólans sem og annarra unglinga í Fjarðabyggð.
Lesa meira