Fréttir

Áhugaverð frétt um íslenska framhaldsskóla

Áhugaverð frétt um íslenska framhaldsskóla http://blog.pressan.is/ragnarthor
Lesa meira

Móðir allra íþrótta

Móðir allra íþrótta hét fyrirlestur sem fram fór í fyrirlestrasal VA í dag þriðjudaginn 4.febrúar um körfubolta. Íþróttaakademían fékk Ágúst Inga Ágústson sem hefur stjórnað körfuboltainnlögn hjá íþróttaakademíunni með verklegum íþróttatímum á þriðjudagsmorgnum kl. 7.10 í íþróttahúsinu. Nemendur VA eru svo með körfuboltaæfingar á kl. 19 á þriðjudögum og á miðvikudögum kl. 18, þar sem Ágúst er oftast mættur í körfu með nemendum sem hafa tekið þessum æfingum fagnandi.
Lesa meira

Tölum um mál sem skipta máli

Forvarnarþing í Fjarðabyggð Samskipti á öllum stigum unglingamenningar verða í forgrunni á forvarnarþingi, sem fram fer í Nesskóla í Neskaupstað, laugardaginn 8. febrúar frá kl. 10:00 til 13:00. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Móðir allra íþrótta

Fyrirlestur um körfubolta í stofu 1 Þriðjudaginn 4.feb kl. 10.30 Ágúst Ingi Ágústsson
Lesa meira

Verknámsvikan tilnefnd til nýsköpunarverðlauna

Eins og kunnugt er þá stóð VA fyrir verknámsviku síðastliðið vor ásamt Fjarðabyggð og fyrirtækjum í Fjarðabyggð. Um er að ræða námskynningu fyrir nemendur í 9. bekk með það að markmiði að kynna verknám almennt séð og starfsemi VA. Áframhald verður á þessu verkefni og verður verknámsvikan aftur í boði í júní fyrir nemendur í 9.bekk í Fjarðabyggð.
Lesa meira

VA úr leik í Gettu betur

VA tapaði í 16 liða úrslitum fyrir Kvennaskólanum. Lokatölur urðu 20-12. Átta lið eru komin í sjónvarpskeppni Gettu betur eftir viðureignir helgarinnar. Dregið var í viðureignirnar strax að lokinni síðustu útvarpskeppninni í kvöld og kom þá í ljós hvaða lið mætast fyrir augum allra landsmanna. Úrslit í viðureignum dagsins fóru á þann veg að lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands 16 - 13, MH hafði betur gegn Menntaskóla Borgarfjarðar með 25 stigum gegn 12. Lið Menntaskólans á Akureyri lagði lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 16 - 4 og viðureign Menntaskólans í Reykjavík gegn Fjölbrautaskóla Snæfellinga lauk með sigri MR 24 - 7. Sigurlið dagsins bættust í hóp fjögurra sigurvegara frá því í gær og eru komin áfram í átta liða úrslit keppninnar sem hefst næsta föstudag. Liðin sem keppa munu í sjónvarpi eru Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Borgarholtsskóli, Kvennaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykjavík. Dregið var í viðureignir í sjónvarpi í lok annarrar umferðar og drógust eftirfarandi lið saman: 31. janúar FVA - MA 7. febrúar Kvennó - MH 14.febrúar FG - Borgarholtsskóli 21. febrúar MR - Versló Undanúrslit fara fram 28.febrúar og 7.mars og úrslitaþáttur Gettu betur verður föstudaginn 14.mars í Háskólabíó.
Lesa meira

VA vann áskorendaliðið

Gettu betur lið VA vann frækinn sigur á góðu liði áskorenda. Úrslitin urðu 28-13. Á morgun mætir VA liði Kvennaskólans. Keppninni verður útvarpað á Rás 2 kl.21:30 annað kvöld.
Lesa meira

Áskorun!

Á morgun, föstudag, kl.13:40 mætir gettu betur lið VA áskorendaliði. Áskorendaliðið verður skipað gömlum kempum. Keppnin fer fram í stofu 1. Á laugardaginn mætir VA svo Kvennaskólanum í 2.umferð í Gettu betur. Viðureignir í 2.umferð drógust sem hér segir: laugardagur 25.jan kl.14:00 Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn á Ísafirði kl.14:30 Fjölbrautaskóli Garðabæjar - Menntaskólinn í Kópavogi kl.21:00 Borgarholtsskóli - Fjölbrautaskóli Suðurnesja kl.21:30 Kvennaskólinn - Verkmenntaskóli Austurlands sunnudagur 26.jan kl.14:00 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi - Fjölbrautaskóli Suðurlands kl.14:30 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Menntaskóli Borgarfjarðar kl.21:00 Menntaskólinn á Akureyri - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kl.21:30 Menntaskólinn í Reykjavík - Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Lesa meira

Myndir frá skólafundi

Myndir frá skólafundinum í morgun eru komnar í myndasafnið hér á síðunni. Hér fyrir neðan (smellið á fyrirsögn) má sjá bréf skólameistara sem dreift var á fundinum.
Lesa meira

VA mætir Kvennó

Í kvöld var dregið í viðureignir annarrar umferðar Gettu betur á Rás 2. Fimmtán sigurlið úr fyrri umferð komast áfram í aðra umferð ásamt stigahæsta tapliðinu sem er að þessu sinni lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem hlaut 24 stig eftir jafna og æsispennandi keppni við lið Kvennaskólans. Viðureignir drógust sem hér segir: laugardagur 25.jan kl.14:00 Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn á Ísafirði kl.14:30 Fjölbrautaskóli Garðabæjar - Menntaskólinn í Kópavogi kl.21:00 Borgarholtsskóli - Fjölbrautaskóli Suðurnesja kl.21:30 Kvennaskólinn - Verkmenntaskóli Austurlands sunnudagur 26.jan kl.14:00 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi - Fjölbrautaskóli Suðurlands kl.14:30 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Menntaskóli Borgarfjarðar kl.21:00 Menntaskólinn á Akureyri - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kl.21:30 Menntaskólinn í Reykjavík - Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Í lok síðustu viðureignar á sunnudag er dregið í viðureignir í sjónvarpi sem fara fram frá 31.janúar til 14.mars. Spyrill Gettu betur er Björn Bragi Arnarson, spurningahöfundar og dómarar eru Margrét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson
Lesa meira