05.05.2014
Skólinn mun bjóða nemendum upp á stuðning á lokasprettinum. Miðvikudaginn 7. maí verður skólinn opinn til kl. 19:00. Kennarar skólans verða með viðveru eftir að skóla lýkur þ.e. frá 16:30 – 19:00. Skólinn verður einnig opinn til kl. 19:00 alla virka daga á meðan á prófum stendur og verða kennarar skólans þá einnig til taks fyrir nemendur til stuðnings við próflesturinn. Ekki eru allir kennarar með viðveru á sama tíma en nemendur geta leitað nánari upplýsinga hjá kennurum og hjá ritara. Einnig verður viðvera kennara auglýst á upplýsingatöflum og upplýsingaskjám skólans.
Lesa meira
30.04.2014
Á morgun, fimmtudag, er 1.maí og þá er frí í skólanum. Síðan hefst endapretturinn en kennslu í áföngum sem kenndir voru í verkfallinu lýkur í þessari viku. Aðrir áfangar verað kenndir í næstu viku. Miðvikudaginn 7.maí veður boðið upp á stuðningskennslu frá kl.16:30-19:00. Próf hefjast 12.maí.
Lesa meira
23.04.2014
Það verður frí á sumardaginn fyrsta sem er fimmtudaginn 24. apríl.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Lesa meira
10.04.2014
Nemar í JAR 103 fóru í vettvangsferð inn í Norðfjarðargöng. Farið var inn úr Fannardal en þar eru göngin orðin um 250 m löng á móti því að búið er að sprengja tæpan kílómetra frá Eskifirði. Ófeigur Ófeigsson, jarðfræðingur og Guðmundur Björnsson, tæknifræðingur tóku vel á móti hópnum og að sjálfsögðu voru öll eyru opin þegar þeir félagar útskýrðu flókna hluti tengdum jarðfræði og verkfræði.
Áður hafði Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur, komið í heimsókn í VA og flutt fyrirlestur um jarðgöngin.
Það má segja að jarðgangagerðin sé hvalreki á fjörur jarð- og tæknifræðikennslu í VA. Að komast inn í fjallið og sjá jarðlögin í brotsárinu, tæknina á notkun og fræðast af mönnum á vettvangi er ómetanlegt. Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn og brotsárið í stafin ganganna.
VA þakkar Hnit/verkfræðistofu kærlega fyrir móttökurnar.
Lesa meira
09.04.2014
Nemar í næringarfræði í VA fóru í lífsstílsgöngu í góða veðrinu í morgun. Kveikjan að göngunni var viðtal við Önnu Sigríði Ólafsdóttur, næringarfræðings í morgunútvarpi RUV. Nemendur greindu viðtalið þar sem rætt var um kúra. Niðurstaðan var þessi í grófum dráttum:
Skpta má kúrum í þrennt: Matarkúra, föstukúra og lífsstílskúra.
• Matarkúrar og föstukúrar virka illa til framtíðar.
• Lífsstílskúrar eru líklegri til langtímaárangurs.
• Mikilvægt að hafa jafnvægi milli næringar og hreyfingar.
• Meira grænmeti.
• Meiri fræðslu til neytenda.
• Burt með óþarfa og ósóma.
Í lífsstílsílsgöngunni var „lífsstílstréð“ reist, eins og sjá má á myndinni, sem tákn um staðfestu nemendanna.
Lesa meira
08.04.2014
Smellið á fyrirsögnina til að lesa bréf skólameistara þar sem farið er yfir fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum.
Lesa meira
07.04.2014
Á morgun, Þriðjudaginn 8. apríl, kl. 10:30 verður fundur skólameistara með nemendum í stofu 1 þar sem farið verður yfir skipulag kennslu og prófa á næstu vikum.
Lesa meira
07.04.2014
Skólameistari fundar í dag ásamt öðrum skólameisturum með embættismönnum menntamálaráðuneytis um fyrirkomulag kennslu og prófa að loknu verkfalli. Í framhaldi af því mun skólameistari funda með starfsfólki skólans . Upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum verða kynntar nemendum og forráðarmönnum á morgun - þriðudaginn 8.apríl.
Lesa meira
04.04.2014
Verkfalli hefur verið frestað. Skrifað hefur verið undir kjarasamning. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Lesa meira
04.04.2014
Margt bendir til að samningar takist í dag í kjaradeilu framhaldsskólakennara við ríkisvaldið. Nemendur og forráðarmenn eru hvattir til að fylgjast með fréttum. Reiknað er með að kennsla hefjist á mánudaginn skv. stundaskrá verði verkfalli aflýst. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Lesa meira